Skip to content

Kafli V: ÖGN UM KANNABISBANN

(framhald af þessu)

Þið sem voruð að stilla inná bloggstöðina Blogdodd, þá er þetta fimmti kafli í tíu kafla Bloggfærslu sem ber titillinn “Ég, glæpamaðurinn?” og hefur birst dag hvern um hádegisbilið síðan 1. febrúar. Mál þetta varðar hugsanlegt fíkniefnamisferli. Ég mæli með því að hefja lestur á 1. kafla og þaðan að næsta kafla og svo koll af kolli. Einnig gæti komið fyrir að ég bæti við svokölluðum “viðauka” líkt og ég gerði eftir fyrsta kafla, svona, ef ske kynni að það færist fjör í leikinn.

Ég leyfi mér að koma með eilítinn útúrdúr áður en lengra er haldið. Ég fer ekkert leynt með þá staðreynd - þó ég sé ekkert að flagga henni í tíma og ótíma - að ég á vissulega til með að neyta kannabisefna af og til, líkt og stór hluti landsmanna. En ég skil ekki hvernig það kemur lögreglunni eða nokkrum öðrum manni við hvað ég aðhefst í mínu einkalífi - jafnvel þó ég viðurkenni það hér á þessum vettvangi.

Ef ég yrði spurður hreint út á mínum vinnustað eða annarsstaðar, hvort ég neytti kannabis, þá mundi ég líklegast bíta í jaxlinn og svara því játandi og spurja hvað það kemur málinu við. Sumt fólk hefur voðalega furðulegar hugmyndir varðandi hippa einsog mig.

Hvaða gagn þjónar það samfélaginu að krímínalesara mann sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að neyta vafasamra vímugjafa af og til? Ég hef ekki stundað þjófnað eða rán til að viðhalda þessari hófsömu neyslu, hef ekki myrt, nauðgað eða framið neinn annan stórfelldan glæp, s.s. líkamsárás, fjár- og/eða skattsvik.

Vissulega er þetta tiltekna áhugamál mitt einhverskonar brot á íslenskum lögum, en þetta lögbrot er svo léttvægt miðað við mörg önnur að það sætir virkilega furðu hví kannabisefni eru yfirhöfuð bönnuð. En það er efni í aðra og ítarlegri greinargerð. Þó ætla ég aðeins að rausa.

Sko, mér finnst meirihlutarök eiga ágætlega við lögleiðingu hér á landi. Það er fullt af fólki sem neytir kannabisefna, rétt einsog það er fullt af fólki sem drekkur áfengi, eða reykir tóbak, eða aðhyllist ýmsar misasnalegar og misgáfulegar skoðanir. Við erum ekki að tala um tugi eða hundruða, við erum að tala um þúsundir, ég gæti vel trúað því að það slagi uppí tug þúsunda, ég er svo sæmilega bjartsýnn að tíu þúsund í viðbót hafa í það minnsta prófað þetta og ekki orðið meint af.

Sumir mundu ganga skrefinu lengra og segja að flest allir landsmenn hafa neytt kannabisefna. En, ég er ekki svo öfgafullur í bjartsýni minni.

En samt sem áður, á að refsa öllu þessu fólki fyrir það eitt að neyta hamps? Það er hægt að gagnrýna þessa neyslu og lífernið sem fylgir því, auðvitað, gagnrýni er nefnilega svo góð og heilbrigð. En að glæpgera suma hluti sem eru kannski eða kannski ekki þjóðfélagsmein er allra, allra síðasta útspilið.

Svo fremi sem fólk - einsog ég - erum ekki til ama í þjóðfélaginu, hvert er þá vandamálið? Við erum ekkert að fara hætta þessu sísvona, jafnvel þó maður sé handtekinn. Þetta er viss lífstíll, og það er með þetta einsog svo margt annað að þónokkuð margir einfaldlega “vaxa” uppúr þessu, eða hætta þessu, eða láta þetta afskiptalaust í einhvern tíma en gera sér kannski tyllidaga með gömlum hasshausavinum. Það fara ekkert allir beint útí valmúa-afurðir eftir að hafa fengið sér í einn haus.

