Skip to content

Kafli X: MÁLALOK?

(framhald af þessu)

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til að slútta þessu ævintýri í bili. Þó er ýmislegt sem vekur upp furðu og þar af leiðandi örfáar spurningar.

Eftir að hafa rætt við tvo lögfræðinga, einn lögfræðinema sem er að klára masterinn og svo hæstaréttalögmann er niðurstaðan sú að ég gat ekki komist hjá því að skrifa undir þessa sektargerð þann 4. febrúar síðastliðin, sem þýðir að þetta færist í sakaskrá: akstur undir áhrifum fíkniefna - og verður þar næstu þrjú árin eða svo. Þegar skriffinskan í kringum það verður klárað þá, voíla, prestó, zimzalabim; hefur mér opinberlega verið refsað fyrir eitthvað sem ég gerði svo sannarlega ekki. Fyrir utan að vera ekki með ökuskírteini. Ég hefði kannski gúdderað það.

Engu skiptir hversu hroðvirknislega þetta mál var unnið, ekki heldur að lögreglumaðurinn segir ósatt í sínum skýrslum, hvernig komið var fram við mig eins og ég væri bona fide glæpamaður og að ég hafi ekki verið upplýstur um eitt né neitt varðandi þessi mál og hvort það hafi verið eitthvað mál til að byrja með. Það skiptir ekki heldur máli að ég hafi verið allsgáður við akstur. Þetta hefur Hæstiréttur nýlega staðfest:

Þvagprufa með einhverju ólöglegu niðubrotsefni er metin hærra en blóðprufa með engu (eða engu mælanlegu magni af) ólöglegu niðurbrotsefni!

Sko, hér er smá líffærafræði fyrir leikskólabörn: þvag, einsog skítur, er úrgangur og drasl. Og allt sem finnst í þvagi er meira drasl, eða “niðurbrotsefni”. Það er ekki einsog ég hefði getað pissað uppí munninn á einhverjum fávita - bara einhvern handahófskenndan fávita klæddan í lögreglubúning frá Borgarnesi með einhverri handahófskenndri tölu (best að pikka inn eitthvað af handahófi) 9702 (þvílík tilviljun!)  - og viðkomandi hefði orðið uppdópaður af eiturdópsniðurbrotssýru. Það virkar ekki svoleiðis, það eina sem hefði gerst er að viðkomandi hefði fengið hland í munninn. Ég veit ekki hvort ég hef tekið það fram almennilega en, svo það komi skýrt fram: ég var allsgáður við akstur og það fannst ekki mælanlegt magn af kannabis í blóði.

Hver er lógíkín? Nú, að refsa fólki á einhvern hátt fyrir að neyta kannabis og annarra vímuefna. Það skiptir engu máli að þú hafir verið allsgáður við akstur. Og þetta hef ég frá hæstaréttalögmanni. Það sem gerir þetta enn furðulegra er að stuttu áður en ég lendi í þessari aumkunarverðu lögreglubullu þá var haft eftir Dóms-og mannréttindaráðherra í Fréttablaðinu eitthvað á þá leið að yfirvöld ætla sér ekki að eltast við eða refsa þeim sem neyta kannabis. Annað kom á daginn.

En sökum þessa undarlegu afstöðu hæstaréttar þá er varla séns að ég geti leitað réttar míns - hér á landi allavega - jafnvel þó á honum sé brotið. Nema Ragna Árnadóttir sjái ærna ástæðu til að ógilda þessa sektargerð. Því þrátt fyrir nokkra meinbugi í starfi þá virðist hún vera sómakona, kvenskörungur og drengur góður, í allra elstu og íslenzkri merkingu þeirra orða.

Hvernig er hægt að ætlast til þess af fólki eldra en 18 ára sem hefur bílpróf að það eigi bara alls ekkert að keyra í allt að sex vikur eftir að hafa neytt kannabisefna? Hverskonar vitfirra er það eiginlega? Það eru ekki allir sem hafa aðgang að strætó og varla fer maður að hringja í vinnuna til að segja “Nei, því miður, ég kemst ekki heldur í dag því það eru þrjár vikur síðan ég neytti kannabis og ég get bara ekki tekið áhættuna á því. Þú hlýtur að skilja.”

