Skip to content

Varið ykkur á 3G netlykli Símans, Vodafone og NOVA!

Ég vill byrja á að koma því á framfæri að ég gæti hafa verið óttalegur bjáni að hafa skrifað undir sex mánaða bindissamning við Símann fyrir 3g netlykli. Mér fannst þetta samt á sínum tíma - rúmum mánuði síðan - fínt tilboð. Ég ákvað semsagt að taka við netlyklinum frá símanum, taka við tilboði 2 og borga rúmlega 3000 krónur á mánuði fyrir - það sem ég hélt - væri 7 gígabæta niðurhal.

Svo kemur annað á daginn. Þeir rukka ekki fyrir niðurhalið eingöngu, þeir rukka fyrir allt gagnamagn. Semsagt það sem er öpplódað og dánlódað. Ég nefnilega hef alltaf passað mig á því hversu mikið ég niðurhala en hef ekki þurft ástæðu til að passa það hversu mikið er upphalað - enda engin ástæða til. Því ég hef nú alltaf haldið að það skipti engu máli.

Til að gera meðallanga sögu stutta þá hef ég niðurhalað fyrir sem samsvarar 4.37gb en upphalað fyrir 19.64gb. Enda er maður með t.d. torrent í gangi til að ná í eitthvað löglegt. Síminn rukkar - eða öllu heldur - sektar 2 krónur fyrir hvert mb umfram því sem maður niður/upphalar og viti menn, ég fæ reikning uppá 55 þúsund krónur!

Hringt er í mig í dag til að láta mig vita. En Síminn - eins góðhjartað sálarlausa stórfyrirtæki sem það er - í sinni einlægslega kærleika, er tilbúið að lækka reikninginn í 10.000 kall og setja mig á tilboð 3, sem þýðir að ég borgi 4000 krónur á mánuði.

Ég spyr: Er þetta eðlilegt?

Ég hef - mér vitanlega - aldrei heyrt um það að manni sé refsað fyrir það sem aðrir ná í í tölvunni minni. Þetta svipar til þess að maður þurfi að borga fyrir SMSinn sem aðrir senda manni. Algjörlega fáránlegt! Þorir maður að segja siðlaust.

Nú bíð ég eftir símtali frá Símanum til að útskýra hvernig á þessu gengur.

14 Comments

 1. Matti wrote:

  > “væri 7 gígabæta niðurhal.”

  Það hélt ég líka en tala þau ekki um “gagnamagn”. Ansi undirförult.

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 14:06 | Permalink
 2. Athugaði hjá Vodafone. Þeir rukka fyrir ss. sameiginlegt gagnamagnsflutninga, upp og niður.

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 14:27 | Permalink
 3. Hef athugað hjá NOVA líka og það er nákvæmlega sama.

  Hin hátæknilega útskýring er á þessa leið:

  Svona er bara 3g-kerfið.

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 14:32 | Permalink
 4. Gera ekki greinarmun á gagnamagninu en geta samt gert greinarmun á því hvað maður upphalar og niðurhalar.

  Því “3g-kerfið er nefnilega svo öðruvísi.”

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 14:42 | Permalink
 5. Í tilefni af því að Dr. Gunni vakti athygli á þessu vill ég aðeins bæta við:

  Ókei. Nær allir starfsmenn sem ég ræddi við hjá þessum símfyrirtækjum fannst þetta vera frekar óréttlát og fáránlegt. Þessi fyrirtæki geta gert greinarmun á þessu en gera það ekki því að “3g kerfið er svo öðruvísi.”

  Ég er nefnilega ADSL-vanur maður. Þegar ég sá þetta tilboð ályktaði ég - einsog ég hef áður nefnt - að þetta væri fyrir niðurhal. Ég var ekki að lesa lengra en það.

  Það sem mér finnst vera frekar skítlegt er að starfsmaður í þjálfun og sú sem var að fylgjast með henni gátu ekki gefið sér tíma og útskýrt fyrir mér að hér væri um að ræða allt gagnamagn. Kannski var það af ásetningi, kannski búast þau við að allir neytendur og tilvonandi neytendur séu afskaplega upplýstir um þetta.

  En ég legg til starfsmanna Símans, Vodafone og NOVA að útskýra gaumgæfilega fyrir tilvonandi þjónustuþolendur 3g að með gagnamagni er átt við bæði upphal og niðurhal. Ellegar að þessi fyrirtæki breyti þessu hið snarasta og rukki eingöngu fyrir því sem er niðurhalað, því þessi fyrirtæki geta ALVEG gert greinarmun á þessu tvennu.

  Einn starfsmaður (man ekki hjá hvaða fyrirtæki) sagði að nú væri verið fara rukka glás af fólki fyrir akkúrat þennan bjánaskap.

  Er verið að græða á kjánaskap einstaklinga einsog mér í kreppunni?

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 15:36 | Permalink
 6. TómasHa wrote:

  Er þá ekki málið að fjárfesta bara í 3G-frelsi? Annars voru Nova, veit ekki hvort það hefur breyst með 5GB þak. Var amk. gott að vita að maður gat ekki farið upp fyrir það.

