Skip to content

Bless, bless hestar

Fyrir þónokkru síðan spilaði ég og kláraði 100 milljón dollara tölvuleikin Grand Theft Auto IV á Playstation III. Fínn leikur sosum, en engin bylting þar á ferð. Bara sama gamla sandkassa-systemið einsog í GTAIII-seríunni. Vice City hefur ennþá vinninginn sem besti GTA-leikurinn, án efa.

En þó verð ég að viðurkenna að það var einn afskaplega eftirminnilegur hlutur í GTAIV, svo eftirminnilegt að ég varð uppnumin og í raun ein af fáu ástæðunum af hverju ég spilaði GTAIV af þeirri mikilli áfergju og ákefð líkt og ég gerði. Ég hef sýnt fleirum þennan gríðarlega töff hlut í kjötheimum, en mér fannst nú komin tími á að deila gleðinni í netheimum.

Það er lagið Goodbye Horses með Q Lazzarus sem naut gríðarlega vinsælda árið 1988. Q Lazzarus er bona fíde one-hit-wonder, því Goodbye Horses er eina lagið sem þessi söngkona gerði og græddi eflaust töluvert á. Þetta lag var notað í kvikmyndinni Married to the Mob. En flest allir - sem á annað borð vita eitthvað - ættu muna eftir því í einu mjög sérstæðu atriði frá einum besta þriller sem gerð hefur verið, en það er þegar Buffalo Bill, klæddur einungis í silkislopp, setur á sig höfuðleður af ljóshærðri konu, málar sig og á endanum stingur typpinu á milli lærana á sér og pósar fyrir framan myndatökuvél, á meðan er ung, þrekin kona föst í brunni að reyna króa litla púðluhundinn hans Bill með fötu, kjúklingabein og spotta. Auðvitað er þetta atriði úr Silence of the Lambs.

Jafnvel þá - þrátt fyrir þennan perralega óhugnað - fannst mér lagið vera frekar heillandi. En það var ekki fyrren mörgum, mörgum árum seinna að mér gafst alminilegt tækifæri á að hlusta á lagið, og ég hef sko aldeilis hlustað á það. Að þetta hafi verið vinsæll slagari árið 1988 kemur mér eiginlega ekkert á óvart, enda er þetta eitt besta lag sem ég hef á ævi minn heyrt og verður spilað grimmt á komandi árum við öll tækifæri - afmæli, jarðafarir, heimstyrjöld, dansiball - þetta lag passar við allt.

Annað lag sem kemst mjög nálægt þeirri snilld sem Goodbye Horses er er lagið The Chauffeur með Duran Duran.

En… ég hlusta sko ennþá á metal skoh…

One Comment

  1. Hehe, “meatspace” NOO8LE3TTZ!!!!

    Married to the Mob er stórkostleg mynd!

    fimmtudagur, júní 4, 2009 at 00:48 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*