Ég átta mig ekki á því hvað þjóðfélagið græðir á því að hafa opið fyrir þann möguleika að gera heiðvirt vinnandi fólk sem neytir vafasamra vímugjafa af og til að einhverjum glæpamönnum. Allavega ómaklegar tilraunir til þess líkt og ég lenti í. Þurfum við í alvöru fleiri glæpamenn? Er það kannski atvinnuskapandi? Ég veit það ekki. Blóðrannsóknin sjálf kostaði ca 64.000 kall. Sektin er 75.000 smakkers. Ekki séns að ég borgi brúsan og sektina. Frekar tek ég nú bara sex daga samfélagsþjónustu eða sex daga gæsluvarðhald. Kannski bara í sumarfríiunu mínu? En á móti kemur að ég eða einhverjir aðrir sakleysingjar munu hugsanlega eiga erfiðara um vik með ýmislegt; t.d. að fá atvinnu, halda í atvinnu, eiga í erfiðleikum með að ferðast erlendis og ekki sé minnst á mannorðsmissi og fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón.

Mér finnst þetta auðvitað ekki vera réttlát, en réttlætið hér á landi snýst ekkert endilega um “réttlæti”. Það snýst um nógu fokking mikið ríkidæmi. Ef ég væri ríkur, þá hefði ég líklegast getað a)látið þetta mál hverfa eða b) reynt það almennilega fyrir dómi. Grunnkostnaður við að fara í almennilegt einkamál er um hálf milljón. En, nei, ég get það ekki útaf þeirri staðreynd að ég er bara alls ekki nógu ríkur til að standa í svoleiðis. Þess vegna fær svona óréttlæti að viðgangast. Allavega um sinn. En því fleiri sem láta í sér heyra, því betra og því fyrr er hægt að gera útaf við svona óþarfa óréttlæti. Svona aðfarir og asnaskapur er algjörlega ótækt í svona litlu þjóðfélagi.

Það er vissulega óskandi að þessi saga mín muni breyta einhverju innan stjórnsýslunnar, og kannski, bara kannski, mun hún gera það. En ætli það þurfi ekki meira til en sæmilega góða og ágætlega vel framsetta sögu, og hvað sem þetta “meira” verður verður væntanlega algjört streð. Mér fannst bara mikilvægt að koma þessu á framfæri, enda hefur þetta haft óbætanleg áhrif á mitt líf og vonandi að þetta verðir víti til varnaðar saklausra einstaklinga sem lenda í klónum á kunnum lögreglubullum einsog Guðmundi Hjörvari Jónssyni, #9702 - einnig kallaður Gummi handalausi, og er af Skaganum.

Er þetta búið? Ekki alveg:

Fylgist með í framtíðinni þegar anarkóbóhedónistinn fer í mál við ríkið.

Ég þakka áhugasömum fyrir áhugasaman lestur og það væri ekki amalegt - en alls ekki nauðsynlegt - ef þið eruð aflögufær að kannski veita mér nokkra hundraðkalla á rkn. 0101-26-017909, kt. 250979-5099. Þigg líka bjór ef þið þekkið mig á pöbbnum. Það fór smá vinna í þennan texta og svo mun það eflaust hvetja mig til að skrifa meira ef fólk hefur áhuga á því sem ég hef stundum að segja.

Góðar stundir.

25 Comments

 1. Erna Magnusdottir wrote:

  Mér finnst þetta með að þvagprufa með mælanlegu magni vegi meira en blóðprufa án mælanlegs niðurbrotsefnis ansi hæpið!

  Ég er sameindalíffræðingur og vinn við líffræðirannsóknir. Það er vitað mál í því sem ég geri að það telst ekkert fullsannað nema þú náir að mæla hlutina með alla vegana tveimur mismunandi aðferðum og niðurstöður BEGGJA séu samhljóðandi. Annars eru miklar líkur á því að jákvæð niðurstaða sé af völdum einhvers óþekkts þáttar, þ.e. afleiðing af einhverju öðru (e. artefact).

