Skip to content

III. Þriðja sneiðin af lífi

Fyrir stuttu gekk ég frá vini mínum sem býr ekki langt frá Hallgrímskirkju. Ég var kominn dágóðann spotta af Hallveigarstíg er ég sá þrjár manneskjur að hjóla, hjón á fertugsaldri og ung stúlka sem var kannski tólf ára, öll voru þau með hjálm. Þau hjónin voru glaðbeitt á svip, sérstaklega móðirinn, en stelpan var eilítið sorgmædd að sjá einsog hún nennti ekkert að vera þarna og hjólaði dálítið á undan þeim. Meðan hjónin hjóluðu á akbrautinn hjólaði stúlkan á göngubrautinni. Er hún nálgaðist mig kallaði mamman með sterkri röddu “Það er rauða húsið þarna beint fyrir framan!” Ég leit á stúlkuna, sem var niðurlút, og er hún hjólaði framhjá mér heyrði ég útundan andvarpað “Ég veit.”

Það heyrði þetta enginn nema ég og ég vorkenndi greyjið stelpunna svo mikið. Af hverju? Henni leiddist svo svakalega mikið og henni hlakkaði ekki til að fara í þetta “rauða hús þarna fyrir framan.”