Skip to content

Að pissa sitjandi

Áður en ég kem mér að efninu vil ég koma því á framfæri að ég er karlmaður rétt skriðinn yfir þrítugt. Er í gagnkynhneigðu sambandi og hef alltaf pissað standandi. Hef einfaldlega pissað standandi því þannig hefur það alltaf verið og það gera það allir nema kjeddlingar og gamalmensch og kannski sumir fokking faggar. En þetta mun ekki alltaf vera svona því eitthvað er að gerjast í kollinum á mér og því vill ég ólmur deila einni byltingarkenndri hugmynd sem gæti ögrað viðteknum venjum.

Hugmyndinni var plantað í mitt hugarfylgsni fyrir þónokkru síðan og hugmyndin er byrjuð að spíra. Hugmynd sem gæti skotið rótum og á möguleika að vaxa og dafna í framtíðinni. Þessi hugmynd gæti orðið að nýrri og betri hegðun. Hegðun sem skilar sér í auknu hreinlæti og minni óþverra. Hugmyndin er að setjast niður til að pissa.

Sumum karlalegum karlmönnum finnst þetta eflaust vera aðför að karlmennskunni og finnst þetta líklegast afskaplega hommalegt (jafnvel kvenlegt) að karlmaður á góðum aldri láti sér detta í hug að setjast niður til að pissa þegar viðkomandi getur auðveldlega staðið stoltur, beinn í baki, borið höfuð hátt, gripið um skaftið af staðfestu, með báðum höndum jafnvel, og sprænt ofaní skálina og verið karlmaður. Að þessi tiltekni gjörningur - að pissa standandi - sýnir svo sannarlega að hér sé sannur og verulega loðinn karlmaður með karlmannlegan tittlíng á ferð en er enginn fokking faggi með faggalegt typpi eða meddla með tussu. Karlmaður! Það er málið.

Þessi hugmynd að hegðunarmynstri þarf þó ekkert að stríða gegn karlmennsku neins. Það þarf engin að sjá hvernig tilteknir karlmenn pissa. En helsta vandamálið við að pissa standandi er hinn óumdeilanlegi sóðaskapur sem því fylgir. Sóðaskapur sem skítugir, loðnir gaurar eru ekki gjarnir til að taka eftir - nema náttúrulega þeir pissi á gólfið. Og þó, það þarf ekki einu sinni að vera sumir fýrar taki jafnvel eftir því að þeir mígi í skóinn sinn þegar þeir ætla að skvetta af sér í klósettið.

En þarna er eitt lykilorðið komið: Skvetta. Það að pissa standandi gerir það að verkum að hlandið bunar niður af töluverðri hæð ofaní í klósettvatnið. Stöðug sprænan gárar ekki einungis vatnið heldur skvettast hlanddroparnir uppúr klósettinu og á gólfið, vegginn, klósettpappírinn, klósettlokið, klósettbarmana og að sjálfsögðu á sjálfan þig; fötin, fæturnar og, ef krafturinn er gríðarlegur, geturðu fengið þetta í andlitið á þér. Það skiptir engu máli hversu vel þú miðar ofaní klósettið, afleiðingarnar eru óumdeilanlegar. Að lokum þarftu að hrista lókinn og svei mér þá ef það sé sóðalegasti hlutinn af þessum verknaði, enda sullarðu líklegast meira pissi á vegginn, gólfið og sjálfan þig. Ég efast um að fæstir dropar sem eftir eru endi ofaní klósettinu. Þó þvag sé í sjálfu sér frekar steríll vökvi, þá eru samt efni í hlandinu sem ertir og skilur eftir sig viðbjóðslega bletti. Það er ekki að óþörfu að orðið “þvagbruni” sé til.

Það má vera að sumum finnst þetta vera smásmugulegur tittlíngaskítur. En það er það ekki. Flestir íslenskir karlmenn eru sóðar vegna þess að mamma gerði allt fyrir þessa aumingja. Ég efast stórlega um að fæstir gaurar sem ólust upp á íslenskum heimilum þrifu nokkurn tíman baðherbergið. Það þarf stundum ekki annað en að kíkja í heimsókn hjá einhverjum piparsveini til að sjá þessa vöntun á hreinlegu uppeldi. Eitt allra versta keisið sem ég hef séð er hvítt klósett með hlandgulum blett aftan á plastlokinu sem var í líki setuhringsins. Þegar setan var tekin niður, var hvítt far í formi setunnar á lokinu. Og til að toppa ósóman var ónotaður klósettbursti hliðina á fjandans klósettinu. Skiljiði? Nokkuð ýkt útgáfa af piparsveins-klósetti. Algjör helvíts viðbjóður.