  Það er náttúrulega bara rugl að velja jákvæðu niðurstöðuna og ákveða að hún gildi! Algerlega bíaserað mat á niðurstöðum! Góða bullið!

  fimmtudagur, febrúar 11, 2010 at 21:32 | Permalink
 2. Grímur wrote:

  Já ekki kom mér á óvart að þú skyldir sníkja pening og bjór eftir að hafa lesið þessa ótrúlegu lífsreynslu þína. Þú þarft náttúrulega að reykja eitthvað með bjórnum eer það ekki. Átt ekki fyrir stuði sjálfur?

  Á ótryggðum bíl, ökuskírteinislaus hugsanlega undir áhrifum sljóvgandi vímefnis, leggjandi samborgara þína í hættu vegna þess að ÞÉR finnst allt í lagi að vera hassreykingamaður og ökumaður í senn, er einfaldlega ekki ásættanlegt fyrir samborgara þína. Það getur enginn þokkalega skynsamur maður vorkennt þér eftir þessi furðulega barnalegu skrif. Þú heimtar frelsi en ert ekki tilbúin að axla ábyrgð. Mér finnst það frekar aumt.

  föstudagur, febrúar 12, 2010 at 14:34 | Permalink
 3. Alltílagi að vera hassreykingarmaður og ökumaður í senn? Ertu að djóka eða? Vorkunn… frelsi? Um hvað ertu að tala maður? Ertu útúrspíttaður?

  föstudagur, febrúar 12, 2010 at 15:09 | Permalink
 4. Vá, mögnuð athugasemd, veit ekki hvort það sé þorandi að svara því almennilega. Þetta er eflaust lögreglumaður sem ekki las þessa “ótrúlegu lífsreynslu” og einblínir á tittlíngaskít. En:

  Já, ég sníki pening og ég sníki bjór.

  Bíllinn var - svo best sem ég veit - tryggður, ökuskírteinið af einhverjum ástæðum á Suðurnesjum - en ég hafði ekki haft neina ástæðu til að draga ökuskírteinið mitt upp þangað til þennan örlagaríka dag og var mjög undrandi að það var horfið. Fékk ökuskírteinið mitt sent til mín vikuna eftir, stakk því í veskið og hef ekki enn haft ástæðu til að draga það upp, en ég kíki reglulega á hvort það sé ekki alveg örugglega til staðars.

  Ég var ekki undir áhrifum sljóvgandi vímuefna og var því ekki að leggja samborgara mína í hættu. Hef tvisvar verið tekin fyrir of hraðan akstur á þeim tíu árum sem ég hef keyrt bíl- bæði skiptin á beinum, greiðfærum þjóðvegi eitt á heiðskírum, sólríkum degi. Og ég heimtaði ekki “frelsi”, ég heimta að vísu að umræðan verði tekin uppá skárra plan, sem gæti hugsanlega ollið heilablæðingum af ofreynslu hjá forkastanlegum fávitum einsog þér.

  Skynsamt fólk sér hvað þetta er óréttlátt. Þú ert vitleysingur.

  föstudagur, febrúar 12, 2010 at 15:27 | Permalink
 5. Nói wrote:

  Erna Magnúsdóttir sameindalíffræðingur skrifa hér fyrir ofan: “Ég er sameindalíffræðingur og vinn við líffræðirannsóknir. Það er vitað mál í því sem ég geri að það telst ekkert fullsannað nema þú náir að mæla hlutina með alla vegana tveimur mismunandi aðferðum og niðurstöður BEGGJA séu samhljóðandi.”

  Þú vitnar einhversstaðar í þessum bloggfærslum til dóms frá 1994 þar sem ekki mátti leita í herbergi unglings þó svo að pabbi hans hefði gefið leyfi.

  Ég bendi á móti á dóm Hæstaréttar nr.519/2004

  http://www.haestirettur.is/domar?nr=3346

  Í þessum dómi kemur skýrt fram að ekki þurfi að koma til mælingar, hvorutveggja úr blóði og lofti, til að ökumaður teljist vera undir áhrifum og missi þ.a.l. ökuleyfið.

  Þetta mál er sambærilegt… mæling úr blóði - mæling úr þvagi.

