Skip to content

Sonur pabba síns

Leikarinn þekktur sem Gói er orðinn spjallþáttastjórnandi. Þættirnir heita Hringekjan og verða á dagskrá öll laugardagskvöld (vonandi bara) í vetur. Gói heitir Guðjón Davíð Karlsson og er sonur Karls Sigurbjörnssonar, biskup ríkiskirkjunnar. Fyrsti viðræðumaður hans Góa var prestur kallaður Óli Jói.

Viðvörun: hér verður staglað.

Kannski er það bara ég, og efalaust einnig sökum minna mannfjandsamlegu, hatursfullu og siðlausu viðhorfa, en mér finnst þetta vera frekar slízí að biskupssonur púkki svona uppá einhvern kristinn miðaldarsegg í splunkunýjum spjallþætti á laugardagskvöldi í sjónvarpi “allra landsmanna”.

En það sem mér finnst vera það alvarlegasta í þessu - þ.e. mest slízí - er það að sem fyrsta viðmælanda í fyrsta alvöru sjónvarpsþættinum sínum þá fær Gói til sín prest til að halda uppi fjörinu og koma með gamansögur. PREST?!!??!11 For ríl?! Ég meina, fokk, ég er svo gáttaður að ég mun eflaust síendurtaka þessa eins orða spurningu. PREST?! Ekki var hann kominn til að blessa fyrsta þáttinn?! Er það kannski einhver hefð innan RúV sem maður hefur aldrei heyrt um? Þetta gæti ekki hafa orðið meira óspennandi nema hann hafi einnig fengið til sín einhverfan og þráhyggjusjúkan frímerkjasafnara til að tala um verk Þorgríms Þráinssonar.

Sorrí Stína, en þetta hljómar engan veginn sem áhugavert viðfangsefni - ekki á nokkurn heilvita hátt, nema þú sért kunnugur viðkomandi, en hann Óli Jói er víst talinn vera fyndin af sirka 20 manns í Eyjum. Skilst mér. En ég held að maður þyrfti í alvöru að vera frekar greindarskertur og ósjálfbjarga til að þykja það spennandi að sjá viðtal við prest í hressum kvöldspjallþætti á laugardagskveldi. Og ekki var presturinn skemmtilegur heldur, nei, hann var þurr, leiðinlegur og asnalegur.

Af hverju bauð hann ekki Bubba Morthens eða einhverjum handahófskenndum fótboltakappa. Fokking Hemma Gunn jafnvel, to show him the ropes. Émeina, Vaddðefokk?! Ómar Ragnarsson hefði eflaust verið meira en til í að mæta og sprella.

Halló moðerfokker, en nú verð ég bara að persónugera þetta örlítið og tala beint til einhvers; Guðjón (ef þú ert að lesa þetta), þú ættir að vera í einhverskonar performanskreðsu og þú ættir að vera kunnugur um einhverskonar almenningsálit, ég meina, þú ert fokking leikari og leikarar eru oftast næmir á hluti sem virka dálítið “spennandi” ef svo má segja. Ég gæti líka verið að bulla. En mér skildist að þessi spjallþáttur þinn ætti að vera dálítið “hress” og höfða til sem flestra. Helst allra. Svo að fá prest - opinberan evangelíska lútherskan ríkiskirkjuprest - í ógisslega hressan og spennandi kvöldspjallþátt, sem fyrsta viðmælanda er svona dálítið einsog að veifa tittlíngnum sínum á sólríkum sumardegi á Austurvelli  - það munu ekkert allir taka eftir því, en þeir sem gera það munu ygla brúnum og hugsanlega hringja í lögregluna. Ég er ekki einn um það að finnast þetta múv vera dálítið vafasamt eða, einsog ég hef sagt áður, frekar slízí.

Svo maður spyr sig almennt: Hverskonar dómgreindarleysi er þetta með að fá prest?! Það er búið að vera frekar heitar og alvarlegar umræður um stöðu ríkiskirkjunnar undanfarið; frekar alvarleg málefni í ýmsum málgögnum, prentuðum og stafrænum. Háalvarlegar og viðkvæm málefni, þ.e. er tengist barnaníð. Kræst ölmæti, kommonn, Páll Óskar, Valgeir Guðjónsson og jafnvel Linda Pétursdóttir hefðu vakið meiri eftirtekt en Óli fokking Jói. Hú ðe fokk is ðatt?! Fokking prestur?! PREST?!! VADDDAFOKK?!!

