Skip to content

Category Archives: Tilkynning

Schtum

Mikið getur það verið agalega pirrandi að vera með puttana á lyklaborðinu í einhverjum ham til að skrifa eitthvað sérstakt en svo…
…kemur bara ekkert.
Sérstaklega óþolandi þegar maður er búinn að ákveða það að maður ætlar að skrifa eitthvað fyrir einhvern dag, svona einsog eina grein eða gífurlega og vel útilátna langloku um hvað maður er [...]

Betl

Æji, mikið agalega leiðist mér að gera þetta. Þetta er eitthvað svo, tja, desperat. Eitthvað svo? Þetta ER desperat. En maður verður víst að redda sér einhvernveginn og þegar maður er desperat þá gerir maður desperat hluti.
En þannig er mál með vexti að ég er alveg staurblankur aumingi. Á einhverja peninga sem eru fastir í [...]

Símalaus

Öss. Liframisþyrmirinn ég misþyrmdi símanum mínum síðast þegar ég var að níðast á lifrinni minni og heilastarfsemi. Þannig að ég er símalaus sem vonandi bjargast þar til á morgun. Ekki það að ég hafi prófað það í léttu gamni en þetta er eflaust svipað og missa útlim.
Geggjað flipp.

Magnum Blogpus

Nú á þessum mánudagsmorgni hefst sú vika sem ég mun nefna Magnum Opus Digitalus Blog. Á þessari vefbók mun birtast færsla á hverjum heilum tímanum í átta klukkutíma í heila viku, reikna skal með kaffi- og matarhléum, sem mun líklegast valda þess að sumar færslunnar verða ívið styttri. Þetta verður bloggvika til að enda allar [...]

Framtíðarbloggáform

Veit ekki alveg hvenær, en það verður vonandi í nákomnri framtíð er ég mun taka þetta blogg og push it to the limit! 
Það mun væntanlega gerast er ég mun taka mig til og breyta útlitinu á síðunni, gera nýja og algjöra delúx útgáfu af heilamyndinni, kannski nýtt lógó - en hér er aðalplanið.
Ég stefni á [...]

Klofningur

Ég vill helst ekki koma nálægt þessari deilu milli Matta og Bigga, reyna að forðast að láta draga mig inní þetta. Samt dæmigert fyrir svona fáa aðila að reyna eyðileggja svona gott starf útaf einhverjum tittlingaskít. Ekki einsog það hafi verið einhver markverður ágreiningur!
En fyrir þá sem ekki vita, þá hefur Biggi og örfáir aðrir [...]

Sneddí hrafnaspark og annað þvaður

Hér til hliðar má sjá rein merkt Sneddí hrafnaspark. Tilætlaður tilgangur er að safna saman því sem ég tel vera mín krýndu augnablik í skrifum. Ég mun nostra við þetta í nokkra daga, bæta og breyta og tilheyrandi moð þar til ég verð ánægður og get baðað mig í blóði hreinna meyja (eða sveina, gruna [...]

Himpigimpið hjá Maurildi

Mín saga er raunarsaga.
Er ég hóf fyrst skriftir á veraldarvefnum var ég búinn að vafra um hin nöpru og snæviþakin fjöll internetsins í nokkur ár. Tvisvar sinnum hef ég þurft að leita mér skjóls til að hripa niður mínar hugleiðingar um lífið, tilveruna og alltsaman. Í fyrra skiptið fann ég ágætis helli þar sem [...]

Um BlogDodd

BlogDodd er hugarfóstur rúmlega þrítugs Hornfirðings sem styttir sér stundir með slatta af glettilegu bulli í bland við veruleika. Það getur máske verið erfitt fyrir suma að greina á milli hvað er satt og rétt og hvað er stílfært með spaugilegu ívafi. En, einsog frænda honum finnst, þá lætur hann vanalega allt flakka, en þó [...]