Skip to content

II.Fanmeilið

Einn góðan, bjartan og blíðan veðurdag snemma í janúar árið 2008 húmaði ég inní rökkrinu fyrir framan flöktandi tölvuskjáinn, spilandi einhvern tölvuleik til að reyna létta mér lund. Sjáið nú til, ég hafði nefnilega verið ögn dapur í bragði undanfarna daga. Jólahátíðin tiltölulega nýafstaðin og maður hafði lítið að gera annað en að éta, vinna, skíta og sofa.

En gleðin átti eftir að blossa upp á ný og springa út einsog fiðrildi þegar ég leit inná netfangsveituna og sá þar nafn er ég kannaðist eigi við og afskaplega skringilegan titill:

Búss er eins og 10$ hóra sem hefur fengið kauphækkun og getur nú spilað minigolf milli fullnæginga

Ég smellti á bréfið og las. Það kom nettur blóðkippur í kónginn og smá roði í kinnarnar. Augnsteinarnir þöndust út og ég fann fyrir smá sting í hægra heilahvelið og einkennilega lykt sem var ekki ósvipað brennandi holdi. Ég átti bágt með því að trúa því hvað í þessu stóð og hvað þetta merkti. Ég renndi aftur yfir bréfið og það rann upp fyrir mér að þetta var aðdáendabréf.

Aðdáendabréf?!

Ég var - afsakið slettuna -skiljanlega flabbergasted. En vitaskuld var ég uppi með mér, frekar hreykinn að einhver hafði tekið sér tíma og lesið öll mín skrif og verið uppnuminn af mínu þvaðri. En ég var uppnuminn líka. Mér fannst þetta alveg frábært og auðvitað fann ég þessa þörf að blogga um þennan merka viðburð. Svo ég plottaði:

Er að pæla í að hafa þemað “Talað um fanmeilið”-viku í næstu viku.

Planið var að skrifa eina færslu á dag í sjö daga og minnast á fanmeilið í hvert sinn:

1. Djöfull geta bankar verið óþolandi. Ólíkt fanmeilinu sem ég fékk eina helgina. Það var sko ekkert slor. Eða,
2. Mikið ægilega var þetta leiðinlegur maður. Þessi skeggjaði, spikpungur á Næsta bar, líkt og fíflið hefði borgað dularfulla upphæð fyrir námskeið í vafasömum skóla hjá bitrasta og leiðinlegasta manni vestan megin við Hvítá. Ég upplifði nú ekki nema rúmar tíu mínútur af fúlu og eitruðu gjammi þar sem hlunkurinn var að baktala hina og þessa í opið geðið á því eða meðan það sat í eyrnafæri þarna í kringum flikkið, grunar að þessi víðáttuvaxni maður sé einhverskonar tegund af bloggara sem fær reglulegt spark í punginn frá mömmu sinni fyrir að vera ömurlegur. Kannski var þetta silalega dýr svona ömurlegt því hann var samgróinn við stólinn sökum tíðra og stöðugra blæðinga úr þvagrásinni, enda var þessi maður ekkert að hreyfa sig mikið fyrir utan undiröldurnar á hnakkaspikinu þegar sveitta svínið hló af sjálfs síns fyndni og húmor, aukinheldur rámar mig í lifur sem reyndi að skríða blóðug frá buxnaskálm bavíans með nálgunarbann heftað við sig. Þetta var alls ekki afartíður maður.* En fanmeilið bætti mitt lund og geð. Eða,
3. [nákomin ættingji/vandamaður/vinur/félagi/dýr/vesturladabúi] var að deyja, [það] getur þó lesið fanmeilið mitt á himnum.
4. O.s.frv.

Svo yfirmig spenntur var ég fyrir þessu plotti mínu að ég brundaði fram einu ljóði:

 

Fanmeilið mitt er mega gott
Besta fanmeilið sem ég á
Með orðum sem eru ógó flott
Gleður mig óspart, seisei já.
Ramma það upp,
Ætla að hengja á einhvern vegg
Ætla að lesa það á hverjum degi
Sérstaklega þegar ég fer í bað,
Eða kúka.
Eða bæði.

En mér var órótt varðandi þetta vel skipulagða plan um fanmeilsþemavikuna. Gat varla sofnað af spenningi. Það hlakkaði svo verulega í mig að gera þetta að mig langaði helst til að drífa þetta af. Svo ég plottaði á ný og kom með djöfullega hugmynd. Hvað ef…?