Skip to content

c. Samloka

 

16. janúar 2008 klukkan 11:43

Gerði ansi góða samloku nú í vikunni. Ég tók tvær heilveitibrauðsneiðar og ristaði þær saman (þ.e.a.s. að ég ristaði bara aðra hliðina á hvoru brauðinu), skellti smá rækjusalati frá M&M, smá kínakál, bara smá mulinn hvítur pipar, dijon sinnep, birkireyktan silung og sáldraði smá pizzuosti yfir, skellti þeirri sneið sirka 10-15 sek. í örbylgjuofn í hæsta styrk, nýtti mér tíman og smurði smurpaprikuost á hitt brauðið, tók út hitt brauðið, skellti því saman svo að úr því varð samloka og maulaði á því meðan ég drakk mjólk og las fanmeilið mitt.