Skip to content

Vondasta sveitin

Metalbönd - þó oftast þau bönd sem tilheyra deðð eða blakk-metalstefnunni - reyna stundum að toppa hvort annað í illmennsku og djöfulleika með misbrútal nöfnum, misbrútal titlum og oft brútal og/eða gríðarlega blóðugu artworki á plötunum sínum; Cannibal Corpse, Morbid Angel, Obituary, Slayer og fleiri bönd má sosum nefna sem vinna í þessu kvlt lúkki.

Þessu tiltekna kvlt lúkki ná hljómsveitarmeðlimir fram með textagerð um dráp, dauða og djöfulleika, morðingjum og misyndisfólki, vondum vættum, volæði og viðbjóði. Klæðast oftast í svörtu, helst í leðurfötum, stundum með göddum og svoleiðis stöddum og oftar en ekki eru sumir sem taka uppá því að mála sig í framan með hvítu og svörtu meiki sem fengið hefur nafnið “corpsepaint” - sem gæti útlagst á íslensku sem námálning.

Ég fíla þessar stefnur mjög og að vissu leiti er ég hrifinn af þessum leikrænu tilburðum þessara hljómsveita - en öllu má nú ofgera og sumir kvlt kauðar ganga oft skrefinu lengra í kvltinu, t.d. með 10 tommu nagla á leðurólum, söngvari með svínshöfuð á spes gaddagrifflum og ekki sé minnst á alveg hreint gríðarlega slæm pós-myndir þar sem hver meðlimur reynir að toppa annan í kvltisma.

Þegar ég var að keyra heim á Hippagötuna ásamt einum aumingja ræddum við drög að Vondasta bandi Íslands, band sem væri svo djöfullegt og illt og gæti uppskorið þvílíka heift og þvílíkt hatur frá samlöndum að annað eins hefur varla sést síðan PláHnetan var uppi.

Við vorum komnir með lúkkið á hreint; allir meðlimir með gleraugu eða sólgleraugu, ósnyrtilegt skegg, síðum rykfrakka, dálítið úfið hár og gott ef þeir væru með ístru líka. Það væri alltaf nóg af nammi á öllum tónleikum og vafasamar msn-addressur á víð og dreif (t.d. gradur13, stinnurkulurass, 10gleidur, hreinmey12 [at] hotmeil [púnktur] komm). Fyrsta platan mun heita Virgin Killer up Your Ass og bandið skal heita Pædófílía.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*