  Þó svo að “sameindalíffræðilega” séð þurfi að koma til tvær rannsóknir svo fullsannað þyki að tiltekið efni finnist í rannsóknarefni… þá er það augljóslega ekki eins til að það teljist lögfræðilega sannað eins og berlega kemur fram í þessum dómi frá 14.apríl 2005

  Þar sem þú ert að eiga við lögin, þá ÞVÍ MIÐUR vegur lögfræðilegt sannleiksgildi meira en sameindalíffræðilegt sönnunargildi.

  Annars er ég nokkuð sammála þér Þórður… burt séð frá skoðun minni á neyslu kannabisssss, að svipting ökuleyfis eða önnur viðurlög við umferðarlaga “brotum” eigi að miðast við ástandið sem fólk ER í ÞEGAR það er tekið en ekki ástandið sem fólk VAR í daginn áður eða daginn þar á undan.

  Gangi þér vel með þetta

  Bestu kveðjur
  Nói

  föstudagur, febrúar 12, 2010 at 21:50 | Permalink
 6. Ég þakka þér kærlega fyrir þessa ábendingu.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 03:37 | Permalink
 7. En, þú ert að rugla saman reitum, Nói minn. Og afsakið ef ég sé að gera lítið úr því sem þú hefur að segja eða tala niður til þín, því það er alls ekki meininginn.

  Það var leitað í mínum vistaverum þann 22. maí. Verulega vafasamt hvernig af því var staðið.

  Þann 1. júní var ég stöðvaður, skipaður í lögreglubíl, fluttur á lögreglustöð og svo skikkaður til að pissa í bolla.

  Ég var ekki að keyra bíl í fyrra skiptið, en ég var að keyra bíl í seinna skiptið, það á 90-100 kílómetra hraða, á undan lögreglubíl, sem keyrði á sama eða svipuðum hraða, á Þjóðvegi eitt, í 15-20 mínútur, eða, þartil ég var svo heppilega stöðvaður við Borgarnes. Fyrir hvað? Tja… það ætti að vera lagalegt vafamál. En hæstiréttur tók einhverja undarlega afstöðu, mjög undarlega afstöðu.

  Málið er að: Ég var ekki að gera neitt annað en að keyra bíl. Vandamálið var: Ég var með niðurbrotsefni, nota bene, NIÐURBROTSEFNI, þetta er voða flott orð yfir “drasl”, í þvagi. Ég var ekki undir neinum áhrifum.

  Fékk ég tækifæri á því að mótmæla því?

  Neibb, engan veginn.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 03:47 | Permalink
 8. Nói wrote:

  Með tilvísun minni í þennan dóm var ég nú bara að sýna fram á að það sem Erna Magnúsdóttir skrifaði um að reglur í sameindalíffræði þurfa ekki að gilda um lögfræðileg álitaefni.

  2.mgr.45.gr.a umferðarlaga nr.50/1987 segir: “Mælist ávana- og fíkniefni skv. 1. mgr. í blóði eða þvagi ökumanns TELST HANN VERA UNDIR ÁHRIFUM ávana- og fíkniefna og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega.” …. [leturbr.mín]

  2.mgr.47.gr.umferðarlaga nr.50/1987 segir: “Lögreglan getur fært ökumann til rannsóknar á öndunar-, svita- og munnvatnssýni EÐA til blóð- og ÞVAGRANNSÓKNAR ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., 45. gr. eða 45.gr.a EÐA hann neitar lögreglunni um að gangast undir öndunarpróf eða láta í té svita- eða munnvatnssýni eða er ófær um það. Liggi fyrir grunur um önnur brot en akstur undir áhrifum áfengis getur lögreglan auk þess fært ökumann til læknisskoðunar. Sama á við þegar grunur er um akstur undir áhrifum áfengis og sérstakar ástæður mæla með því.” [leturbr.mín]

  Skv.þessum lögum finnst MÉR nokkuð skýrt að þvagrannsókn sé næg… og að þeir hafi verið í fullum rétti til að láta þig míga í plastmál.

  Það má vel vera að ég sé að rugla…. ég er bara týpískur “amatör”.

  Ef það eru einhver önnur lög sem segja eitthvað annað…. þá held ég að þú ættir að velta alvarlega fyrir þér að krefja lögfræðing þinn um endurgreiðslu á málsvarnarlaunum sökum lélegrar fagmennsku og skort á lagalegri þekkingu.

