Skip to content

Hinn gullni skyndibitahringur

Ég tel það sé mál til komið að benda forvitnum á hvaða þrír staðir á artífartísvæði Reykjavíks bjóða uppá óneitanlega ljúffenga og vandaða skyndibita. Fari MakkDónalds í rassgat, fokk Dómínós og éttu skít Ká Eff Sjé. Ef þú ert í stuði fyrir alminilegt ruslfæði þá eru þrír staðir sem eru óumdeilanleg mun betri en fyrrtalið sjitt. Staðir þar sem lagður er metnaður í skyndibitann og ekki sé minnst á mun betri þjónustu en þú gæti nokkurn tíman átt von á hjá bólugröfnum únglíngum er vinna á andlitslausum stórfyrirtækjum. Þessir dýrgripir eru eftirtaldir:

1. Pizza King, Hafnarstræti 18, 101 Rvk.

Á Pizza King fást, án nokkurs efa, bestu pizzurnar á landinu - og ég hef etið pizzur víða. Botninn er alltaf passlega þunnur, kröstið hæfilega mikið, sósan akkúrat, osturinn er hárnákvæmur, næstum á skammtafræðilegum skala og svo er temmilega nóg magn af áleggi skellt á.

Að lokum er þetta bakað af tærri snilld og útkoman er alltaf algjört lostæti. Svo geturðu kryddað þínar pizzur á staðnum með oregano, svörtum pipar eða chilli-kryddi, jafnel dreift smá parmesan og hellt heimagerðri hvílauksolíu og/eða sterkri sósu yfir bökuna.

Þarna er tilboð á 10″ pizzu með þremur áleggstegundum alla daga frá klukkan 09-00 á 1200 kall og ísköld kók í stórri dós fylgir með. Þetta mætti vissulega vera 200-300 krónum ódýrara, en það kemur svosum ekki að sök þar sem þú færð “your money´s worth”.

Þú getur auðvitað tekið pizzuna með eða etið hana á staðnum - sem ég geri nær alltaf. Tyllt þér við gluggan á niðurskrúfaðan koll og flett í gegnum einhver blöð sem eru eiginlega alltaf á staðnum, hvort sem það er Grapevine eða Fréttablaðið, jafnvel bara kjamsað á flatbökunni og notið útsýnisins.

2. Söluturninn Drekinn, Njálsgötu 23, 101 Rvk.

Drekinn er algjör gullmoli er kemur að skyndibitafæði. Þarna eru þeir með samloku-, hamborgara- og pítutilboð alla daga, með fylgir franskar, sósa og gos í hálfslítersdós af eigin vali. Öll tilboðin eru um eða undir 1000 krónur. Píturnar finnst mér vera ansi góðar. 

Þetta er gríðarlega stónerfrendlí sjoppa að auki en - fyrir utan að þarna sé hægt að kaupa pappír og filtera til að gera skrítnar sígarettur - þá er staðurinn dálítið í minni kantinum, en samt er ótrúlega kammó andrúmsloft á staðnum. Getur valsað þarna inn bólufreðinn, fengið þér skynidbita, leigt þér vídjó og verslað snarl fyrir smjöttuna.  En þó það sé sæmilega stöðug traffík á staðinn þá er aldrei troðið eða langt í afgreiðslu.

Toppstaður.

3. Vitabar veitingahús, Bergþórugötu 21, 101 Rvk.

Creme de la creme hamborgarans er á Vitabar. Þessi staður ætti að vera - ef hann er það ekki nú þegar - goðsagnakenndur fyrir ljúffenga hamborgara og lúxus franskar. Þarna er alltaf tilboð á 90 gramma ostbúrger, franskar, sósa og kók á rúmlega 1000 krónur. En þú getur einnig fengið 140 gramma gráðostaborgara með beikoni, eggi og fleira ef þú vilt - það kostar bara meira. En ekki bara það, þá geturðu einnig gert dælt við þig og fengið þér unaðslega nautasteik með annaðhvort frönskum eða kartöflubátum, sósu af eigin vali (pipar eða bernes) og stóran bjór með á 1500 kall eða svo.

Andrúmsloftið er einsog draumur. Klassískt bar-útlit. Dökkbrún viðarpanel, dökkgrænir veggir, um 10 fjögra sæta borð sem myndar L eftir veggnum, lítil og notaleg salerni og - ef þú ert heppin - afgreiðslukona sem virðist hafa unnið á staðnum í 35 ár. Einnig er hægt að sitja til hliðar við barinn, en þrír barkollar eru á boðstólnum.

Var ég búinn að minnast á bjórinn? Já? Nei? Kannski? Þarna er hægt að fá sér svellkaldan bjór!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*