Skip to content

Mínar verstu martraðir

Mig á það til að dreyma og stundum dreymir mig alveg hræðilega drauma, svo hræðilega að ég tek um munninn á mér þegar ég vakna og andvarpa af þvílíkum létti að allur dagurinn verður umsvifalaust frábær sama hvað bjátar á. Ég er ennþá með tennurnar mínar. Ja, svona að mestu, vantar einn jaxl.

En tennur sem rotna og grotna eru án efa verstu mögulegu martraðir sem ég get fengið. Ég er að tala um þegar ég bryð tennurnar í sundur óafvitnandi, er að éta mat og jaxlarnir byrja að mölna, að ég kyngi óvart heilu tanngörðunum eða, sem er eitt það allra ógeðslegasta sem mig hefur dreymt, er að einkennileg brún kristalhúð myndast utanum um glerunginn og þegar ég rétt pota í það brotna þær.

Mig dreymir þetta ansi reglulega og þar af leiðandi bursta ég reglulega í mér tennurnar. Viðurkenni að ég mætti fara betur með stellið, en ég er bara af þeirri kynslóð þar sem strákhvolpar einsog ég vildu bara fá gervitennur - því það var svo fyndið.

Að vera hundeltur af risaeðlu og þurfa að upplifa það að vera étin í nokkrar mínútur er bara veisla miðað við það að missa tennurnar.

Þ.e.a.s. í draumi.

One Comment

  1. Alexandra wrote:

    Ahh, ég fæ svona martraðir líka… mjög oft. Oftast læsist kjálkinn minn þannig ég byrja að panikka og reyni að opna munnin en þar sem kjálkinn minn er læstur endar það alltaf með því að ég er með lokaðan munn fullan af brotnum tönnum.

    mánudagur, október 19, 2009 at 03:36 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*