Skip to content

Drullumall

Það er merkilegt hvað sumu fólki finnst gaman að sulla í sóðaskapnum sem aðrir hafa skilið eftir sig. Ekki eru þau samt að skemmta sér við það, að eigin sögn. Hrært er í drullunni í töluverðan tíma með angistarsvip og voli. Svo er mykjunni dreift útum allar trissur með miklum ákafa en sömuleiðis eftirsjá yfir því hvað það var ógeðslegt að maka sig útí skít. Jújú, ég er að tala um sóðaskapinn minn sem fólk virðist lesa af einhverjum pervertískum áhuga þessa dagana. Fólk sem líklegast þefar og sleikir af puttunum á sér þegar það er búið að skeina sér.

Höfum örfáa hluti á hreinu: Ég er í Vantrú, ég er auk þess í stjórn félagsins og hef verið ritstjóri vefritsins í allavegana þrjú ár. Vantru.is er víttvangur Vantrúar. Blogdoddið er víttvangurinn minn. Ekki Vantrúar. Hér skrifa ég undir mínu nafni, á mínum forsendum, um þau hugðarefni sem mér dettur í hug, á þann hátt sem ég kýs.

En þar sem sumir rembast við að  reyna spyrða saman það sem ég hef að segja hér og það sem ég geri á Vantrú, jafna dónalegasta og hömlulausasta málflutning minn hér við þá hógværu og rökstuddu hugðarefni og gagnrýni á Vantrú, auk þess að reyna tengja mig og bloggið einhvernmegin saman við presta og bloggin þeirra einsog það sé eitthvað sambærilegt (og líklegast einhverjir aðrir órar sem ég nenni ekki að eltast við), þá er víst ekki annað í stöðunni en að reyna útskýra hver munurinn er og reyna setja ákveðna hluti í visst perspektiv.

Byrjum á því augljósa: Ég er ekki starfandi embættismaður hjá ríkinu með rúmlega milljón kall á mánuði. Ég er láglaunamaður sem slefa rétt rúmlega yfir 200þúsund kjellinn. Ég er ekki opinber persóna sem t.d. fjölmiðlar leita til til að fá ábendingar eða athugasemdir, ég er beisíkallí einhver nóboddí útí bæ. Ég þarf ekki að fabúlera um eitthvað helvítis rugl til að réttlæta launin mín, ég vinn bara vinnunna mína og ekkert rugl

Ég fæ ekki borgað fyrir að vera ritstjóri Vantrúar og það eru í raun ekki miklir hagsmunir fyrir mig að vera ritstjóri Vantrúar. Græði ekkert á því að vera það, tapa ekkert á því heldur. Er þetta ekki nokkuð augljóst? Jú, eitt í viðbót, ég sóttist ekkert eftir því að vera ritstjóri, ég var beðinn um það eftir að ég gerði einhverjar ábendingar á innra spjallinu og ég varð við þeirri bón og hef verið það síðan janúar 2008. Hvað gerðist? Jú, vefritið Vantrú er á blússandi flugi, því ég er nefnilega svo fjandi fínn í þessu óeigingjarna starfi og fæ sjaldnast einhverjar þakkir fyrir. En þau skipti sem ég fæ þakkir fyrir vikið, þá met ég þess mikið, svo ég rími hér hömlulaust, villt og galið.

Um mín hömlulausu og dónalegu uppátæki

Ég hef bloggað með hléum síðan 2003 á þrem mismunandi umsýslusvæðum. Blogspot.com, bloggar.is og nú hér á maurildi.com. Allan þann tíma hef ég rokkað á milli þess að vera frekar ömsipiss yfir í að vera svona svosem ágætur og stöku sinnum frekar fyndinn bara. Sárasjaldan hef ég verið alveg hreint stórkostlegur í frásögn, framsetningnu og fullyrðingagleði að fólk hefur ýmist rifnað af hlátri, fengið stjarfklofa sökum mína stórfenglegu og einstöku innsýn inní lífið og tilveruna eða fengið svo alvarlega iðraþrumu af bræði vegna sóðabrúks og dónaskaps að viðkomandi hafi gjörsamlega rústað öllu postulíninu eftir (eða á meðan) að viðkomandi las það. En ég á mín móment.

