Skip to content

Mitt mess í messu

Sykurbangsinn hann séra Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur og dúllubossi í Laufási, veitti mér ómælda ánægju og gleði á nýju ári með því að vitna í orð eftir mig í nýárspredikun. Þetta eru orð sem ég ætla ekki að hafa eftir hér, því ég tók þau út af blogginu mínu vegna þess þau voru víst svo agalega dónaleg. Þessa predikun er hægt að nálgast á trú.is og ber heitið Dýpt mannlífsins.

Nú veit ég ekki alveg hversu margar hræður hlustuðu á hnoðrabangsan flytja þessa rullu. En ég get ímyndað mér svipbrigðin er séra Bolli rúsínurassgat hóf lesturinn. Þónokkrir voru eflaust afar undrandi, aðrir brostu kannski útí annað og sumir ygldu sig allharkalega. Hvað með mig? Ég brosti allan hringinn er ég sá þetta. Ég bara trúði ekki mínum eigin augum er ég las predikun séra Bolla beibíkeiks. Ég gæti ekki verið hamingjusamari. Hann er - akkúrat þessa stundina - uppáhaldspresturinn minn í öllum alheiminum. Vonandi vitnar hann í drullumallið mitt líka í sinni næstu predikun. Það yrði fokking övsom!

Engu síður er það alveg stórmerkilegt hvað þessi bitri og rætni pistill minn vekur mikla athygli og eflaust töluverða lukku innan prestastéttarinnar. Þarna læra þessi grey ný orð og uppnefni. Merkilegt í því ljósi krists að ég tók þessa færslu út fyrir löngu síðan. Kannski er kirkjan að hvetja mig til að drífa af viðhafnarútgáfunni af “Sirka 1 ár liðið…”? Verði ykkar vilji, elskurnar mínar. En það þýðir lítið að ýta á eftir snilligáfu. Þetta kemur er það kemur. Þið munuð líklegast vera fyrstir til að frétta af því meistaraverki.

Ég er svo spenntur yfir því að vita hvaða prestur mun vitna í mig næst? Séra Aulabárður? Séra Þrolli? Eða verður það kannski sjálfur bisgubburinn? Sjitturinn titturinn! Ég mun að öllum líkindum fá heilablóðfall ef (þegar?) það gerist.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*