Skip to content

Skilinn við Símann

Jæja. Eftir að hafa ítrekað fengið frekar háa reikninga síðan í desember, ekki látið mann vita á stafrænan né símvænan hátt að ég á eftir að greiða einhvern einn reikning, tvisvar verið drepið á öllu sambandi við umheiminn án þess að senda manni - í það minnsta - staðlað sms á borð við:

Á morgun slökkvum við á fokking síma- og netsambandi hjá þér! Múhahaha! Fokkjú lúði og fokkastu til að greiða reikningana þína! Hommi! Kær kveðja, Síminn.

Þá er ég loksins búinn að segja upp allri áskrift að þjónustu Símans og fært mín viðskipti til Vodafone. Loksins segi ég, enda hefði ég átt að vera búinn að því fyrir langa lifandis löngu. Í þrí- eða fjórgang hef ég þurft að drusla mér uppí greiðsluþjónustu Símans í Ármúla - enda þýðir ekkert að hringja í þessa starfsemi þar sem maður þarf að bíða í fokking símanum allt uppað klukkutíma - til að lýsa furðu minni yfir furðulegum reikningum. Hef þó lítið útá að setja varðandi greiðvirkni starfsmanna greiðsluþjónustu Símans við að leiðréttar þessar villur. En ein mistök hefði ég getað þolað, fjórum sinnum er þrem of mikið.

Og komonn! Ekki loka fokking símanum hjá manni fyrirvaralaust! Það er bara ókurteisi og dónaskapur og ekki sé minnst á hvað það er óþægilegt að vera fokking símalaus.

Bless, bless Síminn.

Lesið æsispennandi 3g-ævintýrið mitt:

I. VARIÐ YKKUR Á 3G NETLYKLI SÍMANS, VODAFONE OG NOVA!
II. ÖGN MEIRA UM 3G
III. 3G III: ÞRÍR GUÐMUNDAR

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*