  Annars óþarfi hjá þér að afsaka niðurtal eða að þú sért að gera lítið úr því sem ég hef að segja… Mér finnst þetta gott svar hjá þér. Um að gera að skiptast á skoðunum….. til þess er leikurinn gerður :D

  Kveðja

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 04:39 | Permalink
 9. Nói wrote:

  Annað mál…

  Ef þú fékkst ekki tækifæri til að andmæla því að þú hafir verið undir áhrifum í Hæstarétti, þá er verið að brjóta gróflega á þínum mannréttindum.

  Mér sýnist málið einfaldlega snúast um að þú sért ósammála lögunum.

  Ef þú hefur ekki fengið tækifæri til andmæla… þá myndi ég hiklaust leita til mannréttindadómstóls Evrópu.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 04:44 | Permalink
 10. Einmitt.

  Nei. Þetta er alveg rétt hjá þér. Og það sem þú ert að koma með er einmitt það sem hæstaréttalögmaðurinn kallaði “open and shut case”.

  Samkvæmt lögum var ég keyrandi undir áhrifum. Samkvæmt lögum! Og þessi tilteknu lög eru afskaplega vafasöm.

  En! Ég var bláedrú, það mældist eitthvað vafasamt í þvagi en ekkert “mælanlegt magn” í blóði. Ég, vitandi ekki neitt, mundi nú telja að það væri metið útfrá því hvað mældist í blóði hversu hæfur maður væri til aksturs. Og, ég var vel hæfur til aksturs því ég var allsgáður. Ég get hent út klisjunni “ég ætti að vita það manna best, enda var ég þarna” en hún dugar skammt, en blóðprufan ætti að sanna það.

  En, og aftur en… andvarp.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 04:53 | Permalink
 11. Málið er, ég fékk aldrei tækifæri á því að andmæla einu eða neinu.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 04:55 | Permalink
 12. Auk þess fór þetta tiltekna mál mitt aldrei fyrir hæstarétt, það er bara fordæmi fyrir þessu.

  Afsakið ef það kom ekki nægilega vel til skila.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 04:58 | Permalink
 13. Ég skal meira segja bæta um betur varðandi þetta og bjóða þetta einstaka tilboð:

  Ég er tilbúinn, fyrir Kastljós eða Ísland í dag, að keyra venjulegan bíl 100 kílómetra (segjum Hvolsvöllur bara) frá BSÍ í Reykjavík og til baka við eftirfarandi aðstæður:
  a) gjörsamlega bláedrú
  b) nývaknaður
  c) bólufreðinn
  d) daginn eftir
  e) viku seinna
  f) tveim vikum seinna

  Með lögreglumann í öllum tilvikum í farþegasætinu - og kameru líka - svo fremi sem hann kvartar ekki yfir tónlistinni og að ég verði ekki kærður eða sektaður fyrir að keyra undir áhrifum. Ég er semsagt að tala um að ég keyri bíl undir þessum kringumstæðum frá a til f. S.s. Keyri allsgáður til Hvolsvallar og aftur til baka. Keyri nývaknaður til Hvolsvallar og aftur til baka. Keyri alveg gjörsamlega útúr heiminum til Hvolsvallar og aftur til baka, ef ég get. Svo aftur daginn eftir, aftur viku seinna og aftur tveim vikum seinna. Bara, svo það komi skýrt fram hvað ég er tilbúinn að gera.

  Köllum þetta svakalega vafasama tilraun.

  Get líka gert annað, líkt og einn ágætis útvarpsmaður, og keyrt ökuhermi meðan ég er allsgáður eða í vafasömu ástandi og það verði sýnt í sjónvarpinu.

  Það eina sem einhver hefur að tapa er ég.

  Ég bíð spenntur.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 05:26 | Permalink
 14. Einar Jón wrote:

  Nói: er ekki rétt skilið hjá mér að engin “ávana- og fíkniefni” (heldur einungis niðurbrotsefni), fundust í þvaginu? Lögin sem þú vísar í eiga því ekki við.