Finna má færslur með allskonar typpa-, prumpu- og dettárassin-húmor. Plús einhverjar þunglyndislegar og sjálfsmorðshvetjandi hugleiðingar, vangaveltur varðandi tónlist, kvikmyndir og bækur. Auðvitað eru dass af pólítískum sem og trúarbragðatengdum pælingum. Einnig má finna einhverjar misgóð ummæli um menn og málefni.

Fyrst og fremst hef ég aðallega reynt að vera fyndinn, glettin og meinhæðinn. Reyni að halda mig við strikið en læt mér stundum ekki nægja að stíga yfir það heldur pissa ég á það áður en ég stekk af stað. Að sjálfsögðu eru þónokkrar umdeilanlegar færslur að finna. Get verið subbulegur penni sem  sullar í blekinu og tek það alls ekki nærri mér þótt eitthvað af því skvettist á samborgarana, svo ég vitni í vin minn. Fólk hefur t.a.m. eitthvað að vera andskotans yfir þessari meinlausu (að mér finnst) stríðni gagnvart Bjarna Randver Sigurvinssyni, stundakennara og nemandi Háskóla Íslands. Ég fer aðeins útí hann og það seinna.

En ein af þessum afar umdeildu færslum er bitri pistillinn um dauða biskupinn Sigurbjörn Einarsson. Ég hef lítið gott um þann mann að segja. Og lítið gott um pistillinn að segja, fyrir utan að hann er nú dálítið fyndinn.

Veit vel að fólk hefur verið að fárast yfir því hvað ég hafi verið verulega ósmekklegur gagnvart biskupnum. Afsakið fyrirfram, en mín afar einfalda skoðun sem ég hef um manninn er  að - og hann var opinber embættismaður í rúmlega hálfa öld, þannig að hann ætti alveg að þola þetta þó hann sé fallinn frá -  hann var rakið fífl.

Um Sigurbjörn Einarsson og Helga Hóseasson

Það læðist að mér sá sterki grunur að búið er að vitna, vísa og kópí/peista greinina varðandi dauða biskupinn Sigurbjörn víðsvegar um hið íslenska internet og notað sem dæmi um málflutning hjá dæmigerðum trúleysingja, fussað og sveiað yfir þessu orðbragði og býsnast heil ósköp yfir þessari meiðandi og óþolandi framkomu.

Ég má til með að koma því á framfæri að það hefur ekki verið ég sem hefur dreift þessum pistli útum allar trissur, hvað þá að ég hafi hvatt fólk til þess að dreifa þessu útum allar trissur. Fólkið sem hefur verið að dreifa þessu er fólkið sem er alveg að missa sig yfir orðfærinu og sóðabrúkinu. Þetta er semsagt hneykslunargjarnt fólk að sýna öðru hneykslunargjörnu fólki hneykslandi efni og svo fara þau í eitthvað undarlegt hneykslunarsmásálarhóprúnk. En það er lítið við því að gera annað en að segja: Verði ykkur að góðu, þið kaunfúlu barmabrundlar. Og ef þið móðgist yfir þessu síðasta, þá eruði meiri bjánar en mig gat grunað.

Þegar Sigurbjörn féll frá haustið 2008 þá mátti ekki heyrast eitt styggðarorð gegn honum né Karli syni hans eða nokkrum öðrum honum tengdur. Kirkjan varð svo einhvernmegin átómatískt friðuð fyrir allri gagnrýni nokkra mánuði á eftir. Því þar var svo mikil sorg eða eitthvað álíka. Einn helsti kennismiður kirkjunnar fallinn frá á gamals aldri. Agalegt alveg. Svo var reynt að telja okkur trú um að þessi Sigurbjörn væri svaka hugsuður og spekingur. Morgunblaðið hélt meira segja áfram að birta þessar sínæl sunnudagshugvekjur biskupsins, en þeir áttu víst alveg fulla skúffu af einhverju blaðri frá manninum. En það er útúrdúr.

