Skip to content

Tæknivæddur nútímamaður í ástarsambandi við Internetið

Ég gerðist svo kræfur að fá mér fartölvu að gerðinni Lenovo G530 á 85þ kjeddl hjá BéTé í Skeifunni. Í marga mánuði hefur ég fundið fyrir því sem limalausir einstaklingar ættu að kannast lítillega við, þ.e. draugaútlim. Það bara sárlega vantaði eitthvað í mitt stórbrotna líf og nú er líf mitt loksins fullkomnað. Ég er búinn að ígræða í mig tölvu - eða því sem næst.

Þvílíkur léttir, þvílíkur unaður. Ó, vei! Ó, gvöööð!

Nú er bara næst á stefnuskránni að fá sér svotilkallaðan netpúng hjá Símanum svo ég verði nú alminilega tækni- og netvæddur.

Þá mun mér líða einsog ofurmenni.

One Comment

  1. Guðný Svavarsdóttir wrote:

    Innilegar hamingjóskir með þetta kallinn minn

    laugardagur, september 12, 2009 at 16:32 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*