Auðvitað eru til frávik, fólk sem eyðir öllum sínum vökustundum í að reykja eiturdóp og er með gáfnafar á við gamalt teppi og endar svo inn og útúr meðferð. Svo eru til við hin, með greindavísi í þriggja stafa tölunni og lifum eins eðlilegu lífi og nær allir íbúar lýveldisins hafa kost á. Það væri fínt að fá meira borgað, fínt að fá aukavinnu við mitt hæfi. En, ég er sæmilega sáttur við mitt.

Algjört bann, lagalegt óumburðarlyndi (zero tolerance) og refsing við neyslu vafasamra vímugjafa er svo örlí tú midd-fortís tventíeð sentjörrí að það hálfa væri fokkíng nóg. Og það er bara hreinlega alls ekki að virka. Kommonn, viðurkennið það. Ég nenni ekki að leitast eftir almennilegum rökum fyrir því af hverju það er hreinlega bara alls ekki að virka, þau eru bara svo mörg. Mitt persónulega dæmi finnst mér vera ágætt. Jú, auk þess má nefna að það er bara pláss fyrir rúmlega 300 manns í fangelsum landsins. Hvað á að gera? Eyða tughundruðum milljóna eða jafnvel milljarða króna í að byggja tíuþúsund manna fangelsi? Í alvöru?! Kannski með yfirvarpinu að það væri atvinnuskapandi? Breyta Íslandi í fanganýlendu? Á ég að renna mér lengra niður í rökvillurennibrautinni?

Það á bara að afglæpa þetta og lögleiða þetta í ströngum og skipulögðum skrefum. Starfa samkvæmt slagorðinu “Fræðsla, ekki (eða allavega í það minnsta afskaplega hófsöm) hræðsla”. Hafa þetta jafnvel í tilraunaskyni í sex ár (til að byrja með?) og gera reglulegar kannanir og rannsóknir varðandi meinta skaðsemi kannabisneyslu. Ef glæpir minnka, atvinna helst stöðug, jafnvel eykst út af ferðamannaiðnaðnum og að allur almennur iðnaður sem skapast í kringum kannabisræktun, vinnslu og sölu er til bóta fyrir samfélagið, gáfnafar fólks fer almennt ekki dalandi og alls kyns innlagnir vegna geðsjúkdóma helst að mestu stöðugt (jafnvel minnkar), þá tel ég þessa tilraun vera greit sökksess.

Svo ég kryddi þetta með frekar einfaldri pólítík og barnalegum efnahagsaðgerðum, en ég er mikill stuðningsmaður einfaldra lausna: Hverju höfum við svosum að tapa? Við erum þegar búin að missa allt og nú skal sko refsa almenningi almennilega - hvort sem við erum hassreykjandi bensíntittir, spíttsjúkir líkamsræktarfrömuðir eða veruleikafirrtir, vinalausir og einmana lögreglumenn - fyrir það sem þessir kókaínsniffandi bankapervertar hafa komið okkur útí?! Ég held að annar hjúkrunarfræðingur, sem er auk þess algjör dúlla og alvöru gaur (ólíkt móðursjúklingnum) hafi orðað það best þegar hann sagði:

Ég læt ekki ríða mér í rassgat lengur!

Svo hví ekki að reyna leita hentugri leiðir til að borga niður þessar skuldir - svona einsog með skjótfengnum gróða sem fylgir sölu vafasamra vímugjafa á borð við kannabis - og stefna að hinu ásættanlega samfélagi, þar sem við getum sæst á nokkur stór grundvallargildi, þar á meðal umborið hegðun annarra, svo fremi sem sú hegðun er ekki að skaða samfélagið á neinn alvarlegan hátt. Eða eitthvað svoleiðis. Þetta eru ekkert útópískar hugmyndir, þetta er bara hugmynd sem gæti vel virkað. Nema refsigleði eigi að vera hluti af okkar þjóðfélagsímynd.

