Skip to content

Bitri maðurinn

Ég var í tygjum við stúlku hér í Reykjavík síðan í september tvöþúsundogníu. Í janúar fór hún til Danmerkur í skóla og verður þar fram að sumri. Samband okkar var bara nokkuð gott, dálítið stirðbusalegt sökum aðstæðna minna í fyrrahaust, en engu síður ánægjulegt. Elskulegt jafnvel og gat oft á tíðum verið frábært. En, hún fór til fokking Danmerkur í skóla og verður þar í hálft fokking ár og þessi tími er fokking ömurlega lengi að líða og mér líður fokking ömurlega og verð þannig lengi.

Við “hættum saman” rétt áður en hún fór (með þá varnagla að þetta væri “opið samband”). Ég vill halda sambandi en hún virðist alltaf vera voða upptekin þarna úti og virðist ekkert hafa tíma til að tala við mig. Ég veit það ekki. Nú er bara liðinn alltof langur tími síðan við vorum í einhverju sambandi síðast og þegar þögnin er orðin svona óbærileg þá fer maður í tilfinningalegan vítahring og allt virðist stefna í algjört vonleysi, depurð og leiðindi. Andlegt óefni. Ekki sé minnst á vafasamar vangaveltur um hennar einkamál þarna úti.

Mín kvennamál er ekki uppá marga fiska. Ég er sjúklega feiminn og hlédrægur þegar kemur að hinu kyninu. Þessi persónueinkenni hafa einnig gert mig ansi bitran. Og öll mín sambönd hafa endað í einhverju gríðarlegu og ótrúlegu “mje”-i og einstök tilfelli af einhverju drama.

Það væri óskandi að við gætum tekið upp þráðinn aftur, en það er þessi fjandans óvissa - auðvitað - varðandi framtíðina, því ég veit ekkert hvað gerist þegar hún kemur aftur. Breytir því ekki að ég sakna hennar alveg ómælanlega mikið og óska þess innilega að hún hafi bara aldrei farið.

Eða allavega frestað þessu í hálft ár eða eitt.

2 Comments

 1. Kreppumaðurinn wrote:

  Aldrei gott að blogga undir áhrifum áfengis … biturleiki blandast illa við mjúkleika.

  þriðjudagur, mars 9, 2010 at 20:56 | Permalink
 2. Ég var ekki undir áhrifum neinna efna.

  kv.
  Bitri mjúki maðurinn.

  þriðjudagur, mars 9, 2010 at 21:01 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*