Skip to content

a. Fanmeilsþemavikan

16. janúar 2008 klukkan 08:05

Einsog hefur áður komið fram, þá er ég yfirmig spenntur útaf þessu aðdáendabréfi sem ég fékk stílað á mig þann 7. janúar sl. Svo spenntur er ég að ég hafði í hyggju að hafa fanmeilsþemaviku í næstu viku en er að spá í að flýta henni um viku og hafa hana á einum degi, þ.e. þessum miðvikudegi.

Svo ég býð ykkur hjartanlega velkomin í fanmeilsþemaviku-í-næstu-viku-flýtt-um-viku og þjappað-saman-í-heilan-dag.

En hvað þýðir það? Það mun auðvitað þýða að á þessum tiltekna miðvikudegi munu birtast sjö færslur, sem jafngildir rúma eina viku af blaðri, þarsem minnst verður á fanmeilið. Ekkert umræðuefni, enginn hugmynd og ekki einu sinni hryllilega blóðug frétt um fjöldamorð á ungabörnum í Kalkútta með sveðjum og ostaskerum er ósamboðið smá innskoti um fanmeilið á þessum tiltekna degi.

Nei, svo sannlega segji ég ykkur að þessi dagur, 16. janúar 2008, mun hér eftir og framvegis verða þekktur sem Smábloggaradagurinn til heiðurs allra smábloggarana sem halda varla vatni yfir smá hrósi og einu fanmeili.