Skip to content

Júffertur

Þó ég hafi í sjálfu sér ekkert á móti skemmtilegum og hressum júffertum þá get ég eiginlega alls ekki sofið hjá einni slíkri. Hugmyndin ein og sér er, fyrir mér, alveg agalega óaðlaðandi. Sama hversu verulega sósaður ég er af bjór og brennivíni þá er það brennimerkt í vitund mína að enda ekki uppí rúmi með júffertum.

Er ég þröngsýnn? Er ég dóni? Nei, ekki finnst mér það. Ég er bara með vissan smekk einsog hver annar. Sumir fíla júffertur í drjeeesl, einhverjir eru mjög frjálslegir varðandi bólfélaga og aðrir taka það ekki í mál að sænga júffertur. Ég tilheyri síðasta hópnum. Vonandi að júffertur taki þetta ekki til sín og gráti gildum tárum yfir þessum sannleik. Tilhugsunin að smollinkría júffertu með kæfandi júllur fær karlkyns-kynfærin mín til að umbreytast í annan nafla.

Já, ég var að læra nýtt orð.

3 Comments

 1. Hjördís wrote:

  Þú verður að fræða mig, hvað er júferta?

  mánudagur, desember 29, 2008 at 16:48 | Permalink
 2. júfferta, júferta -u, -ur KVK sjaldg. 1 trjábolur, gildur viðadrumbur - aflviður í byggingu - tré í skipsmastur 2 gildvaxinn, fyrirferðamikill kvenmaður 3 svörgulsleg yfirhöfn

  mánudagur, desember 29, 2008 at 20:12 | Permalink
 3. Einnig:
  … vera () júfferta vera () dyrgja vera mikill á þverveginn vera sver vera vembdur vera kviðaður vera kviðmikill vera magamikill vera með ístru vera ístrumagi …

  “Dyrgja”finnst mér skemmtilegt orð. “Svörgulsleg” líka. :)

  mánudagur, janúar 26, 2009 at 01:05 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*