Hér hafðirðu alveg stórkostlegt tækifæri til að koma þér á kortið sem gríðarlega hress og skemmtilegur spjallþáttastjórnandi með því til dæmis að fá einhvern geðveikislega hressan gaur einsog Hemma Gunn eða Egil Ólafsson eða Haffa Haff sem fyrsta gest, en þú færð til þín prest?!! PREST?!!! Kommonn?! Í alvöru?! For fokkíng ríl?!?! Það ríkir töluvert “öööhhh..” og “eeeehhh…” í þjóðfélaginu er varðar málefni presta. Veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því.

Af öllum skemmtikröftum á Íslandi - og margir hverjir sem þú ættir að þekkja - af þeim hundruðum kómíkerum, leikurum og viðræðuhæfum einstaklingum sem komu eflaust vel til greina að mæta í þáttinn og skemmta og ná til fólks, þá færðu til þín prest. PREST?!?!?!?!?!!!!!ELLEFU!!1 Kommon, hvað er það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður sér eða heyrir í presti? Það er ekki líklegt að það sé “Jeeeeee, nú verður fooookking stuuuuuuuuð moðerfokkers!” Nei, ég held það sé meira á áttina að “Ooooooooooohhhhhh…”.

Þú hefðir getað fengið Jóa vin þinn sem fyrsta gest og það hefði ekki verið neitt vandamál. Þið hefðuð getað talað um hversu ömurleg lífsreynsla það var að taka þátt í Marteinn á sínum tíma og slefað uppí hvers annars kjafta.  Það hefði allavega ekki hreyft agalega við mér - nema kannski er varðaði fokking Martein - og ég hefði ekki séð neina ástæðu til að tuða um það öðruvísi en að segja “mje” , og hvur veit, með svoleiðis innkomu hefðirðu líklegast tryggt þér áhuga stór hluta dyggra Spaugstofu-áhorfenda.

En, nei. Kannski varstu ekkert að spá í þessu - hey, hvur veit, kannski hafðirðu ekkert um að velja, þú varst bara tilneyddur til að fá PREST í sjónvarpsþáttinn þinn sem þinn fyrsta GEST. Fokking PREST!!!?!? Veit ekki hvaðan sú skipun kom, enda er þetta þinn fokking sjónvarpsþáttur, býst við því að þú ræður einhverju. En eníveis, ég skal hafa þann möguleika opinn. Burtséð frá því, nú veit maður hver þú ert, þú ert sonur pabba þíns.

Hvað um það, nenni ekki að beina orðum að þér, ég ætla að tala um hann almennt. Ég verð bara að viðurkenna það. Mér finnst Gói vera  hundleiðinlegur yfirhöfuð og það tengist ekkert faðerninu. Get þó alveg viðurkennt það að ónotin gagnvart honum Góa tífaldaðist eftir ég frétti hver væri faðir hans. Sorrí, gerir mig eflaust af fordómafullum drullusokki - en það breytir litlu varðandi mitt viðhorf um getu hans sem skemmtikrafts og leikara og á skalanum 1 til 10, þá er Gói 2.

Ég sá hann performa  - ásamt félaga sínum Jóa - sem kynnir og skemmtikraftur í söngkeppni framhaldsskóla 2004 minnir mig. Þeir voru alveg agalega leiðinlegir og ófyndnir, pínlega svo. Og öll þau skipti sem ég hef séð þennan mann leika eða performa síðan þá hefur mér fundist hann vera frekar ómerkilegur og leiðinlegur. Sorrí, hann er í sama kalíber og Ingó (og veðurguðirnir) en sá kalíber er: litlaus, óspennandi og ómerkilegur performer.

En af einhverjum ástæðum - ég skil einfaldlega ekki hvaða ástæður - þá hafa tveir af ómerkilegustu performerum landins náð á einhvern mjög undarlegan hátt að verða eftirsóknaverðir. Hvernig? Ég veit ekki meir, en ég sé ekki þetta “star quality” sem einhverjir virðast sjá í þeim. Ingó er ómerkilegur söngvari og tónlistarmaður og Gói er ómerkilegur og leiðinlegur leikari.

