Skip to content

Glæpsamlega góðir tímar

Búið er að plægja jörðina, sá fræjunum og uppskeran er í þann mund að fara hefjast fyrir alveg hreint unaðslegar fréttir um meiri þjófnað, fleiri ránum, meira blóð og fleiri morð sem má rekja til ósvífna glæpona, handrukkara og smáfelóna er jafnvel munu gerast svo fræknir að koma sér á forsíðu Séð&heyrt.

Búið er að plægja jörðina með ósanngjörnum vímuefna- og hórdómslögum, fjármagns- og bankakreppu, harkalegum lögregluaðgerðum í byrjun árs og yfirfullum fangelsum. Fræin eru náttúrulega niðurskurður hjá lögreglunni, rúið traust bankana, vaxandi vandamál einstaklinga og heimila og auðvitað hækkandi áfengis- og tóbaksverð. Uppskeran má til að mynda sjá á þessum fjórum ungmennum sem voru handteknir fyrir stórfelld fjársvik og meira er alveg pottþétt á leiðinni.

Þetta verður enginn síðsumars-Þykkvabæjar-katastrófía, onei, framundan er algjör gourmetgósentíð glæpa- og fjölmiðlamanna, ekki sé minnst á skammarlegt getuleysi stjórnvalda til að stemma stigu við komandi tíma og koma með lausnir sem gætu skipt verulega sköpun fyrir fólkið í landinu.

Það hefur heyrst hvíslað “lögleiðing” og “afglæpun” - en fokkðatt í lögulegt en ólöglegt hórurassgat! Ég vil fá að sjá einhvern alvöru glæpon! Mafíósa! Subbulega snyrtilegan sækópata, skíthæl og sjentilmenni sem talar einsog Christopher Walkens, nema á Íslenzku! Litháeska, Pólska og Rússneska mafían, Vítisenglar, ribbaldar, bandítar og bófar hvaðanæva úr heiminum (og héðan líka) gætu séð þetta sem fyrirheitna landið. Bara Eden eftir bannfæringuna.

Mmmmm… þetta verða alveg hreint glæpsamlega góðir tímar.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*