Skip to content

Category Archives: Gleði

Leyfið manninum bara að tala

Vegna þess að mótmælahefðin á Íslandi er frekar ung og ansi brothætt þá er ekkert svo skrítið við það að allt nýtt eða óvænt á mótmælum getur orðið frekar farsakennt eða stimplað sem skrílslæti, einfaldlega vegna þess að við erum frekar óvön mótmælum. Annarstaðar - s.s. Grikkland, Lettland, Spánn, Frakkland - væri allt brjálað. Brjálað [...]

Sjiiii!

Jú had tú bin ðer skomm
En þar sem ég var nú bara mestmegnis einn (fyrir utan sagnfræðinginn um tíma og eitt stykki síma um stund) , þá eru nú ekki mörg vitni.
Seiseisei.
Mánudagskvöld!

Eistnaflug?

Allir bara í góðum fílíng.
Allir sælir og glaðir, drekkandi vatn og lifandi heilbrigðu, kristilegu lífi, haldandi í hendur og syngjandi sálma!
Sjúgandi tittlinga!

TestífesT 4evah!
Fór þarna og sá þessi prýðisgóðu bönd; sum verri en önnur, nokkrar ekkert svo slæmar en margt frekar frambærilegt. Oftast afar, afar gott og jafnvel frábært. En auðvitað fór ég þarna fyrir hið [...]

Metall!

Mín uppáhaldstónlistarstefna er vafalaust fokking metall! Ég hlusta á indí-rokk, trip-hopp, old-skúl-rapp, ambient, djass, fjúson, sinfóníur og jafnvel smá popp. Frá Fugazi til Sonic Youth, Aphex Twin til Squarepusher, Clutch til Queens of the Stone Age, Air til Portishead, Beethoven til Thaicovsky, Medeski, Martin & Wood til Zappa, Cypress Hill til Niggaz With Attitude [...]

Gönguferðir

Á meðan ég hafði afnot af bíl nýti ég mér ýmis tækifæri til að keyra uppí sveit og hlusta á metal. Enda voru þónokkrir dagar sem var alveg dýrindis fokking veður.
Ég fór t.a.m. með hundinn Tyson til Stokksnes þar sem ég var búinn að mæla mér mót við skötuhjúin Haffa og Ibbu sem voru með [...]

HAM!

Einu sinni sá ég HAM. Þeir voru að spila á einhverjum skítugum náttúrverndarhippatónleikaprump. Þeir hefðu átt að enda kvöldið, en Egóið hans Bubba er svo frekt og fyrirferðarmikið og fokking leiðinlegt að skipuleggjendur héldu í sinni einfeldni að áhorfendur vildu sjá Egóið hans Bubba spila. Nei! Fólkið vildi fá HAM! ÉG veit, því ég spurði [...]

Súper!

Það er búið að vera alveg svakaleg bongóblíða hér við firðina. Maður nýtti sér tækifærið og arkaði um Stokksnes í góðum félagsskap hjúa og hunda. Gera meira af því meðan veður leyfir. Þess vegna athuga með Kvísker, Lón, Svínafell og fleiri góða staði til þramma um.

Typpi í píku

Ó vei, hvað það er erfitt að vera frægur. Nú hefur það hent enn eina ferðina að vitnað er í vefbókina mína í Sólarhringnum ((c) jensgvuð). Þetta setur á mig aukna pressu frá pressunni og ég verð að pressa áfram með afburðafrábærum færslum. Svo nú er bara nota öll vopn í vopnabúrinu í framtíðinni t.a.m. [...]

Rykkorn

Það var frumsýning í gær á Rocky Horror og ég held að ég sé ekkert að ýkja er ég segi að allir sem sáu þetta fóru út á bleiku skýi. Þessi sýning er ein sú besta sem sett hefur verið upp hér á Höfn og ef lesendur eiga leið hér hjá í Apríl þá er [...]