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

11 Comments

 1. Skorrdal wrote:

  Sælir

  Áhugavert að lesa þína reynslusögu hérna. Þú ert ekki einn í þessu ofsóknarstríði - en ég hugsa að þú vitir það nú þegar.

  Árið 2004 áætlaði Þórarinn Tyrfingsson í viðtali í Íslandi í dag að það væru á bilinu 25-30.000 kannabisneytendur á Íslandi, sem neyttu kannabis einu sinni á ári eða oftar. Þeir eru eflaust fleiri í dag, án þess að ég ætli að fullyrða neitt þar um.

  Skil gremju þína - hlakka til að lesa næstu pósta.

  Skorrdal

  föstudagur, febrúar 5, 2010 at 18:03 | Permalink
 2. baddi wrote:

  Þú getur talið mig með þessum 10.000 sem hafa prófað þetta og mér varð ekki meint af. Þú heyrir ekki um slagsmál eða skemmdarverk sem unnin hafa verið í hassvímu. Ég hef alltaf haldið því fram að það ætti miklu frekar að banna alkohól heldur en hassið. Ég hlakka mikið til þegar þú nafngreinir kauða

  föstudagur, febrúar 5, 2010 at 18:49 | Permalink
 3. Einar Örn wrote:

  Mjög skemmtileg framhaldssaga og ég er sammála hverju orði í þessum pistli hér.

  Það versta er að þetta málefni, lögleiðing (einhverja) fíkniefna, hefur fest við lítinn hóp ungra manna sem eru lengst til hægri í pólitík - og því er oft auðvelt að henda málinu útaf borðinu útaf þeirri tengingu.

  Ég hef alltaf furðað mig á því af hverju þetta mál er ekki meira “meinstrím” í íslenskri pólitík.

  föstudagur, febrúar 5, 2010 at 19:08 | Permalink
 4. Takk fyrir Skorrdal, baddi og Einar Örn.

  Því miður fyrir umræðu um lögleiðingu á kannabis virðist það alltaf rata í þá átt að - afsakið orðbragðið elskulegu hampelskendu lesendur en þessi skilaboð beinist að ykkur - gufusoðnir fábjánir eigi að stjórna þeirri umræðu.

  Só sorrí að ég einfaldi umræðuna rúmlega hundraðþúsund og eitt prósent, en “uuhh, görrr, reykja bara kannabis og allt verrur barra betra marrr” er ALLS EKKI að virka. Ef það er það eina vitræna sem þið hafið fram að bjóða varðandi lögleiðingu kannabis eigið þið - rétt einsog fólkið með það ótrúlega skammsýna rökhugsun að það eina sem kemst fyrir í litla kollinum er “dóp = vont, fólk nota dóp, fólk = vont” - að NAGLHALDAKJAFTI TAFARLAUST!!!

  Ég er ekki að segja að ykkar skoðun er ekki vel þegin, en, og meðtakið þetta: EN, það verður ekkert ALLT miklu ógó betra að reykja bara smá kannabis. Það eru engin rök!

  Ef ykkur finnst að ég sé að gera úlfalda úr mýflugu, þá hef ég eftirfarandi ensk skilaboð ykkur að færa: take that thought of mine, put it in your pipe, smoke it and think about it.

  Ég vill lögleiðingu á kannabi og ég vill að umræða um það á alvarlegum nótum festist í sessi í stjórnmálalegri umræðu sem allra fokking fyrst.

  Ef “sérfræðingur” í þessum málum telur að á bilinu 30-35 þúsund manns eru að neyta kannabis einu sinni eða oftar á ári, þá tel ég það afskaplega mikilvægt fyrir almenna mannréttindabarráttu að þetta mál sé athugað kostgæfilega af þeim sem telja sig “vita” betur.

  30-35 þúsund manns! Hva, á bara að afskrifa það sem eitthvað hjal hjá einhverjum hnefafylli af hippum?!

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 09:29 | Permalink
 5. ps. Einar Örn, Skorrdal og allir þið, endilega plöggið öllu þessu blaðri mínu sem víðast. Þetta er ekki búið.

