Skip to content

Sósulestin

Nú spretta þeir upp; sjáendurnir, miðlarnir, “næma” fólkið og aðrir geðsjúklingar með göfgiþrá, að spá fyrir ýmsum slæmum hlutum og strá hræðslu í huga trúgjarns fólks. Aðrir gamlir geðsjúklingar láta á sig bera, einsog t.d. Þórhallur miðill með sjónvarpsþátt á SkjáEinum.

Einn geðsjúklingur þar sem ég vinn hafði við mig orð fyrir ekki svo margt löngu er viðkomandi sagði “Af hverju er fólk einsog ég, sem erum ofurnæm, alltaf stimpluð sem geðsjúklingar?” Þessi einstaklingur telur sig sjá í framtíðina og getað lesið hugsanir, svona meðal annars. Það tók smá á að halda aftur af mér við að segja “Því þið eruð það” en ég brosti í annað og stundi lágt “Æi, ég veit það ekki.”

Ástþór Magnússon hélt því fram að hryðjuverk yrði framið á einhverri Icelandair-flugvél. Hann var kærður fyrir það. Af hverju er þessi Lára ekki kærð líka?

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*