  Ég skil dóminn þannig að aðeins önnur af þessum 2 aðskildu aðferðum sé nauðsynleg til að sýna fram á vímuástand (vörnin byggðist á að öndunarsýni vantaði - en maður fjórfalt yfir mörkum í blóði ætti að anga svo mikið að löggan fór beint í blóðsýni). Þetta segir ekkert um hvað á að gera ef hvorutveggja er framkvæmt og niðurstöðum ber ekki saman.
  Í báðum tilvikum (dómnum og hjá Þórði) er blóðprufan mun nákvæmara mælitæki, - ekki satt?

  Ég hef aldrei prófað neitt sterkara en áfengi, en er maður virkilega undir áhrifum kannabis í 6 vikur eftir neyslu. Getur einhver staðfest það?

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 07:47 | Permalink
 15. Auðvitað er maður ekki undir áhrifum kannabis allt uppað sex vikum eftir neyslu. Áhrifin vara í 3-5 tíma.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 13:42 | Permalink
 16. Nói wrote:

  Einar Jón… Ég veit ekki hvernig löggjafinn skilgreinir ávana-og fíkniefni… þá meina ég hvort niðurbrotsefni í þvagi teljist vera “undir áhrifum” eins og sagt er í þessum lögum.

  Annars get ég vottað það af eigin reynslu að neysla kannabis hefur engin áhrif á fólk daginn eftir neyslu. Hvorki á dómgreind eða á ástand til að stjórna bifreið…. þannig að þessi lög eru svoldið hörð, þ.e.a.s. ef hægt er að dæma fólk fyrir að “keyra undir áhrifum” þegar niðurbrotsefni finnast í þvagi.

  Ég er mjöööööög sammála um að þetta sé mjög strangt… og meira að segja bara ósanngjarnt, en þetta er lög, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 13:53 | Permalink
 17. Mér líkar það verr og lögum er hægt að breyta.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 15:24 | Permalink
 18. gamla wrote:

  Þetta er svo mikil þvæla að ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.

  Ég er búin að ákveða að ef að ég lendi í því að mýga í bolla þá mun ég miskunarlaust skvetta úr bollanum framan í það fasistasvín sem stendur yfir mér á meðan.

  laugardagur, febrúar 13, 2010 at 19:19 | Permalink
 19. Siggi wrote:

  Ég veit ekki með þig en ég er ennþá bólubólu eftir jónuna sem ég reykti um áramótin ;-)

  En svona í fyllstu alvöru þá verður þessi umræða að fara á annað plan. Eins og endurspeglast í skrifum Gríms hér að ofan þá fer umræðan oft út í þær ályktanir að neytendur séu “alltaf reyktir” (að neyslan hafi áhrif á ákvarðanir þeirra þegar þeir eru ekki undir áhrifum). Neyslumynstur fer eftir einstaklingum hvort sem um ræðir áfengi eða gras.

  Það skiptir engu máli hvort Þórði “finnst allt í lagi að vera hassreykingamaður og ökumaður í senn”, það sem skiptir máli í þessu tilviki er hvort hann var undir áhrifum - og það var hann ekki.

  sunnudagur, febrúar 14, 2010 at 21:25 | Permalink
 20. Teitur wrote:

  Ég er mjög á þeirri línu sem Nói skrifar hérna að ofan, þessi lög eru of ströng að mínu mati. Það að ef niðurbrotsefni mælast í þvagi þá teljist maður undir áhrifum er of langt gengið. Finnst að það þyrfti að mælast í blóði líka.

  Mér finnst þú samt ráðast of harkalega á lögreglumanninn og gera þetta of persónulegt.

  Góður málstaður þinn skaðast af þessum skrifum um lögreglumanninn og það er leiðinlegt að þurfa að lesa sig í gegnum margar blaðsíður af persónuníði til þess að fá mynd á söguna.

  Sjálfsagt mál fyrir þig að gera athugasemdir um vinnubrögð hans, en þetta er alltof langt gegnið miðað við tilefnið, finnst mér.

  Gangi þér vel Grímur.

