Skip to content

Hvað er uppi heimalingur?!

Vá, ég verð bara að koma þessum klisjukenndu og lummó skilaboðum á framfæri, en það tengist náttúrulega bloggnotkun - eða öllu heldur vöntun á þeirri iðju minni. Þetta eru svona dæmigerð skilaboð sem hefur verið piprað á nokkur íslensk blogg í gegnum tíðina og ég tel það, einsog ég hef áður ýjað að í byrjun, algjörlega bráðnauðsynlegt að rita þau niður hér þannig að allir geta lesið þau skilaboð, vegið og metið og lagt sinn persónuleg dóm yfir gjörninginn. Án þess að ég vilji draga þetta á langin, enda veit ég að spenna lesandas er gríðarleg, efast ekki eitt andartak um það að þessi orð eru akkúrat þessa stundina að veita þér þá notalegu tilfinningu einsog einhver sé að kitla blöðruhálskirtillinn og þú finnur fyrir unaðshrollinum leika ljúft upp um bakið á þér og þaðan sem það breiðist útum alla útlimi og fram að fingurgómum og útúr barkanum á þér bergmála frygðarstunur eitt andartak og áður en þú veist af er þessi yndislega tilfinning næstum horfinn en bara rétt áður en ég hnykki harkalega með nokkrum reður góður orðum þannig að þér finnst einsog klyftan klofni: Fokk hvað er langt síðan ég hef bloggað!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*