Skip to content

Færeyingar lána okkur monní…

…og það besta sem við getum gert er að skrifa undir einhvern veraldarvefsundirskriftalista og Geir Jólafs syngur jólalag á færeysku.

Mikið agalega erum við ómerkileg og ömurleg.

Eigum við ekki líka að senda skít í brennandi bréfpoka fyrir framan þinghúsið þeirra?

Legg nú til að Vínbúð fari að selja færeyskan bjór, það væri nú allavega smá þakklætisvottur.

4 Comments

 1. Nú spyr ég eins og bjáni en eru þeir hættir að selja Black Sheep bjórinn?

  Ég allaveganna styð svoleiðis þakklæti því það var/er mjög góður bjór.

  mánudagur, desember 15, 2008 at 16:28 | Permalink
 2. Hef ekki séð Black Sheep hér á Höfn.

  En ég verð að segja það að færeyskur bjór, af því sem ég hef bragðað á, er lostæti.

  mánudagur, desember 15, 2008 at 18:37 | Permalink
 3. Binni wrote:

  Maður hálfskammast sín þegar Geir fer að syngja á “færeysku”. Færeyjingunum finnst þetta svo fyndið og spyrja á hvaða máli hann sé að syngja, þeir heyra s.s. að þetta er ekki íslenska, og alveg örugglega heldur ekki færeyska.
  annar er ég sammála þér með bjórinn, held reyndar að það sé verið að vinna í að markaðsetningarmálunum á Íslandi.

  Jólakveðjur, Binni

  PS. þegar svo bjórinn er kominn í sölu heima, þá færð þú bara umboð fyrir Grind og skerpukjötssölunni á fróninu. ;)

  B

  miðvikudagur, desember 24, 2008 at 13:00 | Permalink
 4. Gleðileg jól, gamli minn.

  Á ekki að vera hægt að kaupa Tarf í ríkinu?

  föstudagur, desember 26, 2008 at 17:41 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*