Skip to content

Kafli IV: VALDATRIPPIN

(framhald af þessu)

Mér eru sérstaklega í minni samskipti sem fóru fram á milli mín og #9702 í herberginu sem ég gisti í, er hann spurði mig hversu lengi ég hefi neytt kannabisefna og ég hafi svarað á þá leið að ég hafi neytt þess af og til í töluverðan tíma, þá segir hann, orðrétt: “Já, svo þú hefur gjörsamlega sloppið undan radarnum frá okkur.” Þegar ég spyr hann hvað hann meinar með þessu, segir hann “Nú, sagði ég eitthvað vitlaust?” og ég lýsi yfir furðu minni á þessari staðhæfingu með orðunum “Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka þessi orð þín”. Meira var ekki um þetta sagt, allavega ekkert sem stakk verulega uppúr líkt og þetta radarskomment. En mér fannst þetta alveg afskaplega furðuleg ummæli og ég varð vægast sagt undrandi.

Við vorum svo beinlínis skikkuð til að pissa í bolla og þar með staðfesta að við höfðum verið í neyslu. Mig minnir nú að við höfðum eflaust viðurkennt það að hafa neytt kannabis, svo ég áttaði mig ekki alveg á tilgangnum með þessu, þangað til mér var sagt að valið stóð á milli þess eða vera rekin, eins ótrúlegt og það hljómar.

Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu var ég ekkert spenntur yfir því að missa vinnu mína, svo úr þessum tveim afarkostum - að mestu í boði stjórnenda Fellsenda - kaus ég að míga í bolla. #9702 fylgdi mér inná baðherbergi, horfði á mig vippa honum út og fylgdist spenntur með er ég pissaði í bolla.

Hann tók upp hvíta skífu, sem ég hafði aldrei séð áður á ævi minni og spurði hvort ég þekkti þetta. Ég neitaði því. Hann útskýrði fyrir mér hvað þetta gerði, en hann tjáði mér að þetta mældi s.s. mismunandi ólögleg efnasambönd í þvagi. Quick-Tox er víst lögguslangrið úr hverfinu. Úr þessari prufu kom fram að ég hafi vissulega neytt kannabisefna - einhverntíman á síðastliðnum 1-30 dögum eða meir.

Þjóðverjinn neitaði að gefa prufu, og ákveður frekar að hætta og stytta dvöl sína um tæpa tvo mánuði (en hann hafi verið á landinu síðan í lok septembers 2008 og hafði ætlað sér að vera á landinu í heilt ár) og hættir störfum í byrjun ágústs og flýgur til Þýskalands stuttu síðar.

Ég efast um að skilyrði 77. gr. sakamálalaga um það hvenær megi taka þvagsýni hafi verið uppfyllt. Þar segir að sé heimilt að taka þvagsýni úr sakborningi og rannsaka þau enda leiki rökstuddur grunur á að hann hafi framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu að lögum. Enn fremur má taka þvagprufu úr öðrum en sakborningi ef verið er að rannsaka brot sem varði allt að tveggja ára fangelsi. En látum það liggja milli lagalega hluti.

Við sem pissuðum í bolla er keyrt í Búðardal og af okkur er tekin skýrsla. Að svo loknu er okkur keyrt aftur uppí Fellsenda. Ég hafði víst ekkert brotið af mér, því ég fékk enga sekt né kæru, svo mér er óskiljanlegt hvers vegna það taldist nauðsynlegt að taka af mér einhverja sérstaka skýrslu nema verið séð að kortleggja alla neytendur á landinu. Eftir þetta var ætlast til þess að ég mundi fara aftur í vinnu sama kvöld einsog ekkert hefði í skorist.

Að ég hafi orðið verulega fúll eftir þetta atvik lýsir minni bullsjóðandi reiði ekki nægilega vel, og þegar í bætist að ég eigi svo bara dressa mig upp, brosa framan í samstarfsfólkið eftir þetta og eflaust vonast eftir því að ég mundi bara veifa hendinni, yppta öxlum og segja “Já, hva, ég er vanur ´essu úr hverfinu. Bláu svínin eru alltaf að bögga mig, ég höndla svona sjitt einsog ég höndlaði mööööömmmuuuðína!”