Líklegast er að þessi hugmynd sé ættuð frá Þýskalandi og er kannski stunduð í nokkrum evrópskum ríkjum. Þar skilst mér að allir (allavega flest allir) karlmenn setjist niður til að pissa. Þeir sem gera það ekki eru spottaðir sem sóðapésar og feitir Ameríkanar. Nú má ekki misskilja þetta á barnalegan hátt sem svo að allir þýskir kallar tylla sér niður þegar komið er að svokallaðri pissuskál. Pissuskálar eru nefnilega þannig hannaðar að það er nauðsyn að standa til að pissa og það eru bara fullir fávitar (eða bara plain fávitar) sem nota það einsog klósett - þ.e.a.s skíta í það. Ég er nefnilega að tala um klósett, svo það sé á hreinu. Klósett sem hægt er að setjast á án vandkvæða og hefur setu, til að gera það þægilegra.

Þjóðverjarnir eru einnig orðnir það harðir á þessu að hægt er að kaupa lítinn og nettan búnað sem settur er á setuna og virkar einsog reykskynjari. Nema hvað að þegar þú lyftir upp setunni, væntanlega í þeim tilgangi til að pissa standandi, þá ómar úr tækinu hátt og óþægilegt hljóð er lætur alla vita sem eru í kring að einhver gaur ætlar að dirfast að pissa standandi. Þitt mannorð yrði rúið öllu trausti ef þú mundir þráast í gegnum hávaðan til þess eins að viðhalda einhverju undarlegu stolti og pissa standandi, einsog þú hefur alla tíð gert og engir hellídis nasistar ætla neyða þig til annars. Þetta er víst notað á ansi mörgum almenningssalernum. Þannig að hafið það bara hugfast þegar þið ferðist til Þýskalands.

Engu síður þá er þetta allavega ágætis hugmynd sem - einsog fyrr segir - er að spíra í kollinum á mér. Og auðvitað viðurkenni ég það að ég geri þetta af og til. Ég ætla meira segja að viðurkenna það að þessi aðferð er ekki aðeins snyrtilegri, hún er bara óskaplega þægileg. Sérstaklega þegar mikið liggur við og sérstaklega þegar þú ert fullur. Auk þess er talið að þetta minnki líkurnar á blöðruhálskrabba. Það er ekkert nema win-win hvað þessa byltingarkenndu aðferð varðar.

Þannig að ég hvet alla kalla á öllum aldri að allavega prófa þetta stöku sinnum. Jafnvel bara tileinka sér þetta. Því það er ekkert að þessu og það er óttalegur aumingjaháttur og plebbaskapur að halda það að þessi aðferð sé á einhvern hátt lítillækkandi. Það sem er lítillækkandi fyrir alla kalla er skítugt og þvagbrunnið klósett. Lítillækkandi því það er ógeðslegt og gerir þig að ógeðslegum sóðapésa.

5 Comments

 1. Hilmar wrote:

  Þekki einn Þjóðverja sem mikið hefur agiterað fyrir að pissa sitjandi.

  Auk þess sem hann bendir líkt og þú á aukið hreinlæti með þessu, vill hann meina að setuþvaglát fari betur með blöðruhálskirtilinn en stöðuþvaglát.

  Tímabær og þörf pælingu Þórður.

  Hvað ætli kirkjan segi um þetta ?

  sunnudagur, desember 18, 2011 at 17:43 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Kirkjan fordæmir líklegast svona hegðun. Stendur eflaust eitthvað í biblí um karlmaður skal eigi sitja einsog kvenmaður væri þegar náttúruan kallar. Því mun betri ástæða til að tileinka sér þetta.

  sunnudagur, desember 18, 2011 at 18:25 | Permalink
 3. Proppé wrote:

  Þar að auki má ekki vanmeta kost þess að hafa báðar hendur lausar á öldum smartsíma.

  mánudagur, desember 19, 2011 at 02:59 | Permalink
 4. Sko! Þetta er bara win-win-win. Þú tæmir betur úr blöðrunni, þú gætir forðast blöðruhálskrabba, svo geturðu hringt í lækni ef þú ert í einhverjum vafa meðan þú situr og pissar. Þvílíkur lúxus!

  mánudagur, desember 19, 2011 at 11:08 | Permalink
 5. Stefán Dal wrote:

  Þetta er það allra hommalegasta sem ég hef nokkurn tíman lesið. Hverjum langar að vera eins og þjóðverji? Ég fékk ælu í hálsinn þegar ég sá fyrir mér axlarlausann og estrógen fullan þjóðverja í gollu, sitjandi á klósetti eins og kona. Já og hver vill vera eins og kona?
  Vissiru að konur þurfa aðeins að ná 2300 ELO stigum í skák til þess að fá stórmeistara titil en karlar 2500.
  Ekki vera faggi Þórður. Ég á konu sem sér um það að þrífa klósettið. Mér gæti ekki verið meira sama um einhverjar slettur. Þvag er dauðhreinsað. Það hefur farið í gegnum sennilega fullkomnustu síu í heimi.
  Getur verið að þú eigir þýska kærustu með yfirvaraskegg sem plantar inn svona fáránlegum hugmyndum í kollinn á þér?

  sunnudagur, desember 30, 2012 at 22:30 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*