Skip to content

Eitthvað nýtt títt tík?

Fyrir utan að vera oft alveg óendanlega latur - það latur að maður nennir ekki einu sinni að fara sofa því það er of mikið vesen að standa upp frá tölvunni, drottast inná bað, taka upp setuna, míga beint ofaní klósettið, þvo sér um hendurnar, bursta í sér tennurnar, kreista fílapensla, staulast svo inní svefnherbergi, taka af sér spjarirnar, leggjast uppí rúm og renna yfir sig sængina, ég meina sjitt, það sem maður þarf að leggja á sig fyrir svefninn, ekki sé minnst ef fleiri verkefni bætast við einsog; að slökkva ljósin, loka hurðum, fara úr og í inniskó, skíta og skeina sér, þetta hrannast bara upp! - þá tókst mér nú samt að fá vinnu. Meira segja tvær. Og ekki bara vinnu, maður hefur einnig eignast nýja vini og auk þess hef ég nælt mér í svotilkallaða kærustu.

Já! Þið lásuð rétt þið sem ekki vissuð. Svakalega sekksí, sætri, suðrænni, seiðandi og svarthærðri skvísu. Þegar ég segi suðræn og svarthærð, þá meina ég að hún er upprunin frá Sikiley. Ég veit fyrir víst að það er ein spurning sem brennur á vörum ýmsra er, óumflýjanleg spurning sem er: Hvort hún sé kunnug einhverjum í Sikileysku mafíunni? Það veit ég ekkert um. En það væri ekki amalegt ef svo væri? Ha, Guðmundur?

Talandi um Guðmund þá skilst mér á lögfræðingnum mínum að þetta eigi að hefjast af alvöru núna í september. Þá verður veizla. Því þá á ég líka afmæli.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*