Ég varð alveg ómælanlega reiður útí yfirmenn, stjórn og starfsfólks Fellsenda eftir þetta atvik. Held að eina fólkið með viti þarna um tíma hafi verið óvitarnir.

Ég varð reiðari en æstustu aðdáendur Metallica þegar þessi plata kom út á sínum tíma með tilheyrandi vonbrigði og reiði, auk þess varð ég reiðari en hörðustu og húmorlausustu MetallicAhommar - sem aksjúllí fíluðu þessa plötu! - þegar þeir sjá þetta fótósjopp og eflaust froðufella af bræði. Sú bræði verður einsog pokarottuprump miðað við þá sjóðbullandi bræði sem kraumaði í mér sumarið 2009.

Þetta er einnig afskaplega súrrealískt í því ljósi að helsta ástæðan fyrir þvi að hringt var í lögregluna var sú að nýji starfsmaðurinn svaf aðeins yfir sig á morgunvakt og mætti með þreytt, djúpt sokkin og blóðþrútin augu. Það var þetta rauða í augunum sem kom hjúkrunarforstjóranum í uppnám sem endaði í móðursýki. Enn súrrealískara er það að daginn áður - minnir mig - var starfsmannafundur og þessi starfsmaður boðaður hjartanlega velkominn til starfa. Ég man ekki eftir að hafa heyrt “Svo fáum við lögreglu og fíkniefnaleitarhund til að gramsa um í dótinu þínu á morgun, as procedure, svona, til að láta þér líða einsog heima hjá þér.”

Mig grunaði þá, einsog mig grunar enn, að verulega hafi verið á mér brotið í þessu máli. En ákvað þó að gera ekkert í málinu til þess að eiga ekki í hættu að verða atvinnulaus. Þar sem ég var ekki kærður né sektaður og ekkert frekara lögreglumál gert úr þessu - svo ég vissi til - þá vildi ég bara gleyma þessu og helst að allir aðrir gerðu það bara líka. Ekkert vesen, ekkert rugl.

Eftirá að hyggja hefði ég - auðvitað - átt að neita þeirri bón að míga í bolla og leita af annarri vinnu, því ég vissi ekki að lögreglumaðurinn sem stjórnaði þessari aðgerð, #9702, væri dálítið vafasamur gaur. Eltihrellir gætu sumir sagt. Terróristi líka, hann allavega terroræsaði mig annan í Hvítasunnu.

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

5 Comments

 1. stefanía wrote:

  jaaaá! góð frásögn. bíð spennt eftir framhaldinu!hahaha

  fimmtudagur, febrúar 4, 2010 at 12:17 | Permalink
 2. Sama hér.

  fimmtudagur, febrúar 4, 2010 at 15:43 | Permalink
 3. Kristján Fenrir wrote:

  Ég hugsa að ég hafi sjaldan lesið neitt jafn spennandi. Bíð æstur eftir framhaldinu.

  fimmtudagur, febrúar 4, 2010 at 16:05 | Permalink
 4. Hilmar wrote:

  Tóti Dóp er góður gaur. Niður með lögguna!

  fimmtudagur, febrúar 4, 2010 at 22:53 | Permalink
 5. Haukur wrote:

  ég lenti líka í því að #9702 lét mig pissa í glas úti í vegakanti, og ég er ekki frá því að þegar hann lísti vasaljósinu sínu á sprellan á mér hafi læðst sleftaumur úr munnvikinu. þetta var með öllu ástæðulaust og ég spurði hann hver ástæðan var og hann svaraði að þetta væri bara random tékk. mér er þá spurn, ef amma mín hefði verið á ferð…?

  föstudagur, febrúar 5, 2010 at 12:45 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*