Skip to content

Kafli 666: BORGARNESBULLAN SNÝR AFTUR

(framhald af þessu)

Við Borgarnesbrúna þann 1. júní 2009 klukkan 14:30 var ég stöðvaður á leið minni frá Reykjavík. En ég var á leið í vinnu, á Fellsenda. Ég var stöðvaður af engum öðrum en lögregluþjóni númer 9702, sá hinn sami sem stjórnaði þessari afskaplega misheppnuðu fíkniefnaleit.

Þessi færsla og sú næsta mun að mestu snúast um sektargerð stílaðri á vefbókarhöfund sunnudaginn 22. nóvember 2009 sl. málsnúmer 013-2009-001471, kennitala 250979-5099, er varðar kæru vegna meints brots á umferðarlögum mánudaginn 1. Júní 2009 kl: 14:32 á silfurlitaðri Toyotu Corolla, station-ökutæki á Vesturlandsvegi við Seleyri 301 í Hvalfjarðarsveit.

Sko. Ég endurtek og endurítreka. Ég hef aldrei komist í kast við lögin. Ekki svona. Sumir gætu haldið annað, en það er bara ekki satt. Sumir hugsa kannski af hverju ég hef ekki komist í kast við lögin og ég segi að ég sé þegar búinn að svara þeirri spurningu.

Ég er ekki til ama og hef engan áhuga á því, sækist ekki eftir mikilli athygli, bara svona sæmilegri athygli til að minna fólk á það að ég er til. Ég er svona einsog sirka 160 þúsund aðrir íslenskir Facebook-notendur. Nema - einsog ég hef áður greint - ég á það til að fróa mér meðan ég er á ferð, sérstaklega þegar ég er í tæplega 90-100 kílómetra hraða á greiðfærum vegi á heiðskírum degi með lögreglubíl á eftir mér. Þá er best að kippa í´ann. Toppurinn er náttúrulega þegar lögreglumaðurinn kveikir á lögregluljósunum, þá verður kynferðislega spennan svo mikil að ég kömma á stýrið og aðeins í framrúðuna.

Málið er að í skýrslunum sem #9702 skrifaði daginn sem ég var handtekinn og daginn eftir eru dálítið dularfullar. Þegar mér var gefin kostur á að lesa fyrstu skýrsluna, þá spurði ég “Hvað ef ég skrifa ekki undir?”, þá sagði hann “Það skiptir engu máli” - en ég var í frekar andlegu ójafnvægi og skrifaði samt undir án mótþróa, enda vildi ég hypja mig af staðnum áður en ég brysti í grát. En það er víst alveg satt - hef ég frá hæstaréttalögmanni - að það skiptir engu máli hvort þú skrifar undir skýrsluna eða ekki. Er það ekki magnað?

Í skýrslunni segir orðrétt - warts and all:

Þórður er færður í skýrslutöku. Hann var stöðvaður í akstri á vettvangi. Þvagsýni sem hann lét í té reyndist vera jákvætt á THC í prófun. Bifreið Þórðar er ótryggð og hann var ekki með ökuskírteini meðferðis. Þórðu hefur verið kynnt réttarstaða sakbornings og áminntur um sannsögli.

Þórður kveðst aðspurður ekki vilja tja sig um málið.

Áður en ég geri nokkrar athugasemdir við þessa tilteknu skýrslu þá ætla ég fyrst að koma með mína upplifun af þessu tiltekna atviki er ég var stöðvaður, skipað í lögreglubíl, fluttur á lögreglustöð, handtekinn, settur í fangaklefa og svo sleppt úr haldi:

Þessi lögreglumaður keyrði framhjá mér, snéri við líklegast tíu til fimmtán mínútum seinna, kom aðvífandi á eftir mér, elti mig í dágóða stund og kveikti á ljósunum þegar komið var að Borgarnesbrúnni (eða Hvítárbrú, eða hvað sem hún heitir). Ég er að tala um dágóða stund sem korter, jafnvel tuttugu mínútur. Lengur jafnvel.

Hann er einn í bíl, umferð er lítil og það eru fá ef nokkur vitni af því er ég er stöðvaður á Þjóðvegi eitt þennan annan í Hvítasunnu tvöþúsundogníu.