Á svipuðum tíma, ári síðar, féll Helgi Hóseason frá. Mótmælandi Íslands. Maður sem hafði verið beittur svo miklum órétti, af hendi kirkjunnar og íslenskra yfirvalda, í meira en hálfa öld, að venjulegu fólki ætti að blöskra sú myrka nútímamiðaldasaga. Fólk ætti að þekkja þá sögu. Auðvitað var einhver umræða um manninn og málefnið og ég fylgdist aðeins með umræðunni í kjölfarið. Það var tvennt sem mér fannst merkilegt: 1) að málefni Helga áttu þvílíkan stuðning frá stórum hluta landsmanna og 2) hvað sumir leyfðu sér í alvörunni að segja um hann nýlátinn. Haldið var áfram að spekúlera hvað hann var nú klikkaður kallinn, dálítið geðveikur og óttalegur dóni almennt. Og þó að hann hafi ekki gengið alveg heill til skógar í sumum tilvikum, þá var nú alveg óþarfi að níðast á manninum að honum nýlátnum.

Það má með sanni segja að það fauk í mig. Sér í lagi í því sérstaka ljósi að Sigurbjörn Einarsson var einn af þeim sem gerði Helga lífið leitt. Þessi tiltekni tvískinungur stakk mig. Ekki segja ljótt um Sigurbjörn Einarsson en það er alltílæ að fabúlera um Helga Hóseasson. Ég skrifaði því þessi stuðandi “eftirmæli” og birti á mínu bloggi. Bloggið mitt hafði ekkert svo mikla lesendur (hélt ég allavega). Ég var aðallega að reyna vera fyndinn. Og afskaplega mörgum fannst þessi færsla vera frekar fyndinn. Tók svo færsluna út fyrr á þessu ári, vegna áskorana. Veit fyrir víst að einhver kona útí bæ vill eigna sér heiðurinn af því. Verði þeirri ágætis frú að góðu með það ímyndaða “afrek”.

Afsökunarbeiðni a la badabing? Onei

Þetta afsakar kannski ekki neitt, en ég er svosum ekkert að afsaka neitt, bara reyna útskýra tilurð þessara tilteknu skrifa. Í stuttu máli: Ég fékk bara ógeð á hvernig sumir - að mestu trúfólk - voru að tala um hann Helga Hóseasson bara stuttu eftir að hann hafi fallið frá og ég fékk mína útrás yfir þessari rætni með afskaplega rætnum pistli. Þetta var yfirgengilega dónalegur pistill. Ég veit það alveg og hann átti líka að vera það. Enda hef ég ekki miklar mætur á Sigurbirni Einarssyni. Og ef út í það er farið, þá hef ég ekki heldur miklar mætur á syni hans Karli. Um aðra ættingja Sigurbjarnar hef ég lítið að segja, eflaust sómafólk, flest allt. En Sigurbjörn var ekki sómafólk. Þetta er mín skoðun á manninum, sem ekki þarf að virða frekar en þið viljið.

Sigurbjörn var nefnilega enginn helvítis engill. Ég stend við það þegar ég segi að maðurinn - sem embættismaður innan ríkisins - var drullusokkur af verstu sort, hatrammur og öfgafullur. Þetta er maður sem hafði stefnumótandi áhrif á þjóðfélagið í tugi ára. Hann var biskup þegar guðlastafárið hófst á ný. Hann var biskup meðan Bjargið og Breiðavík var starfandi. Hann var biskup þegar pedófílar og aðrir misyndismenn gerðu óteljandi einstaklingum lífið leitt undir verndarvæng kirkjunnar. Ég tel líka að Sigurbjörn vera ein af helstu ástæðunum af hverju Ísland og íslendingar er almennt frekar fáfróðir vitleysingar sem flestir hverjir eru enn í sandkassaleik þegar kemur að samskiptum - ég er eflaust einn af þessum vitleysingum líka. Ég einfaldlega fullyrði að Sigurbjörn Einarsson hefur í raun ekki gert neitt gott fyrir þetta litla samfélag og allar fullyrðingar um hið gagnstæða eru stórlega ýktar.

Þess vegna skammast ég mín ekkert fyrir þennan pistill. En finnst þó - þó öfugsnúið sé - að fólk sem er að reyna nota þetta einhvern vegin gegn mér og Vantrú - líkt og ég viti ekkert af þessum skrifum - ætti að skammast sín fyrir þann ómerkilega barnaskap að troða þessum dónapistli að í öll umræðuefni er varðar Vantrú. Grow up.

