Skip to content

Monthly Archives: mars 2009

Þetta þurfti bara að gerast

Íslenski draumurinn varð að veruleika og okkar eigið efnahagsundur brotlenti og fuðraði upp líkt og flug 92.  Sumir segja að þetta þurfti að gerast til að opna augun hjá sumu fólki, s.s. ruddaleg ábending um að græðgi er ekki alltaf góð.
Já, að vissu leyti er ég sammála þessu. Þetta var kannski nauðsynlegt, rétt einsog það [...]

Besta svindl ever

Ég hef uppgötvað áður týndri ást minni á tölvuleikjum. Man einsog það gerðist fyrir rúmi ári síðan - sem það og gerðist - að ég hreinlega hætti að spila tölvuleiki. En ástæðan var nú obboslega einföld. Ég var þá tiltörulega nýorðinn ritstjóri vefritsins Vantrú og það tók töluverðan tíma frá tölvuleikjaspilun. Sem var nú bara [...]

Ég er fífl og fáviti

Síðustu helgi gerðist ég fífl og fáviti.
Efast ekki um að ég sé ennþá fífl og fáviti. Búinn að vera það í viku og það er ömurlegt. Og eflaust er ég eitthvað ívið verra en bara fífl og fáviti. Óþverri, skíthæll, drullusokkur og moðerfokker.
Svo er ég svo mikið fífl og svo mikill fáviti að ég veit ekki [...]

Ögn um almenningsálitið

Mér finnst það alveg stórmerkilegt þegar almenningsálitið virðist vera alveg stórkostlega á skjön við hið opinbera. Eiginlega svo mikið að það er í minnsta lagi furðulegt og mesta lagi ógnvekjandi þegar stjórnmálamenn og aðrar pólítíkur gefa þessu áliti ekki gaum. Til að mynda hin nýlega og afar heppilega rassía lögreglunnar gegn maríjúanaræktun - sem er [...]

Hinn fullkomni Íslendingur…

… drekkur ekki bjór, notar ekki önnur fíkniefni en tóbak og leggur fæð á kannabisefni, stundar ókeypis, lögleg og gagnkynhneigð ástarmök, horfir og hlustar eingöngu á RÚV, fer til Spánar á sumrin, borðar slátur og súrmeti í annað hvert mál en þess á milli borðar hann ýsu, kýs Sjálfstæðisflokkinn og tekur mark á orðum Hannesar [...]

Dagbók leyniþjónustuútsendara

21:24 Sjá þetta fólk. Sjá ‘etta! Einhver hérna sem ætlar að læra þýsku. Eflaust til að lesa Marx. Mikið rætt um efnishyggju og veisluhöld. Einhver Golíat. Hef ekki hitt hann ennþá. Eflaust grunsamlegur gaur. Athuga nafn og annað. Fleira fólk að koma og einn er nýmættur. Fimm einstaklingar. Golíat er 25 ára. Virðist vera ólöglegur [...]

Fyndni fulli gæjinn

Ég er án nokkurs vafa - þetta er varla deiluefni og óþarfi að þræta fyrir það - fyndnasti fulli gæjinn á landinu. Ekki bara er ég ekki fyndinn, heldur er ég agalega skemmtilegur líka. Og ekki bara nóg með það heldur felst í fyndni minni gríðarleg hnyttni og afar háfleygt en þó alþýðlegt skopskyn sem [...]

Camel Filters í hörðum pakkningum

Ég reyki t.d. Camel Filters og sem reykingarmaður þá á ég afar erfitt með að taka við öllum snöggum breytingum er varðar umbúðir á sígarettupökkunum. Til að mynda þegar byrjað var að selja Camel Filters sígarettur í hörðum umbúðum hér á landi þá fékk ég bráðakvíða og lá í öndunarvél í þrjá daga. Þetta henti [...]

Heilbrigðisstarfsfólk

Ég er nú orðinn handviss að starfsfólk sem vinnur á geðheilbrigðisstofnunum (og einnig stofnunum sem sinnir þroskaheftum og -skertum) er langtum skemmtilegra, skynsamlegra, skarpara og fyndara en lýðurinn sem vinnur á öldrunarstofnunum.
Munurinn er eflaust sá að áhugaverðustu og skemmtilegu einkenni geðveikinnar (og þroskaskerðingar) smitast ögn á einstaklingana sem vinna á svoleiðis stöðum, meðan fúllyndið, leiðindin, pirringurinn, ónotið, biturleikinn og ömurlegheitin sem oft [...]