Skip to content

Monthly Archives: júní 2009

Sumarsamsæri

Skrifað verður undir ICESAVE-samningana um hádegisbilið á sunnudag. Málgögn ríkisins hafa flutt endurteknar “fréttir” um alveg hreint frábært veður allstaðar annarstaðar en í Reykjavík þannig að allir smáborgararnir flykktust frá Höfuðborgarsvæðinu og útá land á nærri nákvæmlega sama tíma, svo að þegar pennanum verður mundað af ráðherrum til að kvitta undir fjárþrældóm þá verður engin til [...]

Sjúkraliðabraut

Jæja, þá er það taka tvö í sjúkraliðanám hjá FÁ. En yðar einlægur mun hefja nám, samhliða vinnu, þann 25. ágúst nk. Málið er þó ekki svo einfalt að ég geti tekið allt í fjarnámi, ég þarf nefnilega að mæta í tíma þrjá daga vikunar frá átta til ellefu.
Ég og skipulag erum ekki sérlega góðir [...]

Hinn gullni skyndibitahringur

Ég tel það sé mál til komið að benda forvitnum á hvaða þrír staðir á artífartísvæði Reykjavíks bjóða uppá óneitanlega ljúffenga og vandaða skyndibita. Fari MakkDónalds í rassgat, fokk Dómínós og éttu skít Ká Eff Sjé. Ef þú ert í stuði fyrir alminilegt ruslfæði þá eru þrír staðir sem eru óumdeilanleg mun betri en fyrrtalið sjitt. [...]

Stofutónleikar

Fór á afskaplega notalega og heimilislega tónleika í dag heima hjá Þóri og frú. Þar hlustaði ég á órafmagnaða tónleika með nýja proddjektinu hans Þóris og frú - er heitir Bömmer - og einni naut ég tóna sörfpönkbandsins Tentacles of Doom. Þetta heillaði mig töluvert og ég hafði mjög gaman af. Vill meira svona.

Bless, bless hestar

Fyrir þónokkru síðan spilaði ég og kláraði 100 milljón dollara tölvuleikin Grand Theft Auto IV á Playstation III. Fínn leikur sosum, en engin bylting þar á ferð. Bara sama gamla sandkassa-systemið einsog í GTAIII-seríunni. Vice City hefur ennþá vinninginn sem besti GTA-leikurinn, án efa.
En þó verð ég að viðurkenna að það var einn afskaplega eftirminnilegur [...]