Skip to content

Kafli VII: LYGARI OG LÖGREGLUÞJÓNN? EKKI GÓÐ BLANDA

(framhald af þessu)

"dÚHLEr strággur!"

"dÚHLEr strággur!"

Lögreglumenn eiga ekki að færa í stílinn. Lögreglumenn eiga að segja satt og rétt frá, það lærði ég allavega sem barn í skóla. En, #9702 tókst endanlega að eyðileggja þann sannleika og var ég nú nógu andskoti efins um það fyrir.

Skýrsla dagsett 1. júní 2009 klukkan 14:52 - :

Þórður er færður í skýrslutöku. Hann var stöðvaður í akstri á vettvangi. Þvagsýni sem hann lét í té reyndist vera jákvætt á THC í prófun. Bifreið Þórðar er ótryggð og hann var ekki með ökuskírteini meðferðis. Þórðu hefur verið kynnt réttarstaða sakbornings og áminntur um sannsögli.

Þórður kveðst aðspurður ekki vilja tja sig um málið.

Staður: Bjarnabraut 2 - Dags. 01.06.2009 15:42

Mér var beinlínis skipað að fara í lögreglubílinn. 9702 lagði af stað án þess að segja mér af hverju. Það var ekkert athugavert við aksturslagið mitt. Ég var skikkaður til að pissa í bolla. Ég var handtekin. Ég óskaði eftir verjanda, var settur í fangaklefa, sleppt svo lausum því “þeir höfðu ekki tíma því það var bílsslys” en bætt við “nema ég vilji fara í skýrslutöku núna án verjanda” Neibb segi ég. Ég geri athugasemd við skýrsluna. Hún er hundsuð. Alltílagi. Ég má taka nokkra hluti úr bílnum mínum. Ég er ekki spurður hvort leita megi í bílnum, en #9702 segir - í viðurvist tveggja annarra lögreglumanna - “við leitum svo í bílnum þegar þú kemur aftur.” Ég man ekki til þess að ég hafi svarað honum. En ég gaf aldrei leyfi.

Skýrsla dagsett 2. júní 2009 klukkan 08:37 - :

Veitti eftirtekt ofangreindri bifreið á eftirlitsferð minni. Þekkti strax bifreiðiina og ökumann hennar, Þórð en hann kom við sögu í fíkniefnamáli fyrir nokkrum dögum.

Akstur ökumanns var söðvaður á Seleyri og hann boðaður yfir í lögreglubifreiðina. Ökumaður kvaðst hafa reykt kannabisefni í kringum 20. maí en ekki reykt síðan. Þórður samþykkti að koma með á lögreglustöðina í Borgarnesi til að láta í té þvagsýni. Þvagsýni reyndist jákvætt á THC í quick tox prófun.

Hefðbundin málmeðferð fór fram á stöð. Þegar verið var að rita framburð Þórðar kom slysaútkall. Því var Þórður vistaður í fangaklefa þar til því verkefni hafði verið sinnt.

Þórður heimilaði leit í bifreið sinni en neitaði að tjá sig um gefnar sakir. Þórður var ekki með ökuskírteini meðferðis þegar hann var stöðvaður og bifreið hans var ótryggð. Skráningarnúmer bifreiðarinnar voru því tekin og bann lagt við notkun hennar.

Staður: Bjarnarbraut 2 - Dags. 02.06.2009 08:44

Jæja, nú skulum við fara yfir þetta, lið fyrir lið.

a) Ég er með mjög sérstök, gulllituð, kringlótt gleraugu, var með stórt rautt skegg og hafði rakað skeggið af hökunni. Það var ekki erfitt að þekkja mig, jafnvel á 90-100 kílómetra hraða að keyra í gagnstæða átt. Og hverju veitti hann eftirtekt? Hvað sá hann sem ég sá ekki? Voru einhver aukaleg þyngsl aftaná bílnum? Svona einsog það gæti verið 500 kíló af kókaíni í skottinu? En takið eftir því að hann þekkti bílinn “strax” og mig líka. Af hverju lá honum þá ekkert á að stöðva mig? Hann keyrði á eftir mér í töluverðan tíma, ég veit það því ég var þarna.

b) Hvaða fíkniefnamál er maðurinn að vísa í? Ekki er hann í alvöru að vísa í þessa heljarinnar og afskaplega lagalegu vafasömu massa-aðgerð þann 22. maí þar sem fundust heil TVÖ FOKKING GRÖMM af kannabisefnum? Já, og auðvitað “tól og tæki til neyslu.” Jú, ætli það sé ekki mjög líklegt að hann sé að vísa í það. Þetta gengur eflaust undir nafninu Risastórasta fíkniefnamálið í furðuheiminum í löggustöðinni  á Borgarnesi. Nema ég hafi verið viðriðin einhverju öðru fíkniefnamáli sem ég kannast ekkert við eða man eftir.

c) Í kringum 20. maí? Ég man ekkert eftir þessu samtali. En só fokking vatt? Einkennilegt smáatriði til að telja upp.

d) Samþykkti ég það já?! Nei væni minn, þú lagðir af stað án þess að segja mér neitt. Ég þurfti að spyrja hvað væri í gangi. Láta í té, já. Það er skemmtilegt orðalag.

e) Eh… hérna, ég lét í té blóðsýni, hvar kemur það fram? Hvergi? Það er skrýtið. Ah, vel á minnst, þá má ég til með að vitna í beiðni sem skrifuð var af #9702:

Beiðni vegna lyfjarannsókn

Þess er óskað að lyfjarannsókn verði gerð á meðfylgjandi sýni:

Blóðsýni nr. 51902

Tegund leitar: Kannabisefni

Atvikalýsing: Ökumaður stöðvaður í akstri kl. 14:32 - kunnur fíkniefnaneytandi.

