Skip to content

I.Um BlogDodd

BlogDodd er hugarfóstur rúmlega þrítugs Hornfirðings sem styttir sér stundir með slatta af glettilegu bulli í bland við veruleika. Það getur máske verið erfitt fyrir suma að greina á milli hvað er satt og rétt og hvað er stílfært með spaugilegu ívafi. En, einsog frænda honum finnst, þá lætur hann vanalega allt flakka, en þó í góðu flippi.

Það ber ekki að taka allt sem skrifað er hér alvarlega þar sem höfundur er afar tregur við að taka sumt af því sem hann skrifar alvarlega. Vissulega eru alvarlegir hlutir sem henta hér, en meirihlutinn er meira sprell en alvara. Oftast er augljóst þegar fólk er alvara, eða svo telur höfundur.

Þórður Ingvarsson áskilur sér rétt til þess að skrifa hvaða fokking kjaftæði sem er og aukinheldur að breyta og bæta færslum eftir geðþótta og hentugleika.

Hann starfar á aðhlynningu og aðstoð við daglegt líferni, hefur gistiaðstöðu og stundar það í hjáverkum að vera ritstjóri á Vantrú.

Bræðrabúarnir í Maurildi hýsir blogdoddinn og hlutarstarfsritstjórn er í höndum Joseph Óla Sindra.