Skip to content

Maður er kallaður Grjóti

Einhverntíman 2007 birtist frétt þess efnis að í einhverju partíi í Hafnarfirði reyndi maður að kyrkja annan mann inní svefnherbergi, og heiftin var víst svo rosaleg að það var víst ekki hægt að ná árásaraðilan af hinum með venjulegum leiðum (þ.e. toga hann af) þannig að einhver tók á það ráð að berja manninn í ennið með stálröri til að róa helvítið niður. Það virkaði og hann var handtekinn stuttu síðar. Þetta var engin gríðarfrétt, en hún var temmilega áhugaverð.

En þessi frétt náði nýjum og alveg ótrúlegum hæðum þegar aðilinn sem kyrkti og var barinn í höfuðið kom fram í Séð&heyrt til að koma öllum sannleikanum á framfæri; hvað gerðist og af hverju. Þessi grein ætti að vera römmuð inn einhverstaðar hjá forkólfum Séð&heyrt sem vinaleg áminning um varfærni í fréttamennsku, eitthvað sem er vissulega áhugavert (í raun alveg ógeðslega fyndið) en ætti ekkert sérstaklega að birta - svona til að hlífa viðkomandi frá félagslegu sjálfsmorði.

Svo virðist þó að viðkomandi aðili - sem er víst kallaður Grjóti (man ekki hvað hann heitir, skiptir ekki máli í rauninni) - hafi alveg ógó mikið viljað komast í Séð&heyrt, og ef vinir hans hafa hvatt hann til dáða og stutt hann til þess arna þá á hann alls ekki góða vini. Greinin er pipruð með ljósmyndum af þessum vanvita og hann lítur út einsog afkvæmi albínóa-heróinfíkils og uppvaknings - náfölur og ómyndarlegur, fjólublár í kringum augun, og sportar þessum svakalega skurði á enninu eftir rörið. Það sorglega við þessa myndaröð er að Grjóti reynir að vera svalur og á einni myndinni er hann með sígarettu hangandi í munnvikinu. Gæti þetta orðið sorglegra? Ó já, Grjóti lætur þann draum rætast.

En hvað gerðist? Hann reyndi við ótrúlega myndarlegan asískan einstakling sem hafði svip og sjón af fögrum kvennmanni en reyndist svo vera karlmaður. Mjög sekksí karlmaður víst. En Grjóti hafði verið að gera sér dælt við viðkomandi í þessu tiltekna partíi og náði að kveikja þvílíka ástarelda að þau/þeir lötruðu inní eitt herbergið til að halda leiknum gangandi. Þegar uppí rúm var komið - og væntanlega eftir dágott fip og fitl, áttaði Grjóti sig á því að hið villta kynlíf sem hann hélt að væri vændum breyttist skyndilega í kynvillu þegar rottan reyndist vera bjúga.

Hvernig brást þessi herramaður við? Hann sturlaðist og reyndi að kyrkja hinn piltinn og honum hefði tekist það ef engin hefði skipt sér af. Og af hverju gerði hann það? Grjóti spyr mjög svo fílófíska spurningu sem kemur fram í lok greinarinnar í Séð&heyrt: “Hvað hefðir þú gert?”

Ég persónulega hefði verið fokking undrandi - þ.e. ef bjúgað og barkakýlið hefðu gjörsamlega farið framhjá mér - og eftir því í hverskonar ástandi ég hefði verið í þá hefði ég annaðhvort a) kinkað kolli af hrifningu, hælt viðkomandi fyrir útlitið, verið mjög uppi með mér en neyðst til að hryggja viðkomandi með þau sorgartíðindi að ég hræri ekki í kallakakói eða b) fokkitt! hefði látið vaða - sérstaklega ef hann/hún hefði verið alveg gríðarlega hugguleg/ur og vel vaxin/n.

Í hvorugu tilfellum hefði ég hringt í Séð&heyrt sömu vikuna og tilkynnt þessa uppákomu. Ég hefði kannski bloggað um það mjög óljóst, kannski svona:

Foooooooooooooooookk! Þrátt fyrir mjög merkileg lífsreynslu með annari manneskju þá er ég dálítið ánægður að hafa ekki skilið eftir símanúmerið mitt.

One Comment

  1. Haha! Maður er bara byrjaður stela frá sjálfum sér, mér fannst þetta vera kunnugleg færsla, en ég einmitt fann þetta tiltekna Séð&heyrt-blað aftur fyrir stuttu og ákvað þess vegna að skrifa aftur um hann Grjóta, aðallega því maður hefur ekkert heyrt meir af hans raunum. Ætli hann hafi sæst við viðkomandi? Er´etta kannski fyrrverandi kærasti Völu Grand? Ómægad!

    mánudagur, september 13, 2010 at 03:21 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*