Skip to content

Kafli II: FÓRNARLÖMB MÓÐURSÝKI

(framhald af þessu)

Þarna er ég ekki með gleraugu

Frá 13. febrúar 2009 vann ég á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellsenda við sæmilegan orðstír. Fellsendi er í Dalasýslu og hefur þessi stofnun verið starfrækt síðan 1968. Á Fellsenda starfa um 30 manns - 40 þegar best lætur - sem sinna á bilinu 24-26 langveikum geðsjúklingum. Árið 2006 var nýtt hjúkrunarrými klárað og tekið í notkun, þannig að gamla hjúkrunarheimilið var þá notuð sem hálfgerð geymsla. Fellsendi er í miðjum dölunum, svona sirkaabát. Ef færðin er góð þá er þetta rúmlega 20 mínútna akstur frá Búðardal og ca þrjú korter frá Borgarnesi á hæsta mögulegum og löglegum hraða.

Í lok ársins 2008 - ef mér skjöplast ekki - var starfsfólki, sem á annað borð óskaði eftir því, boðið að hafa aðsetur í sex herbergjum sem stóð til boða í gamla rýminu. Ég ákvað, sökum þess að ég hafði ekki bíl til umráða, að hafa þarna aðsetur og, þegar á leið, flutti ég meira segja lögheimilið mitt þangað.

Þegar ég kom voru tvö herbergi upptekin. Í öðru var vinalegur Þjóðverji og í hinu huggulegur Pólverji. Okkur Þjóðverjanum varð vel til vina frá fyrsta degi. Vert er að taka fram að viðkomandi er farinn aftur heim til Þýskalands. En hann stytti dvöl sína í kjölfarið á atburði sem ég mun greina frá í komandi færslum.

Þann 17. eða 18. maí byrjaði ungur einstaklingur störf hjá Fellsenda. Þennan einstakling þekkti ég ekkert fyrr en hann kom á Fellsenda og, ef þess krefst fyrir dómi einhverntíman, þá getur viðkomandi vottað það. Við þekkjumst í dag, en það er nú óhjákvæmilegt það sem við unnum saman í stutta stund og upplifðum þessa sömu lífsreynslu, okkur til ríkulegs lærdóms um hverskonar persónu sumir einstaklingar hafa að geyma.

Til dæmis, bak við falskt bros sæmilega ánægðs hjúkrunarforstjóra - sem er aukþess djákni - leynist móðursjúkt og fordómafullt foreldri sem yfirfærir vandamálin heima fyrir yfir á starfsfólk á vinnustað og gerir sér auk þess ekki grein fyrir því - líkt og sumir lögreglumenn - að orð og gjörðir geta haft töluverð áhrif. Þessi einstaklingur var í verulega móðursjúku ástandi þegar hún tók eina afdrifaríkustu ákvörðun í mínu lífi án þess að láta sér detta í hug að ráðfæra sig við mig á einhvern hátt og taldi sér trú um að hennar afspyrnu heimskulegu gjörðir væru til þess að gera mér einhvern greiða. Þessi bölvaða kristilega afskiptasemi mun ganga af mannkyninu dauðu.

En, svo ég vitni í einn lögfræðinginn minn:

Um var að ræða fíkniefnamál sem hófst þann 22. maí 2009 með því að hjúkrunarfræðingur á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum tilkynnti lögreglu um mögulegt fíkniefnamisferli þriggja starfsmanna, þ.á.m. umsækjanda.

Þessi tiltekni hjúkrunarfræðingur er núna í vinnu á Grænlandi eftir að hafa verið rekinn frá hjúkrunarheimilinu í lok októbers. Kannski með skít og skömm, ég veit það ekki. Fólk má alveg tengja þetta tvennt saman, ég geri það að minnsta kosti, stöku sinnum allavega, mér til mikillar ánægju og yndisauka. En þetta töldust víst sparnaðaraðgerðir. Ég fer ekkert nánar útí hennar þátt og uppákomum af hennar hálfu á mínum vinnustað þetta sumarið, mér nægir að segja að kellingin var klikk!

Ég skilaði inn uppsagnarbréfi þann 19. október 2009 og hætti alfarið störfum um áramótin 2009-2010, með smá reisn.

DJ Doddi dóp úr dölunum

DJ Doddi dóp úr dölunum, át dovg

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

One Trackback/Pingback

  1. æBlogDodd / Kafli III: GHJ-9702 on miðvikudagur, febrúar 3, 2010 at 12:02

    [...] viðbrögð æBlogDodd / Kafli II: FÓRNARLÖMB MÓÐURSÝKI um „Kafli I: ÉG, GLÆPAMAÐURINN?“Þórður Ingvarsson um „Það byrjar á [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*