Þvag kl. 14:43 - jákvætt á THC í quick tox-prófum

Blóð kl. 15:00

Mat: Metið verði hvort ökumaður hafi verið hæfur til að aka bifreið sinni.

Tvær athugasemdir; hversu örugg eru þessi Quick-Tox-próf og síðan hvenær var ég “kunnur fíkniefnaneytandi”? Hef ég birst í blöðunum? Jafnvel Séð&Heyrt? Leikið í auglýsingum? Hvar var ég þegar Guðmundur og Geirfinnur hurfu? Er þetta kannski kunnur einsog í merkingunni “Góðkunningi lögreglunnar?” Hér er önnur beiðni:

Virðulega sakaskrá.

Vinsamlega sendið embætti voru neðangreind sakavottorð:

013-2009-001471 Þórður Ingvarsson kt. 250979-5099

Beiðnin er vegna lögreglumáls/-mála sem eru til meðferðar hjá embætti voru.

Virðingarfyllst.

F.h. Lögreglustjórans í Borgarnesi.

xxx #9702

Þið fáið að sjá svarið eftir andartak, því ég ætla að halda áfram með skýrsluna. Og svo fer ég aðeins útí þetta “kunnur fíkniefnaneytandi” síðar.

f) Hvernig virkar hefðbundin málsmeðferð? Er stórhættulega glæpamanninum - mér - bara afhent nokkur A4-blöð til lesa um rétt minn og meðtaka alvarleika málsins á tíu mínútum? Átti ég að vita hvernig þetta færi fram?

g) Mér þætti forvitnilegt að vita hvar þetta bílsslys átti sér stað og hvernig stendur á því þeirri heppilegu tímasetningu að þegar ég óska eftir verjanda við skýrslutöku þá er útkall og mér stungið í klefann (ekki áður en allt er tekið af mér) og eftir tæpan klukkutíma er mér sagt að þeir hafi ekki tíma í þetta og ég megi bara fara.

h) Nú erum við að koma að súkkulaðikreminu í kexinu, börnin góð: “Þórður heimilaði leit í bifreið sinni” nei, ég gerði ekkert slíkt. Skráður eigandi bílsins heimilaði ekki heldur leit í þessum bíl. “…en neitaði að tjá sig um gefnar sakir” Nema með verjanda viðstöddum. Frá 1. júní 2009 til dagsins í dag hef ég ekki enn verið kallaður í skýrslutöku.

i) Rétt, ökuskírteinið var ekki í veskinu mínu. Af einhverjum ástæðum, sem ég hef ekki enn leitað sérstakrar útskýringar á, fannst ökuskírteinið mitt á Suðurnesjum. Hvernig, hvenær, hvers vegna og ég veit ekki hvað og hvað, veit ég ekki.

Síðla ágúst fær #9702 afhent bréf frá skrifstofu Ríkissaksóknarans í Reykjavík dagsett 27.08.2009. Í bréfi þessu stendur:

Sakavottorð

Til yfirvalda

Vottorð þetta greinir upplýsingar um niðurstöðu í opinberum málum, sbr. 3. og 11. gr.rgl.nr.569/1999

Nafn

Þórður Ingvarsson

fæddur 25. september 1979, fæðingarnr. 509

Niðurstaða:

Ekkert brot.

Ég er aldeilis kunnur. Frægur jafnvel!

En takið eftir einu - sem ég efast ekki um að mínir glöggu lesendur hafa eflaust gert - lyfjabeiðnin er dagsett annan júní. Svar ríkissaksóknara er dagsett tuttugastaogsjöunda ágúst. Af því má áætla, nema það sé svona rosalega mikið að gera hjá Sakaskrá ríkisins, að númer 9702 hafi ekki athugað sakarvottorðið mitt fyrren síðla ágúst.

Ég spyr: Hvaða andskotans ástæðu sá hann til þess að bæta þessu skítakommenti inn í beiðni um lyfjarannsókn en hafði ekki haft rænu á því að tjekka á sakarvottorðinu mínu fyrren rúmlega þrem mánuðum seinna? Hann hefði frekar átt að segja “kunnur skítkastari” í þessari einföldu lyfjabeiðni, minn kæri Guðmundur - ef það vill svo heppilega til að þú sért að lesa þetta núna - því að þarna skeistu svo langt uppá bak að það á eftir að leka niður andlitið á þér, og þrátt fyrir mína reynslu í að þrífa mannaskít, þá held ég að þetta muni rækilega festast við smettið á þér.

Hvernig er hægt að vera - að mínu hófsama áliti -forkastanlegur fáviti í svona vinnu? Eru engin sérstök próf sem menn þurfa að ganga í gegnum til að verða lögreglumenn eða er hvaða bjána sem er hleypt í þetta starf?

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

One Comment

  1. Sigurður Aðalsteinn wrote:

    Hann Gummi Handalausi er klassískt fífl með valdafíkn og siðferðisbrest og ekki er Kristján Ingi vinur hans mikið skárri. Lögreglan í borgarnesi stundar nornaveiðar. Fjölskylda mín og ég höfum þurft að þola mikla og ofsafengna fordóma eingöngu vegna þess að lögreglan með sínum dramatísku handtökum hefur látið mig líta út einsog ógn við þetta samfélag.

    föstudagur, febrúar 26, 2010 at 02:41 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*