Skip to content

Kafli IX: VIÐVÖRUN!

(framhald af þessu)

Rétt einsog sumir alræmdir níðingar, nauðgarar og barnapervertar eru nafngreindir í fjölmiðlum, þá tel ég það bara nauðsynlegt að varað sé við þessum lögreglumanni.  Það er nefnilega eitthvað meira en lítið bogið við hann.

Ef þú ert stöðvaður  af tilefnislausu í grennd við Borgarnes af Guðmundi Hjörvari Jónssyni, lögreglumaður #9702 og telur þig kannski vera með einhver vímuefnaniðurbrotsefni í þvagi, en ert að öðru og öllu leyti allsgáður við akstur, þá skaltu gera eftirfarandi: ekki segja neitt né svara neinu. Ef hann skipar þér inní lögreglubíl, spurðu af hverju. Allt annað er frelsissvipting. Óskaðu eftir verjanda eða lögfræðing hið snarasta ef hann færir þig niður á stöð. Ef þú ert handtekin/n, óskaðu eftir því að hringja í vin eða vandamenn til að láta vita af þér, það er þinn réttur, en það sem þessi maður er þverari en þroskaskertari þráhyggjusjúklingur, þá er hann vís til að neita þér um þá ósk, en hann þarf að rökstyðja það en það sem rökhugsunin hans nær ekkert lengra en “dóp eh vont, já, fólk sem prófah dóp, vondiiiih”. Þó ég prófaði það ekki á sínum tíma en hefði auðvitað átt að hafa vit fyrir, en það er að ítreka eftir lögfræðing/verjanda. Ef hann óskar að þú “látir í té þvagsýni” neitaðu og heimtaðu að ræða við lögfræðing.

En og aftur, hann heitir: Guðmundur Hjörvar Jónsson, lögreglunúmer 9702.

Ég hvet alla sem hafa lesið mína sögu og hafa lent í þessum manni að koma með sínar reynslusögur af honum. Þessi maður á ekki skilið að vera með nein völd.

Burtséð frá því hvaða missterku skoðanir þið hafið á kannabis - eða hamp - afurðir þess og neyslu - þá er hlutur #9702 að þessu máli mjög sérstakur. Nokkrar spurningar sem ég hyggst senda á viðeigandi aðila - og ef lesendum dettur í hug fleiri spurningar, endilega viðrið þær í athugasemdakerfinu:

 • Var ég undir einhverju sérstöku eftirliti?
 • Var látið vita af einhverjum ökumanni á silfurlituðum steisjonbíl af árgerðinni 2003 að aka um þjóðveginn og vakti töluverðar grunsemdir sveitunga fyrir að keyra á grunsamlega löglegum hraða?
 • Grunaði honum mjög sterklega að ég væri að díla dóp í Dölunum?
 • Fékk hann eitt af sínum “trademarked police hunches” og fann sig knúinn til að stöðva mig sökum þess að það var ekkert að aksturslaginu mínu?
 • Hvað fær lögreglumann til þess að taka það fram í einfaldri beiðni um lyfjarannsókn að ökumaðurinn sem hann “stöðvaði við Seleyri klukkan 14:32″ væri “kunnur fíkniefnaneytandi”? Hvað lá að baki þessum orðum?
 • Gæti verið að hann hafi gúglað “Þórður Ingvarsson” og “kannabis” áður en hann kom í dalina - heimahaga sína - og haft einhverjar einkennilegar hugmyndir um mig og mína persónu?
 • Er maðurinn á einhverjum sérstökum lyfjum?
 • Eru það eðlilegir starfshættir lögreglunnar að láta “sakborninga” ekkert vita hvort það sé einhver kæra á leiðinni? Og ef það er kæra í bígerð eru það eðlilegir starfshættir að láta samt ekkert vita?
 • Og af hverju var hann ekki búinn að óska eftir þessu sakarvottorði fyrir langa lifandis löngu? Bréfið frá skrifstofu ríkissaknsóknara í Reykjavík er dagsett “27.08.2009″ en beiðnin hans Guðmunds er ódagsett, hvernig stendur á því? Kæri ríkissaksóknari, hvenær óskaði Guðmundur Hjörvar Jónsson, kunn lögreglubulla með einkennisnúmerið #9702, eftir að fá afrit af voru sakarvottorði?

Svör óskast.

Ég ítreka mína viðvörun: Passið ykkur á honum. Í honum býr skítlegt eðli.

(framhald á morgun í hádeginu klukkan 12)

3 Comments

 1. Arnar wrote:

  “Er reglubundin venja að stöðva ‘kunna fíkniefnaneytendur’ þar sem til þeirra sést og óska eftir þvagsýnum?”

  Einhvern vegin viss um (eða vona amk.) að það að vera ‘kunnur fíkniefnaneytandi’ sé ekki nóg til þess að vera kallaður í þvagprufur í tíma og ótíma.

  Bíð spenntur eftir framhaldinu..

  þriðjudagur, febrúar 9, 2010 at 12:51 | Permalink
 2. Ingþór wrote:

  Ég segi enn og aftur, rotta í hesthúsi er ekki hestur. Aumingi er eftir sem áður aumingi, einkennisklæddur eður ei!
  Ég sendi link um daginn um mjög svipuð vinnubrögð í þessu umdæmi, sama ár. Eflaust sjálfur varðstjórinn þar líka. Lastu það Þórður?

  þriðjudagur, febrúar 9, 2010 at 16:24 | Permalink
 3. ArnarÞ: Þetta er nefnilega déskoti góð spurning á margan hátt. Hvað þarf maður að gera til að vera “kunnur fíkniefnaneytandi”? Einhverjar móðursjúkar kellingar segi að ég sé það?

  Nema, aðeins nema að þetta hafi verið ástandið á Manninum. Maðurinn hafði náttúrulega hitt mig einu sinni áður og þekkti á mér typpið, kannski vildi hann sjá það aftur… eða, kannski - bara kannski, ekkert líklegt hugsa ég, þetta er bara pæling - kannski er hann einsog Dexter og safnar þvagi í bolla heima sér. Er með risastóran kæliklefa í bílskúrnum hjá sér.

  “Elskan, ég ætla að fara í skúrinn og…mmm… öööh… athuga olíuna á bílnum mínum og kannski saga viðarbút í tvennt. Og uppgötva kaldan samruna.”

  Ingþór: Jú, 17 ára pilturinn í Borgarnesi sem var látinn blása inní nammisjoppu, mældist ekkert, en var svo skikkaður til að koma í löggusjoppu og væntanlega “láta í té þvagsýni”. Kannski var þetta einhver vandræðadrengur, alltaf á djeeemmminu, drikkandi bjórmar, vera með skrílslæti. Eða bara prúðmenni, jafnvel drengur góður sem lenti í einhverju skítkasti á vinnustað.

  Eða kannski er það starfsaðferðir lögreglunnar þarna í sveitinni að allt sem móðursjúkar kellingar benda á sem “hasshaus” sé átómatískt “kunnur fíkniefnaneytandi”.

  Fréttamaður: Hvernig datt ykkur þetta í hug?!
  Löggimann: Tja. Svona vinnum við bara hérna, þetta er bara svona í sveitinni.
  Fréttamaður: Ok! Bæ.

  miðvikudagur, febrúar 10, 2010 at 00:59 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*