En ég ítreka og undirstrika að þessi rætni og orðljóti pistil skrifaði ég fyrir þennan tiltekna víttvang hérna; Blogdoddið. Ekki í samvinnu eða með samþykki Vantrúar. Þónokkrir félagar Vantrúar voru verulega ósáttir við þessa grein mína um dauða biskupinn, og báðu mig vinsamlegast um að fjarlæga hana. En ég var bara svo þver og þráaist við þartil ég sá fjölda vanvita vera vitna í þessa grein fyrr á þessu ári líkt og þetta væri eitthvað alvöru málefni. Það er að segja að einhverjar fabúleringar um að Sigurbjörn Einarsson hafi sagt hitt og þetta á dánarbeðinu með Karli syni sínum sér við hlið og gert svo einhvern óskunda rétt fyrir endalokin sé eitthvað alvöru-umræðuefni. Rílí?

Stundum hentar það að ég leiti álits hjá einhverjum í Vantrú varðandi skrif mín hér á blogdoddinu, en það kemur afskaplega sjaldan fyrir. Jafnvel þessi grein - sem þú ert að lesa akkúrat núna lesandi góður - er ekki skrifuð með vitund nokkurs í Vantrú. Það er allteins líklegt að félagsmenn Vantrúar verða alveg gapandi yfir þessu háttalagi mínu og biðji mig um að fjarlæga þessa færslu vinsamlegast plís. Ég mun að sjálfsögðu ekki verða af þeirri bón. Ég ráðfærði mig aðeins við einn mann og hann er fjandanum ekki tengdur Vantrú á nokkurn hátt.

Ég er ekki sammála vini mínum í Vantrú um að gefa gamla biskupnum breik, þó hann hafi náð hátt í hundrað ára. Skiptir mig engu máli að þegar hann óx úr grasi var hommahatur og rasismi standard siðferðisviðhorf og varla væri hægt að ætlast til þess að svo gamall hundur hefði náð að læra að sitja í takt við þróun siðferðisviðmiða. Mér er alveg sama. Forhertur öfgamaður er forhertur öfgamaður og Sigurbjörn var forhertur öfgamaður alveg fram í dauðan.

Eitt það merkilegasta við 200 blaðsíðna greinargerð Bjarna Randvers um Vantrú er sú staðreynd að af heilum tveimur greinum sem vitnað er í í fullri lengd, er ein ágætis grein eftir ágætis mann sem birtist í blöðum og á Vantrú árið 2006 ef ég man rétt og svo greinin um dauða biskupinn sem birtist hér. Talandi um Bjarna Randver.

Um Bjarna Randver og hans undarlegu hneigðir

Persónulega þekkti ég manninn ekkert nema í gegnum örfáar greinar sem hafa verið skrifaðar á Vantrú þar sem málflutningur hans hefur verið gagnrýndur. Ég þekki hann aðeins núna og ég held það sé óhætt að koma því á framfæri að ég fengið svo mikið ógeð á Bjarna Randveri Sigurvinssyni, framferði hans og háttalagi að mér finnst varla þess virði að eyða fleiri orðum í hann. En ég geri það samt.

Mér virðist maðurinn vera svo firrtur og úr öllu sambandi við það sem eðlilegt telst að það er stundum bara ekki nóg að hrista hausinn og fussa. Eina leiðin sem ég hef fundið til að hafa einhver samskipti við þennan sérfræðing í samskiptum er í gegnum bloggið mitt því það er ekki einsog þessi málglaði maður er að hafa samband við mig - enda er ég svo vondur og orðljótur. En ég veit fyrir víst að hann lúsles þetta og tínir út öll vondu og ljótu orðin, skellir því word-skjal, prentar þau út og stingur í möppu.

Hann hefur í raun engan alvöru áhuga á því sem ég hef að segja. Hann virðist hinsvegar hafa sjúklegan áhuga á dónalegum orðum og orðasamsetningum sem ég skil eftir mig. Þetta minnir mig bara á barn að stinga uppí sig munninn allskyns óþverra og viðbjóð til að athuga hvernig það bragðast. Frekar stúpid hegðun. En það má alveg halda því til haga varðandi þann orðalort sem er hin akademíska blessun og kveðja þá var sú pilla meint sem einstaklega ósmekklegt djók sem ég vonaðist eftir að hann mundi átta sig á.

En hann gerði það ekki, heldur setti alla rulluna í sinn óþverraorðalista, prentaði út og dreifði til fjölda aðila. Bjarni Randver finnst mér vera mykjudreifari af verstu mögulegu sort. Mykjudreifari sem reynir að fela sig bakvið einhvern faux pas fræðimannastimpill.

