Skip to content

Samskipti, ég bara skil ekki

Ég virðist eiga við vissa samskiptaörðugleika að stríða. Eða mér finnst það allavega. Minn aðalsamskiptamiðill er skrifað form og til þess nota ég gjarnan intervefinn, s.s. feisbúkk, blogg og spjallsíður, en ég get vissulega tjáð mig líka í töluðum orðum. Oftar en ekki finnst mér það vera betra.

Ég held að vandamálið felist samt ekki í netnotkunina, hún felst í símanotkun. Eða öllu heldur skort á símnotkun. Og svo viðhorfið gagnvart þessum tveimur samskiptamátum. Ég hringi mjög sjaldan í fólk. Veit ekki hvort að aðrir séu haldnir þeim kvilla - eða vana - að nota nær eingöngu internetið til að “hitta” og spjalla við fólk, en ég er allavega einn af þeim. Veit ekki hvernig það kom til.

En þó iða ég oft í skinninu við að hringja í fólk og heyra í því í þeim hugsanlegu hugleiðingum að hittast og spjalla saman í raunheimum. Vandamálið er, að ég veit stundum ekkert hvort ég megi það hjá öðrum en góðum vinum og ættingjum. Mér finnst ég nefnilega oft þurfa einhverskonar leyfi. Einsog ég sé sex ára. Láta vita á undan sér áður en maður hringir. Sem er - að mér finnst - alveg stórundarlegt viðhorf og verulega furðuleg þróun á tjáningarformi. Er það eðlilegt og nútímalegt að auki? Ég er með símanúmerið, hvað geri ég? Sendi SMS. Auðvitað! Ég get ekki fengið mig til að hringja í eitt símanúmer og þenja mig. Hvað er að mér?!

Þetta er líka óttaleg hræðsla við hið “ókunnuga” - maður hefur kannski spjallað við manneskjuna í nokkra mánuði, jafnvel örfá ár, en að heyra ókunnuga rödd í símanum. Sjittmar. Ég næstum fríka út við tilhugsunina, en fæ væna noju að horfa á þumalinn fyrir ofan “Hringja”-takkan á símanum. Eru fleiri svona fuglar einsog ég? Hvaðan kemur þessa skrípalega hegðun?

Örugglega frá öllum þessum hollívúdd-myndum.

3 Comments

 1. Þetta er heimur í þróun. Í minni bernsku droppaði fólk iðulega í kaffi til nágrannanna, alveg án fyrirvara og öllum fannst það eðlilegt. Síðan fór fólk að þurfa að hringja á undan sér, annað var ókurteisi. Núna þurfa menn að senda tölvupóst eða SMS áður en þeir hringja á undan sér. Ég veit ekki hvar þetta endar.

  En þú ert alltaf velkominn í kaffi upp á Skaga. Hringdu samt á undan þér upp á að ég verði heima. :)

  fimmtudagur, mars 18, 2010 at 02:03 | Permalink
 2. Þakka þér fyrir rausnarlegt tilboð.

  Gengur strætó ennþá uppá Skaga?

  fimmtudagur, mars 18, 2010 at 17:34 | Permalink
 3. Já. Hægt að sjá upplýsingar um ferðir á strætóvefnum.

  föstudagur, mars 19, 2010 at 01:22 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*