Skip to content

Bjarni Haukur Þórsson er ófyndinn aulabárður

Ég held það sé lítið við leikarana að sakast í þessum íslensku “klemmu”-gamanþáttum Marteinn - fyrir utan kannski Góa biskupsson sem greinilega lét glepjast af fagurgala leikstjóra og handritshöfund um að eftirherman hans af Indverja (eða Pakistana, eða afskaplega vafasöm túlkum á Kínverja) væri alveg “gríðarlega fyndið” og - miður fyrir trúverðugleika hans sem leikara - trúði því. Það hlutverk eitt og sér ætti að taka af allan vafa um að hér er á ferðinni afskaplega misheppnað íslenskt sjónvarpsefni sem mun ekki einu sinni eiga lífdaga á DVD, hvað þá VHS.

Afsakið að ég sletti, en kommðefokkonn?! Af hverju fengu þeir ekki alvöru útlending til að leika útlending. Þetta er eitthvað svo fyrir neðan allar hellur! Hvað næst? Tómas Lemarquis að leika negra? Af hverju túlkaði Gói ekki þennan bréfbera frekar einsog slefandi retarður? Ó, er Jói vinur hans kannski búinn að gera það í Fangavaktinni, þar sem hann lék einmitt retarð? Æ, æ.

En, einsog ég segi, það er lítið við leikarana að sakast, fyrir utan hvað þau eru léleg að leika. Aðal-illmennið í þessum ömurlega gamanleik er Bjarni Haukur Þórsson. Þessi maður - ef marka má Martein - hefur ekki hundsvit á húmor, hvað þá - einsog gefið er til kynna - amerískum sit-com-þáttum. En því var slengt fram að þessir þættir eru gerðir í þeim anda.

Af þessum tveim þáttum sem ég hef séð þá hef ég ekki einu sinni hlegið, varla flissað og þegar ég fer að hugsa nánar útí það, þá hreyfðust ekki munnvikin á mér nema kannski þegar ég sagði “Hvern andskotan er verið að bjóða fólki uppá?” eða “Djísús fokking kræst, á þetta að vera fokking fyndið?!”

Þetta er bara ekkert fyndið og það sem gerir þetta alveg pínlega ófyndið er fokking dósahláturinn - sem er víst ekki dósahlátur, heldur alvöru fólk að hlæja meðan á upptökum stendur, sem er vægast sagt ótrúlegt. Rámar eitthvað í það að það hafi verið reynt einhvern tíman áður í öðrum íslenskum gamanþáttum sem ég man ekki rassgat hvað kölluðust, en minnið skjöplast ekki þegar ég held því fram að þeir þættir voru á svipuðum kalíber og þessi mahafakking Marteinn. Það er að segja, svo það fari ekki á milli mála, alveg stórfenglega ömurlegt og ófyndið!

Að fá hvítan lókal mann til að leika útlending með dökka hörund… ég hélt að það hefði dottið úr tísku 1960 og eitthvað. Þá rann upp fyrir mér, gæti verið að Bjarni Haukur Þórsson sé einmitt að leita eftir inspírjason í tæplega hálfrar aldar amrískum sit-com-þáttum? Það gæti útskýrt þetta allslæma skopskyn sem maður augljóslega þjáist af, líkt og hann væri með illkynja æxli í eistunum.

Þoli ekki ömurlegan húmor, sérstaklega ömurlegan íslenskan húmor. Og þoli ekki heldur að vita það að töluverðum fjármunum er dælt í svona kjaftæði sem hefði frekar mátt rata inná tjekkareikninginn minn.

Og því minna sagt um Spaugstofuna, því betra.

4 Comments

 1. Friðrik Gísla wrote:

  Ja hérna það er svakalegt þuglyndi í þér maður,eins og gömul kerling úr verstubænum sem kvartar og kveinar yfir öllu.Farðu í meðferð og sjáðu hvort þú verðir ekki smá jákvæðari í framtíðinni

  laugardagur, nóvember 14, 2009 at 11:04 | Permalink
 2. Ókei.

  Næsta færsla verður tileinkuð þér og þessi blússandi hamingja og gleði sem skín frá þessari athugasemd þinni.

  laugardagur, nóvember 14, 2009 at 11:59 | Permalink
 3. Ásgeir wrote:

  Ég hef nú lengi búið í Vesturbænum, og ég tek þetta komment inn á mig.

  laugardagur, nóvember 14, 2009 at 21:28 | Permalink
 4. Chippendale wrote:

  Friðrik skrifaði VERSTUbænum, ekki vestur, rasshausinn þinn.

  Þú ert úr verstubænum. Eldgömul hrukkumella.
  Ég er 100%sammála honum, þú ert leiðinlegasti bloggari frá því netið var fundið upp, næstum því jafn leiðinlegur og Eiður Guðnason eða Jón Valur. og þeir eru eldri en 90+.

  Þú ert svo leiðinlegur bloggari að maður horfir frekar á Martein aftur (.ÆL.)
  svo ég vitni í mynd: ég er að spá í að setja gleraugun á mér á rasskinnarnar á þér, þá lítur það út fyrir að þú sért að sjúga mig þegar ég skvera þig

  mánudagur, nóvember 16, 2009 at 07:01 | Permalink

2 Trackbacks/Pingbacks

 1. [...] er alveg með eindæmum hvað Friðrik Gísla er haldinn mikilli kvenfyrirlitningu þegar hann líkir mínu svartagallsrausi við það allra versta sem gamlar konur úr Vesturbænum [...]

 2. æBlogDodd / Frægð og frami on sunnudagur, október 3, 2010 at 06:14

  [...] hans í þessum öööömurlegu íslensku farsaþáttum sem sýnt var á RúV í fyrra - sem heita Marteinn - en téður Jói lék aðalhlutverkið. Það var algjör hryllingur að horfa á það. En Gói [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*