Eitt allra besta dæmið um hvað mér finnst hann ömurlegur er “gestaleikur” hans í þessum öööömurlegu íslensku farsaþáttum sem sýnt var á RúV í fyrra - sem heita Marteinn - en téður Jói lék aðalhlutverkið. Það var algjör hryllingur að horfa á það. En Gói kom inn í einn þáttin og lék í alvöru indverskan bréfbera! Hann talaði með indverskum hreim! Og það var búið að setja brúnt krem á andlitið á honum svo hann liti dálítið indverjalega út! Og svo hagaði hann sér bara einsog þroskaheftur vanviti sem er nýbúinn að maka skít á andlitið sitt. Pínlegt performans.

Mér - mér af öllum mönnum - ofbauð ömurleikan í kringum þetta og hvað þetta var ömurlega ófyndin innkoma og framkoma, ekki sé minnst á fokking móðgun fyrir alvöru bona fide indverja búsetta á Íslandi sem hefðu auðveldlega getað leikið þetta betur og ég held að sá indverji er hefði tekið hlutverkið að sér hefði trompað útspil Góa með því að vera moðerfokking alvöru indverji!

Ég veit náttúrulega ekkert hvað Bjarni Haukur Þórsson - skapari Marteins - var að fokking spá! Það hefði ekki komið mér á óvart að hann hafi fengið þá hugmynd fyrir næstu seríu að fá Góa til að koma aftur og setja á sig stóra krullaða hárkollu, skósvertu og hvítan plútóvaralit í kringum túllan á sér og “leika” þeldökkan nígeríusvindlara. Og það hefði svosum ekki heldur komið á óvart að Gói hefði samþykkt það. En sem betur fer voru bara 10 þættir eða svo af þessum horbjóði.

En, eníveis, hann er allavega ekki að skora nein stig hjá mér með þessu nýjasta útspili. Að fá einhvern þurran prest sem fyrsta viðmælenda sinn í “hressum” kvöldspjallþætti! Í alvöru? Prest?!! For ríl?!?!?!1111ELLEFU?! Í FOKKING ALVÖRU?!?! Eða gæti kannski verið að PR-deild ríkiskirkjunnar er í alvöru að nota þessi tilteknu ættartengsl til að plögga sig? Ööö, já, augljóslega.

Þetta er svo ómerkilegt að ég á ekki fleiri orð til að lýsa því. Eða, jú, ég á orfá orð í viðbót; Stjórnendur RúV gerðu augljósleg mistök með því að reka Spaugstofuna. Og ég þoli ekki Spaugstofuna.

Næstum því Off-Topic: Hvað varð um liðið sem tók við af Strákunum? Þrír retarðar og einhver retarðagella. Muniði, það var gerður einhver “veruleikaþáttur” til að leita af “fyndnu” fólki… muniði? Og þessir fjórir retarðar “unnu”, gerður nokkra þætti sem voru svo skelfilega ófyndnir og ömurlegir að það hefur ekki bólað á þessu fólki eða þessum þáttum síðan. Man einhver eftir þessu?

4 Comments

 1. Jú, ég verð nú að viðurkenna að hann Gói var nú bara nokkuð ágætur í Sveppa-myndinni, sem ég viðurkenni einnig að ég hafði nú bara nokkuð gaman af. Þannig að hann er svona sirka 3 á performans-skalanum.

  sunnudagur, október 3, 2010 at 09:55 | Permalink
 2. aagnarsson wrote:

  Prestssonur í predikunarstól.

  sunnudagur, október 3, 2010 at 12:15 | Permalink
 3. anita wrote:

  Svo er líka hægt að horfa á þetta á ruv.is ef maður skildi nú missa af þessu!

  mánudagur, október 18, 2010 at 13:55 | Permalink
 4. Já! Össs!!! Maður má nú ekki missa af þessari rússíbanareið af endalausri skemmtun!!!ellefu.

  laugardagur, október 23, 2010 at 05:05 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*