Skip to content

Schtum

Mikið getur það verið agalega pirrandi að vera með puttana á lyklaborðinu í einhverjum ham til að skrifa eitthvað sérstakt en svo…

…kemur bara ekkert.

Sérstaklega óþolandi þegar maður er búinn að ákveða það að maður ætlar að skrifa eitthvað fyrir einhvern dag, svona einsog eina grein eða gífurlega og vel útilátna langloku um hvað maður er pirraður og allt er óþolandi en það…

…kemur bara ekkert.

Veit ekki hvort að eftirfarandi myndlíking sé smekkleg - veit ekki einu sinni hvort þetta sé einhver myndlíking - en ætli þetta sé ekki einsog að horfa á svæsna klámmynd þar sem eru sveittir hópbólympíuleikar og maður hamast við að fróa sér en eftir korter og einum tennisolnboga síðar þá…

…kemur bara ekkert.

Og maður horfir á granítstífan göndulinn með áhyggjusvip og hugsar kannski með sjálfum sér eftir smá spekúleringar;

“Kannski ég ætti að prófa hina hendina”

Nja, þetta var bara léleg ástæða til að troða granítstífum göndli inní rausið.

Verð að koma mér í form og koma mér af þessu tilvonandi lestarslysi sem er einhver langvarandi sjálfsvorkun og volæði annars verð ég bara ekkert.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*