Skip to content

Category Archives: Tónlist

Ungaður út á öld

Eitt allra flottasta lag sem ég hef heyrt er lagið Hatched Upon the Age með eðalbandinu Comets on Fire af plötunni Avatar frá 2006, sem er án efa ein besta rokkplata sem komið hefur út undanfarin tíu ár eða svo.
Söngvarinn, Ethan Miller, nýtir sína brostnu rödd til fullnustu og svo gjörsamlega veit hvers hann er [...]

Testament - Formation of Damnation

TestamenT
Formation of Damnation
Nuclear Blast, 2008
More Than Meets the Eye
Níu árum eftir tímamótaplötuna The Gathering, sjö árum eftir að Alex Skolnick gekk aftur í bandið, fimm árum eftir að Chuck Billy jafnaði sig eftir krabbamein í hálsi og bassaleikarinn Greg Christian kom aftur, ári eftir að Paul Bostaph gekk í bandið til að berja húðirnar kom [...]

Devin Townsend - Ziltoid the Omniscient

Devin Towsend
Ziltoid the Omniscient
2007 Inside Out Music America
“Jáááááá! Komið sæl jarðarbúar. Ég er Ziltoid. Hinn alvitri. Ég hef ferðast þvert og endilangt yfir algeiminn. Ég skipa ykkur að ná í ykkar það allra besta kaffi sem fyrirfinnst á plánetunni! Svart og sykurlaust! Þið hafið fimm jarðarmínútur… Hafið það fullkomið!”
By Your Command
Devin Townsend vélar hér [...]

The Monolith Deathcult - Trivmvirate

The Monolith Deathcult
Trivmvirate
2008 Twilight Vertrieb
Deus ex Machina
Fyrir milljón árum síðan ferðaðist ég um algeiminn, sá síðasti af minni tegund í leit af þeim möguleika að líkamnast. Á ferð minni rakst ég á þessa skitnu plánetu og fylgdist með skynlausum skepnum þróast í hálfgerðar vitsmunaverur.
Allan þann tíma sem ég hef verið hér hef ég fylgst með [...]

Septicflesh - Communion

Septicflesh
Communion
2008 Season Of Mist
Lovecraft´s Death
Stundum þarf maður renna oftar enn einu sinni í gegnum plötur til að þær ná að grípa mann alminlega. Oftast dugar tvisvar til þrisvar sinnum svo maður getur sagt með vissu að viss plata er nokkuð góð eða algjört drasl. En það hentir stundum að plata grípur mann eftir eina hlustun. [...]

Ihsahn - angL

Ihsahn
angL
2008 Candlelight / Mnemosyne
Scarab
Ihsahn gaf út plötuna angL á þessu ári. Þetta er önnur sólóplata kappans sem gaf út The Adversary árið 2006. Ihsahn ætti að vera flestum þenkjandi metalhausum nokkuð kunnur en hann stofnaði hið þekkta blakkmetalband Emperor ásamt trommaranum Samoth árið 1991 og hefur lánað hæfileika sína til fjölda annara banda, s.s. [...]

Plötudómar

Ég á það til að hlusta á tónlist, þó aðallega í þyngri kantinum og nýverið datt ég í þann pakka að skrifa nokkra plötudóma fyrir hið nýja og betrumbætta Harðkjarna-vefrit. Heilir fimm plötudómar munu birtast hér á næstu fimm tímum, listilega vel skrifað af mér og með tóndæmum. Vonandi að þið njótið þess að [...]

Eistnaflug?

Allir bara í góðum fílíng.
Allir sælir og glaðir, drekkandi vatn og lifandi heilbrigðu, kristilegu lífi, haldandi í hendur og syngjandi sálma!
Sjúgandi tittlinga!

TestífesT 4evah!
Fór þarna og sá þessi prýðisgóðu bönd; sum verri en önnur, nokkrar ekkert svo slæmar en margt frekar frambærilegt. Oftast afar, afar gott og jafnvel frábært. En auðvitað fór ég þarna fyrir hið [...]

Melechesh - Emissaries

Melechesh
Emissaries
2006 Osmose Productions
Rebirth of the Nemesis
Ég hef verið villuráfandi sauður í stormsömum eyðimerkum metalsins í hartnær 15 ár og lötrað hef ég um þessa eyðimerkursanda í stanslausri leit af epískum metalgriðarstað og maður sá varla endan á þessari sjálfskipaðri útlegð og þrautagöngu fyrren ferð minni og leit lauk að lokum.
Vissulega fann ég ýmislegt á [...]

