Skip to content

Bjarni minn, í alvöru?

Þegar ég sagði þér að bæta “þessu við listann” (sjá url) þá bjóst ég virkilega ekki við því að þú mundir taka því svona bókstaflega. En ég miðaði þær væntingar við innihaldið á færslunni. Hún er nefnilega frekar glettileg (hélt ég) og á ekki að túlka sem fræðileg úttekt á þér og þinni persónu.

Ef þér virkilega sárnaði þessi skáldlega samantekt á fúkyrðum - fúkyrðum sem ég óskaði eftir á Facebook (flettismettinu) - þá biðst ég bara velvirðingar á því. Get kannski gefið þér skrínsjott af flettismettispjellinu er ég tók þá stikkprufusöfnun af sóðaorðum.

Þér að segja - og öllum öðrum sem lesa þetta - þá er flest allt sem ég birti á þessu bloggi æfing í stílbragði, túlkun og tjáningu. Einsog þú ættir að vita, þá er ég ekki fræðimaður og býst þar af leiðandi ekki við því að það sem ég hef að segja hér eða annarsstaðar sé kennt eða dreift í háskólum.

Það er samt þetta “annarsstaðar” sem er samt mikilvægara en það sem ég hef að segja hér. Fólk á skilið sitt prívasí. En þú fórst ansi langt yfir strikið hvað það varðar.

En jimin eini og jeddúdimía. Mér er skapi næst að gera framhald af færslunni bara svo þú getur bætt því við listan líka. Þetta er ekki framhaldið, svo þú vitir. Sú færsla verður jafnvísindaleg, jafnvel fræðilegri, en sú fyrsta.

Ekki hika við að hafa samband. Þó ég viti nú fullvel að þú munt ekki fyrir þitt litla, fátæklega líf láta þér detta í hug að hafa samband við mig á nokkurn annan hátt en að lúslesa bloggin mín, gúgla nafnið mitt og reyna finna svotilkallaðan “dónisma” í mínum orðum og athugasemdum. Bara svo þú getur skráð niður, prentað út og númerað það sem ég hef að segja. Þetta er krúttlega krípi tilhugsun og alls ekki fjarri sannleikanum - einsog þú veist.

En veistu; það væri verulega fokking krípí ef þú værir að fróa þér yfir orðum mínum. Sú tilhugsun. Úff. Ég fengi hroll ef mér væri ekki skítfiokkingsama. Bara svona, þér að segja.

Gangi þér vel í fræðimennskunni. Ekki veitir þér af stuðningnum þar sem hún virðist ekki hafa mikla framtíð fyrir sér. Sérstaklega ef ég er svona fyrirferðamikill í þínum “fræðum”.

Taktu þér tak.

Með bestu kveðjum,
þinn að eilífu,

-Þórður
reðurfræðingur, BS

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*