Skip to content

Snæbjörn Steingrímsson er ímyndunarveikur gróðapúngur

Ég held í alvöru að Snæbjörn eigi eitthvað bágt með að leggja saman tvo og tvo. Þegar fyrsti þátturinn af Fangavaktinni var settur á netið og hlaðað niður af þúsundum einstaklinga þá gjammaði þessi vanviti um það að framleiðendur væru beinlínis að tapa á þessu niðurhali og nú ætlaði sko Smá-Ís að sýna þessum glæpamönnum hvar Maó keypti ölið, og í einkennilegri bræði sinni lýsti hann því yfir að hann ætlaði að kæra fólk - af handahófi - fyrir þennan stórkostlega þjófnað.

Bíddu. Halló?! Hverskonar tegund af steik er þessi maður?

Ég veit ekki betur en að Nætur- og Dagvaktin séu með söluhæstu innlendu mynddiskum síðari ára. Sú staðreynd sannar það að framleiðendur eru ekkert að tapa á þessu niðurhali. Langt í frá. Og þeir þættir voru nú niðurhalaðir líka af þúsundum einstaklinga en mynddiskarnir - og nú vona ég að ég sé ekki fara með eitthvað fleipur - seldust eflaust í tugþúsundum. Hvar er tapið?

Ef framleiðendurnir hefðu tapað á því tiltekna niðurhali - einsog þessi meðalgreindi mannapi hélt fram þá og heldur fram nú - þá hefði ekki verið haldið áfram með framleiðslu þáttana. Þeir eru - án efa - að stórgræða á þessum þáttum! Veit ekki betur en að það á að hefja sýningar (eða byrjað á því) á þessum þáttum á hinum ýmsu sjónvarpsstöðum annarsstaðar á Norðurlöndunum. Svo eru víst fregnir um áhugasama einstaklinga hjá Bandarískum sjónvarpsstöðum um að endurgera þessa þætti þar. Hvar er tapið?

Hvaða rosalega tap  er þessi maður að tala um? Þetta rosalega tap er ekkert annað en ímyndað tap sem er unnið útfrá einhverskonar síðvúdú-hagfræði-kenningum sem er aðeins hægt að finna í vænissjúka kollinum á þessum geðbilaða manni. Auk alvarlegra ranghugmynda er hann með afskaplega alvarleg einkenni af internetfóbíu og allt sem viðkemur nútíma tækni. Það var eflaust hann sem kom með þá brjálæðislegu ákvörðun á sínum tíma að gefa Fóstbræður EKKI út á DVD, frekar á VHS, því DVD var bara eikker tískubóla skilurru sem mundi bra hverfa sko.

En ef ekki, þá breytir því ekki að þessi maður er fáviti og ætti að vera rekinn. Aðeins extrím nöttkeis mundi láta sér detta það í hug að draga einhverjar ip-tölur úr potti og fara kæra handahófskennt fólk fyrir að niðurhala þætti úr þáttaröð sem var ekki einu sinni búinn og varla byrjuð - hvernig veit hann t.d. að allt þetta fólk er ekki bara með Stöð 2 en er að vinna vaktavinnu? Hann ætti að skella á sig múl áður en hann tjáir sig aftur í fjölmiðla og fokking hugsa sinn gang, hefur hann spáð í vinnunni og fjármagnið sem fer í svona aðgerðir einsog hann stingur uppá? Snæbjörn! Það er alveg gríðarleg vinna og fjármagn sem fer í svona aðgerðir, bara svona ef ske kynni að þú rekist á þessa færslu.

Fangavaktin á eftir að rokseljast þegar það kemur út á DVD, rétt einsog hinar tvær þáttaraðirnar. Og Bjarnfreðarson á hugsanlega eftir að vera ein vinsælasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið.

Snæbjörn, ef það vill svo heppilega til að þú sért að lesa þetta; skammastu þín og stingdu kúpunni uppí rassgatið á þér og vertu þar með þinn illa greidda skíthaus!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*