Suðurríkja- og stónerrokk

Alabama Thunderpussy
Words of the Dying Man
Frá Richmond, Virginíufylki í Bandaríkjunum, koma þessir mætu roðhálsarokkarar. Bandið kom fyrst saman 1996, farið í gegnum töluverðar mannabreytingar þau tólf ár sem þeir hafa verið starfandi en lokalænöppið eru þeir Erik Larson og Ryan Lake sem sjá um gítar, Mike Bryant á Bassa, Bryan Cox á trommum og gullbarkinn [...]

Septic Flesh

Lovecraft´s Death
Sá mæti maður Satan Jarl, er ég hitti á Eistnaflugi 2007 þegar hann rann á rokkfnykinn sem ómaði úr gömlu græjunum er ég hafði meðferðis og blastaði Clutch, kom mér óbeint í kynni við allavega þrjár bestu metal-plötur sem ég heyrði það árið: Sanctus Diavolos frá 2004 og Theogonia frá 2007 með gríska bandinu [...]

6 bönd úr metalheiminum

Hér eru sex bönd hvaðanæva úr heiminum sem fólk ætti að tjekka alminilega á, þ.e. ef það hefur ekki þegar gert það:
Entombed
Chief Rebel Angel
Entombed komu fyrst saman árið 1987 undir heitinu Nihilist. Þeir eru einir af frumkvöðlum Svíametalsins, en eru nú aðallega með sinn sérstæða hljóm sem lýst hefur verið sem death´n´roll. Má segja að [...]

Metall!

Mín uppáhaldstónlistarstefna er vafalaust fokking metall! Ég hlusta á indí-rokk, trip-hopp, old-skúl-rapp, ambient, djass, fjúson, sinfóníur og jafnvel smá popp. Frá Fugazi til Sonic Youth, Aphex Twin til Squarepusher, Clutch til Queens of the Stone Age, Air til Portishead, Beethoven til Thaicovsky, Medeski, Martin & Wood til Zappa, Cypress Hill til Niggaz With Attitude [...]

Epíkmetall

Á rétt tæpri viku hef ég fengið að kynnast tveimur bestu plötum ársins. Þetta eru plötur sem munu án efa lenda á þónokkrum topp tíu listum í lok ársins, eflaust í topp þrem, þ.e. ef fólk eru ekki fávitar. Það er bara búið að vera sífellt skammhlaupi í heila að augun á mér eru einsog [...]

dEUS

Í tilefni af þeim gleðilegu tíðindum að ný plata er komin út með belgíska bandinu dEUS þá finnst mér við hæfi að ræða ögn um eitt af mínum uppáhaldsböndum einsog mér er einum lagið.Það var vestur-íslenski bróðir minn sem gaf mér diskinn In a Bar, Under the Sea fyrir rúmlega 10 árum síðan. Var ég [...]

Líf mitt með Tom Waits

Let’s put a new coat of paint on this lonesome old town
Set ‘em up, we’ll be knockin’ em down.
You wear a dress, baby, and I’ll wear a tie.
We’ll laugh at that old bloodshot moon in that burgundy sky
New Coat of Paint
Á þessum línum byrjar platan Heart of Saturday Night (1974) sem kynnti mér endanlega fyrir [...]

Rykkorn

Það var frumsýning í gær á Rocky Horror og ég held að ég sé ekkert að ýkja er ég segi að allir sem sáu þetta fóru út á bleiku skýi. Þessi sýning er ein sú besta sem sett hefur verið upp hér á Höfn og ef lesendur eiga leið hér hjá í Apríl þá er [...]

Ný von: Fjórði kafli Stjörnustríðs

Menntaskólinn við Sund er nú að setja upp söngleik byggt á fjórða kafla Star Wars.
Hmmm, það er ekki snefill af kjánaskap í því. Onei, ekki vottur. Ekki eitt stakt íóta!
 Við verðum að sprengja dauðastjörnuna!
:Já! Áður en hún drepur oss!
Við höfum Loga Geimgengill!
:Já! Hann er meðal vors!
Hann mun redda þessu
Þokkalega, enda með drauga
Til að segja sér [...]

Ziltoid hinn alvitri : Söngleikur

Ég á mér draum. Í raun á ég marga drauma og mörg hver tengjast uppfærslum í anda Cecil B. DeMille. Til að mynda langar mig til að sjá og jafnvel taka þátt í “spontant” 20 mínútna söngleik á Þorláksmessu í Kringlunni, Laugaveginum eða Smáralind með þar tilgerðum kóreógrafískum dansi og fimleikum, fílum og fljúgandi hvölum [...]