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 09:33 | Permalink
 6. stefania wrote:

  yiis, ég einmitt skellti netslóðinni inná 420spjall.net. just sayin;)

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 14:09 | Permalink
 7. Þú ert æði. :)

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 16:34 | Permalink
 8. Skorrdal wrote:

  Kæri Þórður.

  Ég er búinn að gefa sál mína - og meira til - í þetta baráttumál síðasta áratuginn, eða svo. Meira að segja reynt að hafa eðlileg samskipti við löggjafavaldið og ég veit ekki hvað. Ég hef rekist á svo marga veggi gegnum árin, að ég er kominn með flatt nef og skakkar tennur.

  Ráðlegg ég þér, ef ég má, að setja lokatextann saman í eitt skjal - og ég skal sjá til þess að það komist á sem flesta staði sem máli skipta í okkar samfélagi. Það er http://420spjall.net að þakka að ég kíkti hingað inn - og er ég þeim þakklátur fyrir.

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 20:06 | Permalink
 9. Ég mun skella þessum texta í eitt skjal og senda á þig fljótlega eftir að síðasti kaflinn birtist.

  Ég hef fylgst aðeins með þínum skrifum Skorrdal og þú hefur margt gott fram að færa í þessari umræðu. Það þarf bara nauðsynlega að fara gera eitthvað í þessum málum hið snarasta, svona aðfarir og asnaskapur er bara til skammar í svona litlu þjóðfélagi.

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 21:00 | Permalink
 10. Skorrdal wrote:

  Það er engin spurning. En við höfum fáa sem þora - eða nenna - að gera nokkuð, svo sorglegt sem það nú er. Meira að segja voru stofnuð samtök í fyrra - en ekkert hefur gerst eftir það, þrátt fyrir mikin meðbyr og gott veganesti.

  Þessar aðfarir eru hættulegar mannréttindum okkar allra - og það þarf að viðurkenna ósigurinn og vinna úr þeirri stöðu, því höfðinu verður ekki barið mikið lengur við steininn án þess að varanlegur skaði hljótist af.

  sunnudagur, febrúar 7, 2010 at 06:33 | Permalink
 11. Kalli Rögnvalds wrote:

  Frábær penni Þórður! Þetta er víða óþægileg lesning hjá þér og manni verður ósjálfrátt hugsað til Kafka. Takk fyrir að sýna gott fordæmi með borgaralegu hugrekki gegn heilabilun og heimsku. Langar til að koma með smá innskot í umræðuna. Trendið er eins og allir vita að þeir sem eru ósammála hinu daglega og einhliða jara jara (hjakki) í þessum efnum þegja langflestir þunnu hljóði af góðum ástæðum. Hótunin liggur alltaf í loftinu, og ósjaldan er hún berorð, að ef maður tjáir sig ekki í samræmi við hina opinberu línu þá getur maður verið að stofna atvinnuöryggi og mannorði sínu í hættu. Á þessum forsendum hefur umræðan verið hér árum og áratugum saman. Welcome to North Korea..fyrirgefið, Íslands! Þetta fyrirkomulag hlutanna er ein af mikilvægu orsökunum fyrir almennri forheimskun mörlandans. Þess vegna virðist okkur aðeins bjóðast tveir kostir í stöðunni og þeir eru að annaðhvort lækkum við okkur niður á level fáfræðiplebbana - ég þekki reyndar aðeins eina áreiðanlega aðferð til þess og hún nefnist lóbotómia - eða þá reynum við að lyfta þeim uppá okkar plan. Höfum við eitthvert val? Viss öss gúd lökk!

  sunnudagur, febrúar 7, 2010 at 22:48 | Permalink

One Trackback/Pingback

 1. æBlogDodd / Kafli 666: BORGARNESBULLAN SNÝR AFTUR on laugardagur, febrúar 6, 2010 at 12:02

  [...] viðbrögð Þórður Ingvarsson um „Kafli V: ÖGN UM KANNABISBANN“Þórður Ingvarsson um „Kafli V: ÖGN UM KANNABISBANN“Einar Örn um „Kafli [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*