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 20:17 | Permalink
 7. Jónas wrote:

  Það er í raun ekki verið að kaupa gagnamagnið í 3G þjónustunni heldur bandvíddina. Það fer jafn mikið af henni við að senda og sækja og mun skárra fyrir notendann að mæla traffík heldur en það væri tímamæling á henni. Ef margir í sama hverfi geta verið að uploada torrentum ótakmarkað þá kæmust hinir ekkert á netið. Mér finnst þetta eiginlega bara mjög flott tilboð hjá símanum að bjóða þessa lækkun.

  fimmtudagur, október 8, 2009 at 20:52 | Permalink
 8. Einar Jón wrote:

  Er ekkert þak á reikningunum? Mér finnst það helvíti skítt að borga meira en fimmtánfalt mánaðargjaldið í umframnotkun…

  Þeir ættu að minnsta kosti að vara þig við þegar þú ert kominn fram yfir (og jafnvel loka á þig ef viðbót er orðin jafn dýr og áskriftin - þú myndir þá alla vega vita af því).
  Það kostar þá nánast ekkert að senda sjálfvirkan póst/SMS um leið og þú ert búinn með skammtinn þinn.

  föstudagur, október 9, 2009 at 07:41 | Permalink
 9. Einmitt. Þeir senda nú sjálfkrafa sms varðandi GSM-notkun í hverri viku.

  föstudagur, október 9, 2009 at 13:30 | Permalink
 10. Júlli wrote:

  ÉG HAAAAAAATA SÍMANN! og strumpa

  föstudagur, október 9, 2009 at 14:33 | Permalink
 11. Daníel wrote:

  Nú sé ég ekki betur en að þarna sé verið að tvírukka fyrir þetta gagnamagn, þ.e. þú ert að borga bæði fyrir það sem þú hleður niður og eins það sem aðrir hlaða upp af þinni tölvu. Þeir notendur þurfa væntanlega líka að borga bæði fyrir upp og niðurhal, s.s. Síminn (og líklega öll önnur símafyrirtæki) eru þvi samkvæmt þessu að rukka tvisvar fyrir alla gagnaflutninga. Ágætis siðferði það!

  mánudagur, október 12, 2009 at 08:45 | Permalink
 12. Jæja. Fékk símtal rétt í þessu frá Guðmundi Jóhannssyni sem starfar hjá Símanum og hann bauð mér samning. Hann útskýrði ögn betur hvernig 3g virkar. Þó hef ég þegar fengið útskýringirnar annarsstaðar frá og ég er svosum sæmilega sáttur við þær - en finnst ennþá verulega asnalegt að það þurfi að borga fyrir upload.

  Ögn tæknilegri útskýringinn er svona - umorðað af mér: 3g er svo öðruvísi. Þetta er bara ein lína en ADSL er með tvær línur. (en samt getum við séð hversu mikið þú upphalar og hversu mikið þú niðurhalar, en þrátt fyrir það er þetta eitt. Þríeitt tækniundur.)

  Ég vísa í hugleiðingu Daníels hér fyrir ofan mig.

  Annars hljóðar samningurinn svo: Ég hef kost á því að rifta þessum bindissamningi hvenær sem er án nokkurrar skuldbindinga. En ég þarf samt að borga þennan tíuþúsund kall. Ég sagðist ætla hugsa málið.

  Maður er náttúrulega líka óttalegur nirfill á þessum athyglisverðu tímum, sérstaklega þar sem maður sefur ekki á sæg af seðlum akkúrat í augnablikinu og það mun líklegast ekkert breytast á næstu áratugum.

  mánudagur, október 12, 2009 at 14:57 | Permalink
 13. Róbert wrote:

  Hvaða aðra valkosti hefur þú en að taka þessu góða tilboði Símans? Ég veit ekki betur en að innbyggður hugbúnaður tengilsins fylgir með gagnamagnsnotkun og getur aðvarað ef það er orðið fullnýtt.

  þriðjudagur, október 20, 2009 at 18:04 | Permalink
 14. Sem hann gerði ekki.

  Annars bendi ég bara á 3. og síðasta kaflan í þessu feiknarlega spennandi 3g-ævintýri.

  þriðjudagur, október 20, 2009 at 20:39 | Permalink

2 Trackbacks/Pingbacks

 1. æBlogDodd / Ögn meira um 3G on þriðjudagur, október 13, 2009 at 14:01

  [...] birti gremjulegt blogg um daginn sem orsakaðis af meinsemdum net- og kjötheima, auk smá bjánaskap í mér með vott af leti og að lokum dálítið undirförlar auglýsingar og [...]

 2. æBlogDodd / Skilinn við Símann on miðvikudagur, mars 10, 2010 at 18:41

  [...] VARIÐ YKKUR Á 3G NETLYKLI SÍMANS, VODAFONE OG NOVA! II. ÖGN MEIRA UM 3G III. 3G III: ÞRÍR [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*