Skip to content

Fullyrðing sem fyrirsögn

Þetta er málsgrein sem útlistar í stuttu máli um hvað ég er að fara tala og oftast - allavega í mínu tilviki - kemur það fyrirsögninni lítið við. En stundum slæðast að einhverjar pælingar sem fólki gæti fundið athyglisverðar og halda hugsanlega áfram að lesa, sérstaklega ef orðalagið er þannig að það grípur bæði augað og málfarslega venju.

Í kjölfarið gæti ég mögulega delerað lítillega með því að vísa í eitthvað óljóst álit sem “allir” hafa lesið og “allir” vita um, hið svotilkallaða “common sense” (útleggst víst á íslenzku sem “almenn skynsemi”) að þeir aðiljar sem eru að lesa, hafa ef till vill aldrei heyrt (né lesið) um þetta tilkekna almenna álit en heillast svo af útfærslunni og hvað það er augljóst hvað höfundurinn er að meina að það er bara tekið sem góðu og gildu og sem almennum sannleika að sinni.

En lesandinn gæti þó orðið dálítið efins ef það koma einhver sérstök skilaboð sem stangast á við eitthvað tiltekið innan heimsmynd viðkomandi sem gæti mögulega leitt til þess að hann hugsi um að hætta að lesa þetta einstaka efni og snúi sér að einhverju öðru, enda er skoðanir greinarhöfunds ómarktækar, jafnvel týpískar en samt alveg gríðarlega framúrstefnulegar að það er varla hægt að komast hjá því að halda áfram að lesa jafnvel þó maður hafi lesið þetta margoft áður.

Svo það verður alveg óþolandi hvað höfundur virðist  vera með vitlausar skoðanir að einkennileg og einstrengisleg forvitni tekur yfirhöndina og leiðir mann í gegnum furðulega framandi en samt kunnuglegar slóðir að það þróast í pjúra sjálfsbjargarviðleitni að halda áfram með lesturinn, enda eyðir maður væntanlega ekki sínum dýrmæta tíma í hvaða vitleysu sem er. Ekki sökum þvermóðsku heldur útaf prinsipp. Eða vísa versa? Eða bæði? Eða eitthvað.

Þrátt fyrir vafamálin þá veitir lesturinn einhverja ákveðna ánægju, fróun  jafnvel, þessi almenna tilfinning sem allir kannast við þegar maður finnur eitthvað svo athyglisvert að lesa að það er næstum óhugsandi að hætta að skima yfir texta sem hæglega væri hægt að kalla sínar eigin hugsanir - sumar dálítið afbakaðar og aðrar alveg kengþroskaheftar - en samt svo agalega kunnuglegar. Einstaklega mannlegar jafnvel

Þegar það er komið gott grúv. Þá verða setningarnar styttri. Málsgreinarnar líka.

Rétt í endan við argjúmentið koma svo einhverjar hugleiðingar um umræðuefnið og reynt er að útlista á skýran og skorinortan hátt (misvel þó) að a) það byrjar á einhverju b) svo tekur eitthvað við þegar c) ákveðið framhald verður að d) einhverskonar niðurstöðu og e) þetta endar á almennri sátt eða stigmagnast; en það fer eftir fasi, framkomu, venjum og tíma hversu yfirdrifið eða minniháttar það getur orðið ef svo verður.

Að lokum dreg ég saman málflutninginn minn í meðallöngu máli, s.s. það sem ég er að segja, og reyni að útskýra einhver vafaatriði eða eitthvað sem gæti velkst í vafa og reyni eftir fremsta megni að forðast allan misskilning, en ég er að tala íslensku hérna, svo það fari ekki á milli mála, ókei? Skiljú?

Ef einhver misskilur eða finnur misalvarlega rökvillu í málflutningi mínum  er sá hinum sama frjálst að benda mér á það með þartilgerðum aðferðum sem í boði eru; t.a.m. athugasemdir, ímeil eða dúfur. Viðkomandi er jafnvel frjálst að lýsa yfir algjöru skilningsleysi á málefninu. Ef ítrekaður misskilningur á sér stað þætti mér vænt um að einhver óháður þriðji aðili vekji eftirtekt á þeirri hegðun og ég mun láta lögregluna vita.

Og auðvitað enda ég greinina á einhverjum furðulegum brandara. Einsog til dæmis mömmu þinni - en mér skilst hún fíli anal.

One Comment

  1. Jóhannes Proppé wrote:

    Þvílíkar öfgar og mannhatur!

    laugardagur, október 23, 2010 at 14:45 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*