Skip to content

d. Tölvuleikir

16. janúar 2008 klukkan 14:05

Fékk tvo leiki lánaða hjá sitthvorum aðilanum. Einn er BioShock og hinn er Stubbs the Zombie: Rebel Without a Pulse. BioShock rétt svo slefar áfram á þessari vél, en Stubbs virkar mun betur, enda eldri og notast er við Halo-vélina upprunalegu (með einhverjum breytingum væntanlega). Þokkaleg hugmynd, þ.e. þú vaknar sem uppvakningur árið 1959 og ferð að éta heila úr fólki, verður ástfanginn og rústar heiminum. Illa skertir menn mundu segja að þetta væri Grand Theft Zombies, en þetta er frekar Halo with Zombies og smá kómík.

BioShock, þrátt fyrir örlitla tæknilega örðugleika sökum aldurs vélbúnaðars, er alveg þokkalegur. Ansi spúkí og allt það, þökk sé framúrskarandi hljóðvinnslu og hönnun. S.T.A.L.K.E.R. heillaði mig mun betur með skírskotun í Fallout og svona þrátt fyrir sama eða svipuð gæði á tölvu, BioShock er ekki að ná að heilla mig, en ég mun spila áfram þrátt fyrir að mig gruni að þetta sé ansi línulagaður leikur og skertara frelsi en miðað við t.d. System Shock 2 og Deus Ex.

Það er ýmislegt sem pirrar mig í sambandi við tölvuleiki, og stundum verð ég svo reiður að mig langar einna helst að hringja í Veðurstofuna og segja hvað hún sökkar feitt. En þegar það gerist og ég geri mér grein fyrir því, þá fitla ég fanbréfið og les upphátt og reyni að herma eftir rödd Gunnars Birgisonar svarthöfða Kópavogsbæjar.