Skip to content

e. Já, því tíþúsund er talan…

16. janúar 2008 klukkan 14:13

Rétt í þessu er ég var að hætta við að brenna fanmeilið til heiðurs gyðjunar Eris, sem lítur yfir okkur öll og elskar, og dansa nakinn í snjónum, þá rakst ég í músarhnappinn, en það vildi svo óheppilega til að músarbendillinn var yfir bloggboðskipuninni Teljari og það var lítið sem ég gat gert til að stöðva þessa atburðarrás að auðvitað þurftu þær upplýsingar að er tengist fjölda heimsókna að blasa við á skjánum eftir stutta stund (of stutt stund til að ýta á cancel) og þar sem ég hafði ekkert annað til að horfa á nema bækur og málverk sá ég töluna 10.000!

Miðað við gæði og tíðni fanmeila undanfarnar vikur þá býst ég við að þessi tala verði kominn uppí 100.000 í lok ársins.

Gleðilegan 16. janúar, Hinn alþjóðlegi smábloggaradagur lýðveldisins Íslands.