Það má vel vera að ég mér hafi orðið á einhver dómgreindarbrestur hvað þetta varðar (og vitaskuld margt annað), en núna gæti mér ekki verið meira sama. Auk þess finnst mér umrædd færsla vera fyndinn og finnst óneitanlega enn fyndnara að Morgunblaðið hafi virkilega eytt bleki í að prenta út “kaunfúll barmabrundull” einsog það sé eitthvað alvöru uppnefni.

Varðandi meint einelti þá er honum einhver vorkunn skilið fyrir þá brengluðu hugaróra. En ég skal taka á mig þau augljósu stríðni og hið einstaka háð sem hefur birst hér á blogginu mínu. En kommonn, hver getur ekki tekið smá djóki? Allavega ekki Bjarni Randver. Veit fyrir víst að hann mun eflaust taka þessum tilteknu skrifum á versta mögulega hátt og mun efalaust sárna mikið.

Varðandi vorkunn þá vorkenndi ég manninum einu sinni, en alls ekki lengur. Mér er sama um framtíð hans og frama - varðar mig ekkert um. Vonandi finna þeir eitthvað handa honum að gera á verndaða vinnustaðnum þar sem hann stúderar. Kannski að skúra eða eitthvað annað álíka gagnlegt.

Bjarni minn, ég beini þessum orðum að þér: Farðu nú í alvörunni að snúa þér að einhverju öðru en þessum furðufræðum sem þú ert að reyna verja. Þetta er orðið vandræðalegt. Vinsamlegast túlkaðu þessi tilteknu skilaboð er ég beini gegn þér persónulega sem vinsamlega ábendingu, jafnvel þó að allt sem ég hef sagt um þig hér sé ekkert sérstaklega á vinsamlegu nótunum. Málið er bara að þú - rígfullorðni maðurinn - ert ekki búinn að haga þér einsog fræðimaður. Ég hef kannski hagað mér einsog óttalegur bjáni á stundum og skilið eftir mig sjokkerandi ummæli. En ég er ekki “fræðimaður” einsog þú. Ég hef ekki eytt ótölulegum fjölda ára í að stúdera einhverja djöflafræði. Öll þín hegðun hefur verið þér, Háskólanum og guðfræðideildinni sem þú tilheyrir til háborinnar skammar og minnkunar. Ókei? Reyndu að átta þig á því. Meira ætla ég ekki að segja við þig.

Sáttatillaga orðljóta og pirraða trúleysingjans

Að lokum þá mun ég ekkert meira segja um Bjarna eða við hann en það sem ég hef þegar sagt og lofa því að minnast aldrei á hann aftur hér, af fyrra bragði allavega. Nema eitthvað stórkostlegt gerist.

Á meðan fólk getur ekki aðgreint Blogdoddið mitt algerlega frá Vantrúarsjálfinu mínu, þá skal ég reyna vera sæmilega hófstilltur og fara sparlega með fúkyrðin hér á þessum víttvangi mínum. En ef mér dettur í hug eitthvað verulega rætið og meinhæðið í hug og kem því vel frá orði, þá mun ég birta það læst og skella á því lykilorði og jafnvel höfundaréttalögum. Fólk borgar svo fyrir aðgang. Þetta verður þá stöku sinnum hórublogg. Ég hef nefnilega mikið verið að spekúlera í að gera sérstaka viðhafnarútgáfu af “Sirka 1 ár liðið…”, svona af tilefni þess að fólk virðist ekki fá nóg af dauða biskupnum. Gæti heitið “Sirka 4 ár liðin…” og aðgangur mun kosta á bilinu 500-1000 kjell. Verður hugsanlega epískt.

Díll? Allir sáttir?

2 Comments

  1. Þórður Ingvarsson wrote:

    Kannski ég komi því á framfæri að það skiptir víst engu máli hvað ég segi hér á þessum vetvangi. Ég gæti talað um rassgatið á mér og vandamál tengt því; svosem hægðatregðu og gyllinæð. Bjarni Randver mun taka því persónulega og túlka það sem einelti. Þetta er orðið svo sjúkleg eineltis-þráhyggja hjá manninum að maður er bara hálf-orðlaus.

    mánudagur, desember 12, 2011 at 14:17 | Permalink
  2. Pétur wrote:

    hohohohoho..mér er skemmt.

    mánudagur, desember 12, 2011 at 15:19 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*