Skip to content

Ögn meira um 3G

Ég birti gremjulegt blogg um daginn sem orsakaðis af meinsemdum net- og kjötheima, auk smá bjánaskap í mér með vott af leti og að lokum dálítið undirförlar auglýsingar og sæmilega óupplýst starfsfólk hjá símfyrirtækjum. Í stuttu máli var sú færsla á þessa leið: Skrifaði upp á sex mánaða bindissamning við Símann fyrir 3g netlykill eftir að ég sá auglýsingu frá Símanum varðandi það tilboð, þurfti bara að borga fyrir áskriftina en ekki netlykillinn sjálfan. Skráði mig á tilboð 2 sem hljómaði á þessa leið: 2990 krónur með sjö gígabæt í inniföldu gagnamagni með hraða allt uppað 3megabit á sekúndu. Umfram magn á gagnamagni eru 2 krónur á hvert megabit. Ég dánlódaði um 4 og hálfu gígabæti (ca. 3 kvikmyndir plús klám). 20 gígabæt öpplódað (98% af því í gegnum uTorrent og svo restin var tussan hennar Auðar Eir). Tímabilið hófst þann 10. september til dagsins í dag.

Orðið er: Gagnamagn.

Ég fékk reikning inná netbankan minn sem hljóðaði uppá 55 þúsund krónur þann 6. október. Þann 7 október er hringt í mig frá Símanum, þar kynnir kona sig með nafninu Ásta Ingólfsdóttir (minnir mig). Er manneskjan tilkynnti hvaðan hún hringdi brást ég hálffruntalega við með því að spurja “Ah, ætlar þú að útskýra fyrir mér hvernig stendur á því að ég fékk 55 þúsund króna reikning frá ykkur?” Og mér leið einsog ég hafi náð að véla fram skugga af dökkum skýjabólstrum yfir Ástu. Hún sagði mér að þetta væri útaf 3g netlyklinum. “Nú? Ég veit ekki betur en ég hafi alltaf passað hvað ég hef dánlódað.”

“Já, en hér kemur fram að þú hefur farið umfram gagnamagni um 20 gígabæt.” Þá varð ég hvumsa og tjáði það með orðum. “En, við erum tilbúin að lækka reikninginn niður í 10 þúsund krónur.” Ég brást með háði við þessu tilboði “Það er nú aldeilis rausnarlegt af ykkur. Ég skal þiggja það, en ég ætla þó að athuga þetta betur”

Svo athugaði ég upplýsingarnar sem hægt var að nálgast á þar tilgerðu forriti sem fylgdi netlyklinum og staðfesti bara það sem ég vissi þegar. Download fjögur og hálft gígabæt. Upload tæplega 20 gígabæt. Og var verið að sekta mig fyrir það?! Ég var, satt best að segja, afskaplega undrandi.

Ég hringdi í öll símfyrirtæki sem buðu uppá netlykilinn og þetta var bara það nákvæmlega sama á teningum hjá þeim. Fyrir utan þennan vetvang, þá vakti ég athygli á þessu á umræðuvefnum Töflunni - sem ég stunda ansi grimmt og baunaði þessu að Dr. Gunna sem svo setti það á okursíðuna.

Þann 12. október hringdi svo Síminn aftur í símann minn og á hinni línu var ungur maður að nafni Guðmundur Jóhannsson. Hann var með tilboð til að viðra fyrir mig. Honum hafði verið bent á bloggfærsluna og lesið hana og skilið gremju mína og pirring. “Mikill er máttur bloggsins” sagði hann og ég hló með honum.

Guðmundur þessi hljómaði einsog skýr sómadrengur. Hann útskýrði 3G-kerfið ögn betur. Ég er ekki góður í að vitna beint frá minni svo ég umorða útskýringuna: 3g er svo öðruvísi. Þetta er bara ein lína en ADSL er með tvær línur. (en samt getum við séð hversu mikið þú upphalar og hversu mikið þú niðurhalar, en þrátt fyrir það er þetta eitt. Þríeitt tækniundur). Semsagt gögnin sem þú upphalar og niðurhalar fara eftir sömu bandvídd.

