Skip to content

Guð blessi Ísland er drasl

Fór á heimildarmyndina Guð blessi Ísland í kvöld og það verður bara að segjast að sem heimildarmynd þá er hún óttalegt drasl. Fyrir utan myndatöku, klippingu og afskaplega dramatíska tónlist, þá virðist vanta nánast allt í hana; dagsetningar, staðsetningar, upplýsingar, útskýringar og nöfn á viðmælendum.

Hvernig í andskotanum á þessi mynd að útskýra fyrir erlendum áhorfendum þá atburði sem áttu sér stað hér fyrir ári síðan? Sem upprifjun á atburðum er leiddu til stjórnarslita með þrúgandi tónlist frá Hilmi Erni Hilmarssyni, sem slík, er hún “ágæt”. Það er ef þú ert borin og barnfæddur hér og fylgdist með gangi mála.

Það var einsog myndin væri bara alltaf að byrja og virkaði einsog fyrsta uppkast, versjon 0.47 af heimildarmynd um kreppuna. Ekkert nýtt kom fram í henni sem maður vissi ekki þegar og maður fékk að sjá inní heimili hjá mótmælendunum Sturlu og Evu, auk þess að vita að sonur hans Geir Jóns er voða trúaður og góður löggukjeelll. Eina fólkið sem sagði eitthvað sæmilega af viti voru sjóarnir sem voru að gera við netin.

Bjarni, Jón Ásgeir, Björgólfur Thor og Geir sögðu nákvæmlega ekkert sem var eitthvað gríðarlega upplýsandi og þessar áhyggjur þeirra - allavega Jóns - að hafa sagt eitthvað sem viðkomandi vildi ekki sagt hafa hefði bara getað komið frá fólki sem var eflaust drullufullt og útúrspíttað og ekki munað eftir viðtalinu. Það er hægt að draga saman allt sem þeir sögðu með eftirfarandi málsgrein:

Peningar, já, ég vinn með svoleiðis. Tölur á blaði. Verkfæri sem á að sá og rækta og horfa á vaxa, annars deyr það. Eða eitthvað. Og kreppa? Rosalegt. Kyngimagnað alveg hreint. Aldeilis, seisei. Ég er með æxli.

Ekkert bitastætt, ekkert merkilegt. Bara tímasóun og spandering á tólfhundruð krónum sem ég hefði frekar átt að eyða í bjór á Celtic Cross og ég hefði eflaust skemmt mér betur og fengið frekari upplýsingar varðandi fjármálalífið með að stara á einhvern handahófskenndum róna fyrir framan Stjórnarráðið liggjandi í sinni eigin ælu og saur. Sem þessi mynd er.

Þetta er bara óttalegt rúnk með engu brundi. Líkt og kauði hafi gjörsamlega tæmt sig við að fróa sér eftir hvert viðtal og kömmar bara lofti.

Drasl!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*