  þriðjudagur, febrúar 16, 2010 at 00:43 | Permalink
 21. ónefndi starfarinn wrote:

  Það er alveg vel hægt að segja af þessu sem Þórður hefur skrifað um hann Guðmund, að þar sé full langt gegnið. Og eflaust mundi öllum finnast hund-fokking-ömurlegt að sjá svona skrif um sig.
  En það er bara ekki case-ið. þessi maður kom fram við okkur af pjúra mannvonsku, “afþví hann gat það”. Þessi maður, að mér finnst, má alveg fá gott spark í rassinn, en því miður, fyrir hann, er netmiðillinn þessi líka frábæri kostur til að vara við þessum gaur.
  Það þarf að sýna fordæmi, sýna það að almennur borgari lætur ekki fara svona með sig. Því miður eru alltofmörg dæmi um eitthvað svona. Að maður sem misnotar vald sitt svona, muni sjá afleiðingar (vonandi, en ætli yfirvaldið líti ekki á þetta mál sem “einhverjir hasshausar að nöldra”).

  Maður hefur heyrt ýmislegt um þennan náunga, og þetta er ekkert einsdæmi. Þetta var ekki einhver slæm vika sem hann lét bitna á öðrum, vinnubrögð hans ERU svona. Ekki skrýtið hann eigi enga vini.

  Ég er bara að segja það að það hefði mátt fara öðruvísi að.

  þriðjudagur, febrúar 16, 2010 at 10:45 | Permalink
 22. ónefndi starfarinn wrote:

  * Það er vonandi að maður sem misnotar vald sitt svona, muni sjá afleiðingar

  þriðjudagur, febrúar 16, 2010 at 10:47 | Permalink
 23. Einmitt. Þetta er ekkert í fyrsta sinn og hvað þá í síðasta sinn sem einstaklingur einsog ég lendi í þessum manni. Einsog ég tók fram í “níðromsunni” þá hef ég nær eingöngu heyrt miður góðar sögur af honum og hans störfum og ég hef rætt við slatta af fólki þarna á svæðinu. Það að fregnir af starfsaðferðum og persónu þessa manns fréttust alla leið til Hornafjarðar - áður en ég birti þessa glæpasögu - hlýtur að segja sitthvað um orðsporið hans. Hann er almennt illa liðinn.

  Þetta er einstaklingur sem leggst á fólk sem honum einfaldlega líkar ekki við og ef ég hefði verið búsettur á Borgarnesi eða nágrenni þá hefði ég ítrekað verið stöðvaður af þessum mannandskota bara fyrir það eitt að keyra útí sjoppu. Persónulegt? Heldur betur. Hann lýgur að mér, hann segir ósatt í þessum skýrslum, tekur ekki fram að ég óski eftir verjanda og segir svo að ég sé “kunnur fíkniefnaneytandi” þegar ég er með hreina sakaskrá - þar til núna. Það eitt að vera á sakaskrá - fyrir ekki neitt - mun hafa töluverð áhrif á allt mitt líf. Auðvitað er þetta persónulegt.

  þriðjudagur, febrúar 16, 2010 at 14:25 | Permalink
 24. Teitur wrote:

  Ég skil þig svosem Þórður og sannarlega myndi ég verða reiður í þínum sporum.

  En… í stóra samhengi hlutanna þá varstu samkvæmt lagabókstafnum, gripinn glóðvolgur við lögbrot…

  Þetta eru samt ólög finnst mér, ef engin efni mælast í blóðinu, þá ertu allsgáður og því stafar ekki nein hætta af þér í umferðinni, læknisfræðileg staðreynd (held ég) og góð og gild rök.

  miðvikudagur, febrúar 17, 2010 at 00:06 | Permalink
 25. [Þessi heljarinnar romsa verður sérstök bloggfærsla]

  Ath. að hlekkurinn virkar ekki fyrren um hádegið í dag að GMT-staðartíma, miðvikudaginn 17. febrúar.

  Á meðan getiði spekkað þetta.

  miðvikudagur, febrúar 17, 2010 at 03:30 | Permalink

  One Trackback/Pingback

  1. æBlogDodd / Kafli X: Viðauki on miðvikudagur, febrúar 17, 2010 at 12:31

   [...] viðbrögð Þórður Ingvarsson um „Kafli X: MÁLALOK?“Teitur um „Kafli X: MÁLALOK?“Þórður Ingvarsson um „Kafli X: MÁLALOK?“ónefndi starfarinn um „Kafli [...]

  Post a Comment

  Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
  *
  *