Hann spilar sig voða hissa á að ég sé ökumaður bílsins. En miðað við það sem ég heyrði frá lögreglustjóranum þann 10. desember sl. og það sem ég las í skýrslu dagsetta 2. júní 2009, þá var hann með fulla vitneskju um hver væri ökumaður bílsins og hafði af þeim ástæðum eingöngu ákveðið að elta mig og stöðva.

Hann skipar mér inní lögreglubíl án þess að upplýsa mig um ástæðu þess að hví hann stöðvaði mig til að byrja með, hann leggur af stað án þess að upplýsa mig um ástæðu þess að hafa stöðvað mig. Hann tilkynnir ástæðuna þegar ég inni eftir því. - ekki veit ég hvort að samskipti okkar í bílnum séu til á upptökum. Hef ég fyrir víst frá einum lögfræðingi að svona háttalag lögreglunnar kallast “frelsissvipting” - kannski þarf bara að pimpa lögin aðeins upp og kalla þetta “kurteisisheimsókn” - Bí-atsj!

Aksturslag mitt var á engan hátt grunsamlegt. Ég fór hvorki of hratt, né reikaði eða keyrði á annan hátt óvarlega. Þetta staðfesti #9702 sjálfur í lögreglubílnum þegar ég spurði um ástæðu þess að ég var stöðvaður. Hann segir mér eflaust eitthvað á þá leið að hann gruni að ég sé undir áhrifum og telur sig vera vinna gott og þarft lögregluverk með því að stöðva mig. Þau tíu ár (já, ég tók bílprófið þegar ég var tvítugur, reikningsgeta þín er eflaust mjög góð en mér fannst bráðnauðsynlegt að taka þetta fram) sem ég hef verið með bílpróf hef ég verið stöðvaður tvisvar fyrir hraðakstur - einsog ég hef nefnt áður -, einu sinni lent útaf þjóðveginum vegna hálku - engan sakaðist - og einu sinni bakkað lauslega á bíl með þeim afleiðingum að hægri afturljósin á hvorum bíl mölvuðust - engan sakaðist.

Þegar á lögreglustöðina er komið er mér skipað að skila af mér þvagprufu. Ég óska sérstaklega eftir því að blóðprufa sé tekin. Hringt er í lækni, sem kemur og tekur úr mér blóðsýni.

Eftir að niðurstöður úr þvagprufu eru ljósar þá tilkynnir hann mér á lögreglustöð að ég sé handtekin fyrir að keyra undir áhrifum kannabisefna og afhendir mér blað með tilheyrandi upplýsingum varðandi stöðu mína sem sakborning. Óska ég eftir þeim rétti að láta vin eða vandamann vita um hagi mína. Þegar ég segi honum í hvern ég vil hringja, þá neitar hann mér um þá ósk því að “hann kemur málinu ekkert við”, þegar ég ítreka kröfu mína og óska eftir rökstuðningi fékk ég svar sem jafngildir “af því bara.”

Þegar hann spyr mig hvort ég vilji gefa honum skýrslu, þá nýti ég mér þau réttindi að óska eftir verjanda. Hann ákveður að færa mig í klefa, þar sem ég fæ að dúsa í tæpan klukkutíma. Er hann kemur aftur tilkynnir hann mér að það hafi orðið bílslys og að “þeir hafi engan tíma í þetta”. Þrátt fyrir þennan meinta tímaskort þá ítrekar hann þá kröfu að ég gefi skýrslu, sem ég neita nema ég hafi verjanda. Ég er ekki með stálminni, en ég man ýmislegt. Mig rámar nefnilega í það að ástæða þess að mér hafi verið stungið í klefa var sökum þess að það þurfti að “bíða eftir verjandanum”. En, ég efast um að það hafi verið skjalfest, en kannski getur einhver góðhjartaður lögreglumaður sem starfar eða var starfandi með þessu ómenni vitnað um þetta mál.

Hann ákveður að taka bílinn úr umferð vegna þess að hann er ótryggður. Ég var tiltölulega nýbúinn að fá bílinn afhentan, hann var því enn skráður á fyrri eiganda og því enn tryggður á hans nafni. Ég taldi það ansi ótrúlegt að bíllinn væri ótryggður. Auk þess sem ég ætlaði að tryggja bílinn á mínu nafni í sömu viku og ég var handtekinn.