Útskýringinn er náttúrulega einfölduð og Guðmundur útskýrði þetta nú betur en svo. Hann tók undir það að það hefði verið ágætt af starfsfólki Símans að útskýra fyrir manni með gagnamagnið í ljósi þess að búið er að ADSL-væða landsmenn. Einnig má benda á athugasemd Daníels í fyrri færslunni:

Nú sé ég ekki betur en að þarna sé verið að tvírukka fyrir þetta gagnamagn, þ.e. þú ert að borga bæði fyrir það sem þú hleður niður og eins það sem aðrir hlaða upp af þinni tölvu. Þeir notendur þurfa væntanlega líka að borga bæði fyrir upp og niðurhal, s.s. Síminn (og líklega öll önnur símafyrirtæki) eru þvi samkvæmt þessu að rukka tvisvar fyrir alla gagnaflutninga.

Tilboðið sem hann viðraði fyrir mér er á þessa leið: Ég hef kost á því að rifta þessum bindissamningi hvenær sem er án nokkurrar skuldbindinga. Bara að mæta í Símann og skila netlyklinum, en ég þarf samt að borga þennan tíuþúsund kall.

Ég sagðist ætla hugsa málið.

Og ég hef hugsað málið. Kýs að viðra það hér og hringja svo í Símann á morgun. Ég ætla að reyna á mátt bloggsins einu sinni enn.

Hvernig væri a) að ég borgi bara þennan 2990 krónur, einsog upprunalegi díllinn var og haldi bindissamningnum og borga svo mánaðarlega áskrift 3 í þann tíma, eða b) að ég borgi þennan tíuþúsund kall og símreikninginn í næsta mánuði og flyt svo öll mín viðskipti í eitthvert annað símfyrirtæki með hentugra tilboð sem hentar fjáraumum manni einsog mér sem innihéldi bæði GSM og netlykill á kannski… tja, viðráðanlegu verði. Vill einhver gera mér tilboð?

Svo einn spurning frá nemanda í viðskiptaháskólanum í Bifröst:

Hefuru ath hvað póst og fjarskiptastofnun hefur að segja um þetta? Netfyrirtækin þurfa heimild frá þeirri stofnun til að geta rukkað fyrir þetta.

3 Comments

 1. Það er afskaplega bjánalegt að nota torrent á 3G neti, sérstaklega í ljósi þess að það virkar ekki almennilega, enda frekar vont að uploda á því. Enda eru allir 3G notendur á staðnets ip tölum, en það þýðir ekki er nein public IP tala á notendan útá internetið.

  Ef þú vilt standa í að nota torrent, þá mæli ég með ADSL eða svipuðum tenginum.

  Það er ekki bara á Íslandi sem er rukkað fyrir niðurhal og upphal. Þetta er líka gert erlendis.

  http://www.dslreports.com/shownews/Mythbusters-Savage-The-Latest-Socked-With-Huge-3G-Bill-103147

  3G er ekki sniðugt sem stórgagnatengin, einfaldlega af þeirri ástæðu að símafyrirtækin bjóða ekki uppá slíkan möguleika í 3G.

  3G á þó að nota sem háhraðatenginu hjá bændum á Íslandi. Ég vona bara að gagnamagnið verði lagað, þannig að bændur lendi ekki með stóra netreikninga vegna unglinga heimilisins.

  þriðjudagur, október 13, 2009 at 15:31 | Permalink
 2. Hlynur wrote:

  Jón : Reyndar fá þessir bændur öðruvísi 3G tengingar en eru í boði, niðurgreiddar af ríkinu. Held að áskriftirnar þar séu nærri ADSL tengingum en 3G tengingum sem almennt eru í boði.

  þriðjudagur, október 13, 2009 at 20:09 | Permalink
 3. EJ wrote:

  Til gamans má geta að ég er með 3G tengingu með ótakmörkuðu niðurhali. Kostar 199 sænskar krónur enda bý ég í Svíþjóð.

  miðvikudagur, október 14, 2009 at 19:12 | Permalink

One Trackback/Pingback

 1. æBlogDodd / 3G III: Þrír Guðmundar on sunnudagur, október 18, 2009 at 12:03

  [...] Fór á fimmtudaginn var í skrifstofur Símans og spurði um Guðmund Jóhannsson. Kom þá ljós að hjá Símanum starfa þrír Guðmundar Jóhannssynir. [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*