Til er fólk sem elskar að veltar sér uppúr orðfæri annara, sérstaklega orðfæri sem er ógó dónó og sóðalegt. Fátt virðist veita þessum einstaklingum meiri hamingju en að hneykslast á þessu orðfæri og setja upp sérstakan lista af subbulegum orðskrúða til að lesa yfir aftur og aftur, svona einsog vanvitar sem hýða sjálfan sig sér til sársaukafullra ánægjustunda. Stundum deila þeir þessum lista sín á milli og er þá kominn vísir að fyrsta íslenska sadómasó-orðfærafélaginu. Skilst þó að þetta séu ansi akademísk hegðun. Ég er hræddur um að svona atferli eigi eftir að færast í aukana í nærsamfélagi fræðimanna. Það er áhyggjuefni.
2 Comments
Þórður, þú ert nú algjör [ritskoðað -- ÞI] og réttast væri að troða [ritskoðað -- ÞI] upp í [ritskoðað -- ÞI] á þér öðrum til viðvörunar! Og hafðu það, þarna, [ritskoðað -- ÞI] þitt!
Vóvóvó. Enga akademíska hegðun hér takk.
Post a Comment