Hann sagðist mundi leita í bílnum þegar ég kæmi aftur að sækja hann, en þegar ég kem þrem dögum seinna og fæ bílinn afhentan þá er augljóst að búið er að leita í bílnum án míns samþykkis eða dómsúrskurðs.

Það sætir einnig furðu að ég hafi fengið að keyra bílinn, enda vitað mál að ég væri eflaust enn með THC í þvagi þar sem það er mælanlegt í þvagi allt að tvær til sex vikur, jafnvel lengur. Sú staðreynd er sérkapítuli útaf fyrir sig.

Þegar ég minntist á að ég var við það að bresta í grát, þá er það alveg dagsatt, ég var við það að brotna niður þarna á lögreglustöðinni. Þegar mér var sleppt lausum og ég var á leiðinni í Hyrnuna á Borgarnesi var ég í öngum mínum. Þegar þangað var komið keypti ég mér kaffi og settist við borð í sjoppunni í tómu tjóni, beið eftir vini mínum sem ég hafði heyrt í nokkru áður - en hann hafði verið að ganga Esjuna og það var tæpur klukkutími í hann. Ég sat þarna með grátstafina í kverkunum, að hamast við að hemja þennan andlega kokteil af reiði, biturð og vonleysi. Í stuttu máli þá vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð. Ég var með batteríslausan síma og ónýtt hleðslutæki. Heddfónarnir fyrir æPoddin skemmdir. Þegar vinur minn loksins kemur og ég sest inní bílinn brotna ég endanlega niður, græt og er töluverðan tíma að jafna mig.

Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla, því farið var með mig eins og ég hefði átt að vera vanur þessu. Bara alist upp við það að vera stöðvaður af lögreglunni og fluttur á lögreglustöð frá því ég hvítvoðungur. Gangsta. Playah. Móðurmjólkin mín var krakk, blý, bitsjes og blíngblíng.

Frá því 1. júní til dagsins í dag hef ég ekki enn verið kallaður í skýrslutöku. Í raun frá 1. júní fram að 9. desember hafði ég nákvæmlega ekkert frétt af þessu máli, hvernig það stæði eða hvað væri í gangi. Það er lítið mál að athuga síma- og póstburðareikninga hjá lögregluembættinu á Borgarnesi til að staðfesta það. En þetta er ekki búið. Númer 9702 skrifaði aðra skýrslu daginn eftir og lyfjarannsóknabeiðni þar sem hann finnur sig knúinn til að gefa ögn eftir uppá blautu löggudrauma sína með því beinlínis að ljúga.

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

2 Comments

 1. Skorrdal wrote:

  Jamm… Leitt að heyra - í alvöru talað - en kemur mér, því miður, ekkert á óvart…

  laugardagur, febrúar 6, 2010 at 20:14 | Permalink
 2. Theodór Gunnarsson wrote:

  Já, þetta er fáránlegt ástand og magnað að lesa þetta. Ekki að neitt af þessi komi á óvart, ens og Skorrdal er búinn að tjá sig um. Þetta eru auðvitað ósköp einfaldlega ofsóknir. Það er t.d. fáránlegt að það sé hægt að dæma menn fyrir að aka undir áhrifum þegar það mælist í þvagi að viðkomandi hafi neytt kannabis einhverntíma á undanförnum 2 vikum! Svo er stór hluti þjóðarinnar heilaþveginn af allri þessarri fáránlega vitlausu umfjöllun, sem fjölmiðlarnir keppast við að taka þátt í á eins heimskulegan hátt og hugast getur.
  Ég hlakka til að heyra restina af þessu. Það væri óskandi að fleyri neytendur sem ekki eru gersamlega á rassinum létu í sér heyra þannig að fólk fari að fá sæmilega raunhæfa mynd af þessu efni.

  sunnudagur, febrúar 7, 2010 at 10:45 | Permalink

One Trackback/Pingback

 1. [...] viðbrögð Theodór Gunnarsson um „Kafli 666: BORGARNESBULLAN SNÝR AFTUR“Skorrdal um „Kafli V: ÖGN UM KANNABISBANN“Þórður Ingvarsson um „Kafli [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*