Skip to content

Myndvargur og myndhrellir

Góður félagi minn veltir fyrir sér á Facebook hvort einhver lumi á góðu orði yfir photobomb. Auðvitað komu ágætis uppástungur frá ýmsum aðilum, en það orð sem varð fyrir valinu var “myndhrellir”. Ég stakk uppá “myndvargur”. Ég held ég noti þessi orð til skiptis.

Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað felst í þeim gjörningi að myndhrella þá skal ég reyna mitt besta að upplýsa óupplýstan almúgan hvað það er. Myndvargast - í þröngri skilgreiningu orðsins - er beinlínis að brydda uppá eitthvað flipp meðan verið er að taka myndir af hlutum, byggingum og/eða fólki, t.d. með einkennilegum svip.

Ég tók tók til að mynda ágætis syrpu í sumar við að myndhrella og myndvargast:

En hvort orðið er betra?

Myndvargur eða myndhrellir?

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*