Skip to content

Undir áhrifum?

Því hefur verið fleygt fram að ég sé “Gillzenegger trúleysingjana”. Að orðræðan sem ég held uppi hér á þessum víttvangi eru dálítið Gillzleg. Ég get að sjálfsögðu ekki neitað því að það eru viss stílbrigði sem eru keimlík því sem Egill Einarsson hafði uppi er hann djöflaðist á internetinu. Ég ætla samt að neita því að málflutningur minn sé á einhvern hátt einsog það sem Egill skildi eftir sig. Ég man allavega ekki til þess að ég hafi hvatt til nauðgana, barsmíða eða annars ódæðis á blogginu mínu (meira segja vafamál hvort að Egill hafi gert það sjálfur, veit ekki meir). Gæti vel verið, en ég man ekki til þess. Endilega leiðréttið mig ef svo er.

Ekki má misskilja þetta raus sem svo að ég sé að taka upp hanskan fyrir Egil, verja hann eða afsaka allt sem maðurinn hefur sagt og gert. Egill er engin fyrirmynd. En áhrifin eru óneitanlega til staðars og oftar en ekki þá smitaðist það frá þriðja aðila vegna þess að ég hef aldrei nokkurntíman viljandi lesið stafkrók eftir Gillz (rámar þó í eina undantekningu), nema það sem fólk hefur verði að vitna í víðsvegar í athugasemdum og greinum á undanförnum mánuðum - er varða að alla jafna feminisma (jafnrétti[*]) og önnur sjálfsögð mannréttindamál.

Áhrif Gillz eru samt að sjálfsögðu ekkert bundin einungis við mig. Það er heill hellingur af fólki sem hefur litast af orðbrúki hans. En hvað svo sem hann hefur sagt varðandi vissa hópa og einstaklinga, þá eru sum nýyrðin og háðsglósurnar ekkert svo slæmar. Margt af því var nú bara nokkuð skondið og það verður að viðurkennast. Og vitaskuld - líkt og ég - þá hefur hann alveg farið yfir strikið.

En ó jæja. Til orðabrúks hef ég notað eftirfarandi orð í einni eða annarri merkingu, beygingu og tilgangi: fokk, faggar, kjeddlíng, reður, tussur, mellur, homm, piss, kúk, typpi, tittlíng, píka, rass, prump. Svo fátt eitt sé nefnt. Ég slengi oft fram sóðaorðum og sóðalegu slangri einsog sumir perrar bera á sér skítuga slátrið. Samt var ég ekkert að því í bókstaflegri merkingu. Þetta var bara svona það sem kallast er líking. Ég áætla að Egill hafi brúkað þessi orð þegar hann var sem óheflaðastur og eflaust gott betur.

Þetta er líklegast það eina sem við Egill eigum sameiginlegt. Kjaftháttur sem felst aðallega í mismunandi áherslubreytingum á ýmsum orðum er varða kynfæri, kynlíf, kynhneigð og ýmsum kynlegum kvistum (einsog að prumpa). Þó við eigum þetta sameiginlegt - Egill og ég - þá endar það þar. Egill er eflaust alveg fínn gaur, svona að öllu jöfnu, þó hann sé líklegast frekar hrokafullur. Hann á augljóslega við sína breyskleika að stríða, einsog allir. En líkinginn nær ekkert lengra en svo að við kunnum báðir dónaleg orð og eigum það til að leika okkur með þessi orð.

En ef ég fékk þau ekki beinlínis frá sjálfum Gillzeneggaranum, hvaðan fékk ég þá þetta óheflaða tungutak? Hvar er rótin að dónaskap Dodda dóna? Það veit ég ekki og hverjum er ekki fokking sama? Þetta bara gerðist. Skellum skuldinni á samfélagið, bittsjes. Fokk ðe sistem, jó!

[*] duh.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*