Skip to content

Sjúkraliðabraut

Jæja, þá er það taka tvö í sjúkraliðanám hjá FÁ. En yðar einlægur mun hefja nám, samhliða vinnu, þann 25. ágúst nk. Málið er þó ekki svo einfalt að ég geti tekið allt í fjarnámi, ég þarf nefnilega að mæta í tíma þrjá daga vikunar frá átta til ellefu.

Ég og skipulag erum ekki sérlega góðir vinir - hvað þá ég og fjármál - svo ég hef mikið verið að spegúlera hvernig ég á eftir að láta þetta ganga upp, þ.e. að vinna á Fellsenda - sem er rúmlega 130 kílómetrum í burtu frá FÁ - og mæta í kennslustundir.

En þetta reddast einsog allt annað.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*